Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Fannst þetta eiga skilið sína færslu, kom fram í svörum í athugasemdum hjá mér

Var inntur eftir því í athugasemd hjá mér hvort að ég væri ekki blár af manni sem taldi mig alltaf til Sjálfstæðismanna, hann minnti mig líka á samtal sem að við áttum fyrir ekki allslöngu um aðbúnað aldraðra.  Hér á eftir er svar mitt til hans, fannst þetta eiga skilið sína eigin færslu.

 

Ég er að mínu mati heldur blár í skoðunum. Þess vegna einmitt hentar Íslandshreyfingin mér svo vel þar sem að ég finn mig ekki í stefnuskrá VG og get ekki kosið Samfylkinguna meðan að mér finnst vanta þar allan trúverðugleika og þeir stíga stöðugt lengra til vinstri.

Sjálfstæðisflokkinn get ég ekki kosið af augljósum (umhverfis) ástæðum.

En takk fyrir að rifja upp fyrir mér þessar samræður okkar þarna í hádeginu.  Skoðanir mínar þarna hafa ekki breyst, mér finnst það helber skömm í samfélagi sem á að vera eitt mesta velferðar samfélag í heiminum lifi gamla fólkið (sem skapaði undirstöður velmegunar okkar) við fátæktarmörk.  Einfaldlega skömm.  Það er líka skömm að við byggjum samfélag sem er þannig stemmt að við gerum okkur svo upptekin að við getum ekki sómasamleg sinnt fjölskyldunni, hvorki börnunum okkar né uppaleldum. Skömm.

Ég vil vinna að framgangi endurbóta á þessu sviði, en ég engu að síður ekki auka ríkisrekstur. Ég vil að ríkið skapi vettvang fyrir samfélagið til að takast á við þessi mál.

Bendi á stefnuyfirlýsingu Íslandshreyfingarinnar: http://www.islandshreyfingin.is/index.php-tree=2&page=2.htm

Þar segir:

3. Sveigjanlegt velferðarkerfi eykur samfélagsþáttöku og lífsgæði:

Skattlagning skal miða að jafnvægi og jafnræði
Einfalda og lækka skal skattlagningu einstaklinga með því að afnema tekjutengingu bóta, með hækkun skattleysismarka og tengingu þeirra við launavísitölu. Þeir fjármagnseigendur sem eru hvorki launamenn eða einkahlutafélög skulu reikna sér launatekjur. Lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja skulu vera undanþegnar tekjuskatti.

Húsnæðiskerfi sem hentar öllum
Aðgangur að húsnæði á að vera tryggður öllum án tillits til efnahags. Íbúðalánasjóður skal einbeita sér að lánum til tekjulágra og fjármögnun félagslegra leiguíbúða. Stimpilgjöld verði afnumin. 

Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja
Auka þarf lífsgæði aldraðra og öryrkja og sníða velferðarkerfið að þörfum þeirra sem þurfa á því að halda. Hækkun grunnlífeyris, afnám tekjutenginga, aukið val um búsetu, atvinna með stuðningi og persónuleg liðveisla eru nokkrir þeirra þátta sem auka lífsgæði, samfélagslega þátttöku og hagkvæmni.
Málefni fatlaðara verði á höndum sveitarfélaga og málaflokknum tryggt fjármagn.

Endurskipulagning velferðar- og heilbrigðiskerfis
Hægt er að einfalda velferðarkerfið og gera það skilvirkara með endurskipulagningu Tryggingastofnunar og endurskoðun laga um almannatryggingar. Skilgreina þarf verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðkomu einkaaðila að kerfinu. Æskilegt er að ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála verði sameinuð og nýtt velferðarráðuneyti stofnað. Áhersla verði lögð á að færa þjónustuna í auknum mæli til sveitarfélaga og einkaaðila.

Viltu ekki slást í hópinn? 


Er þetta ekki mögulega til marks um að VG fari offari í tali sínu um Íslandshreyfinguna?

Virðist vera að skv. þessu sé gengissveiflan að fara milli VG og XD, eins merkilegt og það nú er.

En hvað um það, aðalmálið er að sjálfsögðu að taka höndum saman og hrifsa til okkar frá XD.
Það er skv. könnun um 38% fylgi innan XD með stóriðjustoppi og við verðum að gera allt sem við getum til að ná til þeirra.

Hvort sem til þarf 2, 3 eða 4 flokka til að fella ríkisstjórnina þá er það alltaf þess virði.
Þjóðin vill nýja tíma, við þurfum að sýna henni hvernig hún getur kosið það til sín.

Atkvæði með X-Í er atkvæði með heiðarleika og einlægum vilja til góðra verki. Það efast engin um heilindi Ómars.


mbl.is Sveiflur á fylgi D og V innan skekkjumarka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki best að loka þessu bara?

Þeim helst hvort eð er ekkert á forstjórum Wink

Ekki nema að ISG geti hugsað sér starfið?


mbl.is Forstjóri Norðuráls lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það stefna hjá Frjálslyndum að reyna að gera sig að kjánum í athugasemdum hér á blogginu?

Var bara að velta þessu fyrir mér. Ef að maður rennir yfir blogg t.d. Ómars Ragnarssonar eða Íslandshreyfingarinnar eru þar inni reglulega athugasemdir frá félögum Frjálslyndra.

Athugasemdirnar bera sjaldan merki þroska og ítrekað mikil merki gremju.

Er það til fylgisaukningar?  Það er eitt að vera ekki sammála, annað að koma því á framfæri með svo undarlegum hætti.

Það er öllum ljóst að það er eitthvað ósætti milli Frjálslyndra og þeirra sem fylgdu Margréti, en er þetta ekki bara kjánalegt?

 


Íslandshreyfingin vill að sjálfsögðu standa fyrir frekari framförum í menntamálunum

Afritaði þetta úr stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar sem má finna hér.

Menntastefna:

Fjölbreytilegar námsleiðir
Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að efla og treysta skólastarf á öllum stigum, tryggja menntun þjóðarinnar og búa í haginn fyrir öflugt vísinda- og rannsóknastarf. Þörf er á fjölbreytilegum námsleiðum fyrir nemendur með ólíka hæfileika til að öðlast verkmenntun og bókþekkingu. Efla skal verknám, listnám, skapandi hugsun, siðræna hugsun og umhverfis- og lýðræðisvitund nemenda strax á unga aldri.
Minnka skal miðstýringu og gera skólum kleift að verða sjálfstæðari bæði hvað varðar námsstefnu og fjármál. Sjálfstæðir skólar skulu njóta jafnræðis við opinbera skóla.  Fjármagn fylgi hverjum nemanda frá lögheimilissveitarfélagi samkvæmt grunnskólalögum. Sjálffstæðir skólar skulu ekki innheimta skólagjöld af nemendum sínum.

Mennt er máttur fyrir innflytjendur
Kunnátta í íslensku og helstu þáttum samfélagsins er mikilvæg fyrir nýja þjóðfélagsþegna til að aðlagast og verða virkir þátttakendur á öllu sviðum íslensks samfélags. Efla þarf þennan þátt á öllum skólastigum og bjóða innflytjendum að kostnaðarlausu. 

Íslensk menning og náttúra
Efla ber rannsóknir á íslenskri menningu og náttúru. Einnig skal að því stefnt að nýta sérstöðu landsins við þekkingarsköpun og miðla henni til verr settra þjóða, eins og t.d. í sjávarútvegsmálum, orkumálum og jafnréttismálum.

 

Er sérstaklega hrifinn af hugmyndum þeirra um aukningur í rannsóknum. Það fjölgar hratt doktorum og sérfræðingum hérna heima. Nú er um að gera að skapa þeim umhverfi þar sem þekking þeirra nýtast samfélaginu til fulls.

 


mbl.is Stúdentaráð vill að menntamál verði kosningamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað get ég sagt, maður gengur ekki einsamall - það er ljóst :)

Til hamingju kæru Poolvinir.  Verður ánægjulegt að leggja síðan Chelsea á leiðinni í vonandi annan alveg ótrúlega dramatískan úrslitaleik gegn Milan.

Þurfum bara að passa gegn Chelsea að leikurinn fari ekki yfir 90 mínútur, þá eiga þeir ekki séna Wink


mbl.is Liverpool áfram og mætir Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkilega ánægjulegt framtak hjá Google og samstarfsaðilunum með verkefninu

Þetta er algerlega lýsandi fyrir það sem þarf að gerast í heiminum.  Við verðum að fá upp á borðið og opinbera þessi mál allsstaðar. Það er í gegnum feluleiki og spillingu sem að heimsmyndin hefur fengið að þróast í hundruði ára og ég er algerlega sannfærður án nokkurs vafa að lausnin er að opinbera sannleikann.  Eins og segir í góðri bók: "Sannleikurinn mun gera ykkur frjálsa".

Gott dæmi um þetta er sagan af konunni í Pakistan sem komst í heimsfréttirnar fyrir nokkru síðan eftir að hún var dæmd af þorpsráðinu sínu til að þurfa að þola hópnauðgun sem refsingu fyrir eitthvað sem bróður hennar "átti" að hafa gert. Kom sem sagt síðar í ljós að það voru lognar sakir.  Skv. hefðinni var reiknað með í þorpinu að hún myndi síðan eins og góðri stúlku sæmir, fremja sjálfsmorð vegna skammarinnar í beinu framhaldi.  Hún með gríðarlegu hugrekki kaus hins vegar að gera það ekki.  Hún kaus að standa gegn nánast öllum í þorpinu og ærði yfirvöldum m.a.s. þegar málið fór lengra og berjast gegn þessu gríðarlega óréttlæti.

En það var opinberun málsins sem varð henni helst til bjargar.  Hún hefði nefnilega væntanlega bara verið myrt fljótlega fyrst að hún gat ekki hunskast til að sjá um það sjálf.

Það var það að málið varð opinbert í heiminum í gegnum franska blaðakonu sem var henni til bjargar.

Í dag er hún Mukhtar búin að byggja skóla í þorpinu sínu í Pakistan og farin að kenna börnum og læra með þeim, því hún var að sjálfsögðu bæði ólæs og skrifandi eins og konur almennt á þessu svæði heimsins.

Já, sannleikurinn mun gera okkur frjáls.


mbl.is Google hjálpar Darfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langaði bara að benda á stórgóða grein frá Ósk Vilhjálmsdóttur frá Íslandshreyfingunni

http://islandshreyfingin.blog.is/blog/islandshreyfingin/entry/173598/

Virkilega áhugaverð skrif. Rifjar þarna upp m.a. rök frá bæði forstjóra Marels og Bakkavarar þar sem að þeir vísa til skakkra samkeppnisstöðu iðnaðar á Íslandi meðan verið er að niðurgreiða orku til álvera.

Margir vilja ekki viðurkenna að orkan sé niðurgreidd og vísa þá til þess að Landsvirkjun skili hagnaði í rekstri sínum, en það er bara ekki viðmiðið sem skiptir okkur máli. Að sjálfsögðu á Landsvirkjun að skila arði. Ætti m.a.s. að skila miklu mun meiri arði en þeim hefur tekist miðað við arðsemi eiginfjár á almennum markaði undanfarin ár.  Viðmiðið er að sjálfsögðu hvað íslensk stórfyrirtæki eru að greiða fyrir sama rafmagnið og í þeim samanburði er augljóst að orkan til Alcoa og Alcan er stórlega niðurgreidd.

Er ekki mál komið að staldra við og skoða stöðuna yfirvegað?


Betur má ef duga skal - hér þarf að breiða úr okkur X-I

Engin spurning, ef við viljum koma ríkisstjórninni frá þá er Reykjavík í suður einn albesti staðurinn til að koma kröftugu höggi á Sjálfstæðisflokkinn.  Þetta hefur verið nánast ósigrandi vígi þeirra um árabil, þeirra og síðan vinstri sinna. Merkilegt en satt.

Þetta fylgi VG í vesturbænum kemur ekkert á óvart, það er mikið af annars vegar hægra og hins vegar vinstra fólki í kjördæminu.

Það er hins vegar full þörf á að styrkja miðjuna hérna, styðjum við Íslandshreyfinguna og komum ríkisstjórninni frá í komandi kosningum.

Kjósum með jafnvægi, virðingu og velferð.
Kjósum gegn græðgishyggjunni og óvirðingu við auðlindir þjóðarinnar.


mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar niðurstöður frá IPCC - ef ske kynni að þetta hafi farið fram hjá þér

Kann ekki að setja inn Google vídeó hérna, en hér er hlekkurinn á fréttafundinn frá IPCC.

Kemur þarna ýmislegt merkilegt í ljós að mínu mati sem og staðfestingar á því sem áður hefur verið haldið fram.

Merkilegast fannst mér annarsvegar að það er skv. þessu afar ólíklegt að hita straumar norður Atlantshafsins breyti sér á næstunni, þ.e.a.s. Golfstraumurinn að sjálfsögðu, og svo hitt að miðað við áframhaldandi hlýnun á sama hraða og hingað til eru allar líkur á því að það stefni hraðbyri í alvarlegan vatnsskort í Asíu (þar búa vel rúmlega þriðjungur íbúa jarðar fyrir þá sem ekki vita).

En IPCC staðfestir hérna aftur að losun koltvísýrings af mannavöldum er stór stór gerandi í hringrásinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband