Íslandshreyfingin vill að sjálfsögðu standa fyrir frekari framförum í menntamálunum

Afritaði þetta úr stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar sem má finna hér.

Menntastefna:

Fjölbreytilegar námsleiðir
Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að efla og treysta skólastarf á öllum stigum, tryggja menntun þjóðarinnar og búa í haginn fyrir öflugt vísinda- og rannsóknastarf. Þörf er á fjölbreytilegum námsleiðum fyrir nemendur með ólíka hæfileika til að öðlast verkmenntun og bókþekkingu. Efla skal verknám, listnám, skapandi hugsun, siðræna hugsun og umhverfis- og lýðræðisvitund nemenda strax á unga aldri.
Minnka skal miðstýringu og gera skólum kleift að verða sjálfstæðari bæði hvað varðar námsstefnu og fjármál. Sjálfstæðir skólar skulu njóta jafnræðis við opinbera skóla.  Fjármagn fylgi hverjum nemanda frá lögheimilissveitarfélagi samkvæmt grunnskólalögum. Sjálffstæðir skólar skulu ekki innheimta skólagjöld af nemendum sínum.

Mennt er máttur fyrir innflytjendur
Kunnátta í íslensku og helstu þáttum samfélagsins er mikilvæg fyrir nýja þjóðfélagsþegna til að aðlagast og verða virkir þátttakendur á öllu sviðum íslensks samfélags. Efla þarf þennan þátt á öllum skólastigum og bjóða innflytjendum að kostnaðarlausu. 

Íslensk menning og náttúra
Efla ber rannsóknir á íslenskri menningu og náttúru. Einnig skal að því stefnt að nýta sérstöðu landsins við þekkingarsköpun og miðla henni til verr settra þjóða, eins og t.d. í sjávarútvegsmálum, orkumálum og jafnréttismálum.

 

Er sérstaklega hrifinn af hugmyndum þeirra um aukningur í rannsóknum. Það fjölgar hratt doktorum og sérfræðingum hérna heima. Nú er um að gera að skapa þeim umhverfi þar sem þekking þeirra nýtast samfélaginu til fulls.

 


mbl.is Stúdentaráð vill að menntamál verði kosningamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband