Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Frábærar fréttir fyrir okkur - en er ekki svolítið verið að hygla XD þarna??

Verulega ánægjulegt að fylgið okkar er að rísa í Reykjavík suður.  Þetta er bara byrjunin eftir að við hófum baráttuna af krafti. Fólki hefur greinilega litist vel á listana okkar Grin

Ég er á lista í Reykjavík, þyrftum reyndar svona u.þ.b. alla þingmenn kjördæmisins til að ég kæmist inn Whistling en ég vil endilega leggja góðu fólki lið og berjast með þeim fyrir sannfæringu minni.

Athyglisvert finnst mér hins vegar að heyra að það sé búið að setja inn spurningu sem spyr beint um stuðning við XD??  Hvaða stórfurðulega hugmynd er það?  Útskýrir að sjálfsögðu algerlega fylgisaukningu Sjallana hérna í kjördæminu.  Væri nú bónus fyrir hvern sem er að fá inn í könnun spurninguna: "Hvort myndirðu heldur kjósa þennan eða einhvern hinna?"  Undarlegt.

Sé líka í bloggi hjá henni Marsibil að hún er að velta fyrir sér hvort stöðugar birtingar skoðanakannana séu skoðanamyndandi og tekur þar dæmi af einhverjum sem er að hætta í Framsókn vegna óvinsælda flokksins. Er ekki frekar athugunarefni fyrir Framsóknar flokkinn að velta því fyrir sér hvers vegna flokkurinn verður stöðugt óvinsælli??

Ef skoðanakannanir væru skoðanamyndandi lægi alveg fyrir að fylgi okkar í Íslandshreyfingunni væri ekki á leiðinni upp.  Fylgi er að sjálfsögðu í takt við stefnu þá og verk sem flokkarnir vilja standa fyrir. Það kom sér að sjálfsögðu illa fyrir okkur að listarnir okkar lágu ekki fullskapaðir fyrir fyrr, en nú er allt á uppleið og heldur vonandi áfram fram til 12. maí.

Vinur minn Jónas bendir líka þessum sem trúa á dauð atkvæði á að þá sé nú um að gera að kjósa Íslandshreyfinguna í R-suður.  Því slv. þeirra kenningu eru atkvæði til Framsóknar og Frjálslyndra í Reykjavík suður dauð (ekki það að ég sé fylgjandi kenningunni), en endilega fyrir þessa óttaslegnu sem spá dauða og ..... dauðum atkvæðum, það er kominn fram lifandi valkostur.

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í Smile


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru vinir, betra seint en aldrei - gleðilegt sumar :)

Þrátt fyrir gríðarlega dramatískan síðasta vetrardag með skelfilegum bruna á menningarverðmætum, þá er þessi fyrsti dagur "sumars" búinn að vera verulega góður dagur.  Virkilega skemmtileg tilbreyting líka að hafa hann svona sólríkan Smile

Búinn að vera að mestu heima í dag að mála fyrir utan skreppi á 2 fundi sem ég þurfti að sækja.
Búinn að vera að mestu heima í dag að mála og orna mér við það að loksins erum við farin að síga upp á við í skoðanakönnunum eftir kappsama og heiðarlegu framkomu í kosningaþáttum og á fundum undanfarinna vikna.

Greinilegt að fólki líkar við listana sem við erum að sýna og við eigum bara eftir að styrkjast fram að kosningum.

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í Smile


Mörg áhugaverð svör í þessari könnun - sýnir hversu stór hluti þjóðarinnar er sammála því að ESB sé líkleg framtíð

75,5% almennings og 72,2% áhrifavalda telja að Ísland verði í Evrópusambandinu (ESB) 2050.
Afar ánægjulegt að sjá hversu stór hluti er sammála okkur hjá Íslandshreyfingunni með að þetta sé líkleg framtíð, og þ.a.l. afar brýnt að skoða kosti og galla þess að ganga í ESB fyrr en seinna.

Einnig áhugavert að 62,5% almennings og 64% áhrifavalda telja að umhverfismálin verði helsta viðfangsefni stjórnmálanna 2050 og í öðru sæti komu efnahags- og atvinnumál með 38,3% almennings og 50% áhrifavalda.

Þá var spurt fyrir hvað fólk teldi að Ísland yrði einkum þekkt árið 2050 og þar svara 28% almennings og 31,7% áhrifavalda að við verðum helst þekkt fyrir náttúru (fegurð, ósnortin, náttúruvernd) og hreint/gott loft.

Og til að telja meira sem mér fannst afar áhugavert þarna, þá telja 76,2% almennings og 90% áhrifavalda að innflutningur landbúnaðarafurða verði orðinn frjáls í meginatriðum árið 2050.

Einnig telur meirihluti aðspurðra að flest ökutæki á Íslandi verði þá drifinn af vistvænni orku.

Þetta eru afar ánægjulegar niðurstöður fyrir Íslandshreyfinguna og staðfesting á því að við erum á algerlega réttri leið.  Stefna okkar er algerlega í anda meirihluta þjóðarinnar, nú er bara að vona að við náum að koma því almennilega á framfæri, að það nái að telja á kjördag.

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í Smile


mbl.is Flestir telja að Ísland verði komið í ESB árið 2050
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sett fram til að árétta stefnu okkar og leiðrétta það sem aðrir hafa ætlað okkur

Blogg kollegar mínir hérna stökkva nú fram með upphrópanir eins og bloggurum er von og vísa.

Fyrirsagnir eins og: "Mikil örvænting....", "Mótsögn.....", ".....vitleysisgangur", "Þjóðernissósíalismi" og svo maður stóryrðina hérna á mogga blogginu sem segir: "Hvernig væri nú að fara að ákveða sig?"

Staðreyndin er að með þessari fréttatilkynningu erum við aðeins að árétta það sem við höfum haldið fram alveg frá byrjun, en pólitískir samkeppnisaðilar hafa nýtt hvert tækifæri til að skrumskæla.

Við teljum það afar brýnt að hefjast sem fyrst handa við aðildarviðræður við ESB eins og Lárus Vilhjálmsson sagði m.a. í kosningasjónvarps útsendingu frá Suðurlandi í liðinni viku.  Þar fékk Lárus hins vegar ekki tækifæri til að skýra nánar hvað hann átti við, líklega vegna þess að hann var eini þáttakandi þessarar útsendingar sem sagði eitthvað hreint út.  Að segja eitthvað hreint út ætti að sjálfsögðu að vera stefna hvers stjórnmálamanns, en eins og alþjóð veit þá telja stjórnmálamenn það almennt ekki góða pólitík.

Að hefja aðildarviðræður þýðir ekki það sama og að ganga í ESB.  Þar er himinn og haf á milli.  Aðildarviðræður snúast um að vega og meta kosti og galla og að fá upplýsingar sem að við getum síðan byggt ákvarðanir þjóðarinnar á.  Til nánaro útskýringar þá getur tekið fjölda ára að fara í gegnum svona viðræður og það tók t.d. eitt af löndum fyrrum Sovétríkjanna um 10 ár að fara í gegnum ESB ferlið.

Við verðum að sjálfsögðu að meta kosti og galla. Flestum okkar er það ljóst.

En það að segja hlutina hreint út er ekki "góð" pólitík greinilega.  Ég vona að Lárus láti þetta ekki trufla sig og haldi áfram þeirri "slæmu" pólitík að segja hlutina hreint út. Að segja það sem að hann meinar.  Það eru mannkostir sem ég vill að þeir sem ég treysti hafi. Er orðinn þreyttur á að hlusta á stjórnmálafólk tala alltaf þannig að það skilji allar dyr og glufur eftir opnar til mögulegra málamiðlana fyrir völd.

Tölum hreint út - segjum bara satt.

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í Smile


mbl.is Íslandshreyfingin: Auðlindir Íslands verði aldrei í umsjá erlendra afla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur það að breyta engu leitt okkur til nýrra tíma?

Tja mér er spurn.  Ef þeir eru með mikið af hugmyndum fyrir nýja tíma, af hverju hafa þeir þá ekki nýtt neina þeirra til þessa?

Hvar er nýsköpunin?

Það er vel að virkja kerfið til stuðnings við atvinnurekstur í landinu, það hefur skilað þjóðarbúinu miklum tekjum. En hvað?  Á sama tíma VERSNAR opinber þjónustu í heilbrigðiskerfinu og staðan ríkissjóðs versnar.

Hvernig má það vera?  Af hverju á ég að trúa því að nú komi þeir með eitthvað alveg nýtt og styðji líka gamla fólkið sem hefur mætt afgangi hjá þeim hingað til?

Ég er algerlega sannfærður um að það sé engu samfélagi hollt að hafa sömu ríkisstjórn við völd í meira en 2 tímabil að hámarki. Davís Oddsson er afar gott dæmi um það. Dæmi um hvernig afar frambærilegur stjórnmálamaður missir sjónar á markmiðunum og tilgangi sínum í skugga valdasýki.

Það er kominn tími á nýja tíma, ég er sammála því. En þeir tímar koma ekki með núverandi ríkisstjórn.

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í Smile


mbl.is Vill leiða þjóðina til nýrra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur listi af frambærilegu samhentu fólki

Meginmálið hefur að sjálfsögðu verið að stilla saman strengina og koma saman hópi fólks sem hefur sameiginlegt meginmarkmið. Hópi sem er tilbúinn til að vinna sameinaður að stefnu hreyfingarinnar.

Það verða kraftmiklar síðustu vikur fram að kosningum. Verður virkilega gaman að fylgjast með.

Íslandshreyfingin kemur fram ekki vegna óánægju með vinstri flokkana, heldur vegna óánægju með stefnu og störf hægri flokkanna. Við erum fólk sem telst til Sjálfstæðismanna, Frjálslyndra og hægri arms Samfylkingarinnar. Fólk sem að var ekki sátt við stefnu og stöðu þeirra flokka og viljum gera eitthvað í málinu.

Við viljum framfarasinnaðar lausnir í stað bitlinga.  Mæli eindregið með lestri opnuviðtals við Ómar í mogganum í dag. Alveg hreint stórfínt samtal sem skýrir betur en nokkuð sem ég hef séð opinberlega hingað til stefnu okkar og markmið.

Við erum að sjálfsögðu algerlega ósammála því að við styðjum núverandi ríkisstjórn með framboði okkar. Við sjáum ekki annað en að við getum mjög vel unnið í þriggja flokka stjórn sem hefur það að markmiði m.a. að staldra við með frekari virkjanir og búa til heildræna áætlun um nýtingu orkunnar okkar til framtíðar.  Skv. niðurstöðum Finna t.d. þá er Álver einmitt ein alversta nýting orku ef horft er til arðsemi. Við vitum svo að sjálfsögðu öll hver umhverfisáhrifin eru.

Við verðum að vera tilbúin til að stíga fram með drauma okkar og langanir. Við viljum byggja upp samfélag þar sem að framfarir byggja á krafti og sköpunargleði fólksins í landinu en ekki miðstýringar ríkisstjórnarinnar.En þetta snýst ekki um ykkar meginmarkmið. Þetta snýst að sjálfsögðu um það hvað við teljum okkur verða að gera. Þetta snýst um að fylgja hjartanu.

Kjósum með hjartanu - kjósum Íslandshreyfinguna

 Smile


mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að sjá að könnunin er gerð áður en við byrjuðum að kynna frambjóðendur okkar

Könnunin stendur til 9. apríl.  Það var einmitt eftir það sem að okkar ágætu frambjóðendur Ásta Þorleifsdóttir og Lárus Vilhjálmsson komu fram í kosningasjónvarpinu með sinni góðu frammistöðu.

Verður forvitnilegt að sjá næstu tölur.  Nú skýrist betur og betur með hverjum deginum hvað við í Íslandshreyfingunni stöndum fyrir. Ef þú ert enn ekki viss mæli ég með innliti á heimasíðu hreyfingarinnar þar sem bæði liggur frammi stefnuyfirlýsing hreyfingarinnar og aðgerðaráætlun.

Slástu í hópinn með okkur, hér skiptir hver einstaklingur miklu máli.


mbl.is Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verulega gott dæmi um þá sjálfsbjargarviðleitni sem þarf að koma af stað um landið allt

Þetta er að sjálfsögðu hið allra besta mál.  Virkilega ánægjulegt að sjá aukið líf í atvinnulífinu á Þórshöfn.  Kom þarna fyrir nokkru síðan og skildi satt best að segja eiginlega ekkert hvers vegna voru ekki allir fluttir brott.

Þegar ég kom þarna var eiginlega ekkert starfandi nema vídeóleiga á bóndabæ aðeins fyrir utan þorpið, bensínsjoppan í baænum, sundlaugin og skólinn.  Stemmningin var að mínu mati vægast sagt þunglyndisleg.

Við verðum að leggjast á eitt öll saman og láta okkur detta í hug hugmyndir til að vinna á landsbyggðinni.  Við fólkið þ.e.a.s.

Það er síðan hlutverk stjórnvalda að skapa í samfélaginu stöðugleika og undirstöður til að styðja við þær hugmyndir sem frumkvöðlar láta sér detta í hug.

Á Húsavík hefur t.d. verið talað um að það hafi svo margt mistekist að álver sé eina lausnin. Álver myndi að sjálfsögðu hjálpa buddunni hjá starfsmönnum þess og bæjarsjóði, en það er ekki eina lausnin. Má ekki vera, það væri heldur ömurlegur heimur þar sem virkilega mengandi stóriðja væri það eina sem væri í boði.

Einhvern tíma las ég um hversu algengt það er að frumkvöðlar sem ná markmiðum sínum, hafi fyrst farið nokkrum sinnum í gjaldþrot áður en þangað var komið.  Það þýðir bara fyrir okkur hin að þeir náðu árangri af því að þeir gáfust ekki upp!

Kjósum með hjartanu - það ER hægt að breyta kerfinu.


mbl.is Kúffiskveiðar hafnar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svar til Eggerts Herbertssonar vegna athugasemdar á bloggi Íslandshreyfingarinnar

Sæll vertu Eggert og þakka þér fyrir innlitið á blog Íslandshreyfingarinnar, já og til hamingju með kjör í framkvæmdastjórn Samfó.
Vaktir hjá mér forvitni, telurðu þig vera að starfa í stjórnmálum ególaust?

Það er a.m.k. minn skilningur að ég get aldrei nokkurn tíma gert nokkurn skapaðan hlut án þess að egóið sé með í för. Í mínum huga eru það kannski helst fólk eins og Jésús Kristur, Móðir Teresa, Gandhi og mögulega Nelson Mandela, svo einhverjir séu nefndir, sem er möguleiki að hafi unnið gegn egóinu sínu í stanslausri sjálfsfórn til bjargar öðrum.

Að sjálfsögðu er það egóið okkar sem vill breytingar. Að sjálfsögðu er það egóið okkar sem finnst sér misboðið í t.d. jafnaðarmannaflokki þar sem allar áherslur eru orðnar langt til vinstri og forystunni hefur mistekist hrapalega að byggja upp sameiningu.

Egóið hefur oft komið mér í vanda, en það hefur líka oft nýst sem afl til góðs. Þegar breytinga er þörf er það meðvirkni frekar en nokkuð annað að sitja bara hjá og "vona að þetta lagist bara".

Ef að maður vill knýja fram breytingar, hafa áhrif hvort sem er vegna réttlætiskenndar eða löngunar til að koma einhverju áleiðis, þá á maður að sjálfsögðu að gera það. Stíga fram í hugrekki og reyna að hafa áhrif.

Ekki bara sitja þegjandi og vona að maður fái a.m.k. einhverjar sporslur svona til að vera allavega með.

Ég er stoltur af því að fylgja egóinu mínu og ganga í Íslandshreyfinguna. Ég er afar stoltur af því að fylgja fólki sem hefur brennandi hjarta með málstað og er tilbúið að leggja á sig mikið starf til að vinna að honum.

Kjósum með hjartanu!  Kjósum X-Í


Aðalfundur Framtíðarlandsins var haldin í dag.

Sat í dag aðalfund Framtíðarlandsins, þess stórgóða félags.  Ótrúlegt til þess að hugsa að félagið er rétt eins árs þegar skoðað er hverju félagið hefur áorkað á þessum stutta tíma og hversu mikil félagið hefur haft á umræðuna í samfélaginu.

Voru samþykktar þarna nokkrar minniháttar breytingar á lögum félagsins sem verða væntanlega aðgengileg strax eftir helgi á heimasíðun samtakanna.

Einnig kom þarna fram að auglýsingaherferðin sem farið var í, m.a. með stórgóðum sjónvarpsauglýsingum, var unnin af nokkrum af okkar fremstu einstaklingum á sviðinu í sjálfboðastarfi. Menn geta því hætt að velta fyrir sér stórkostlegum hugmyndum um kostnað herferðarinnar, "dýrasti" þátturinn var ókeypis Grin

Virkilega gaman að fá að taka þátt í starfi félagsins og ég hvet ykkur til að fylgjast vel með. Efast ekki um að félagið muni láta mikið að sér kveða á komandi misserum.

Til hamingju með frábært starf og ég óska nýrri stjórn velfarnaðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband