Langaði bara að benda á stórgóða grein frá Ósk Vilhjálmsdóttur frá Íslandshreyfingunni

http://islandshreyfingin.blog.is/blog/islandshreyfingin/entry/173598/

Virkilega áhugaverð skrif. Rifjar þarna upp m.a. rök frá bæði forstjóra Marels og Bakkavarar þar sem að þeir vísa til skakkra samkeppnisstöðu iðnaðar á Íslandi meðan verið er að niðurgreiða orku til álvera.

Margir vilja ekki viðurkenna að orkan sé niðurgreidd og vísa þá til þess að Landsvirkjun skili hagnaði í rekstri sínum, en það er bara ekki viðmiðið sem skiptir okkur máli. Að sjálfsögðu á Landsvirkjun að skila arði. Ætti m.a.s. að skila miklu mun meiri arði en þeim hefur tekist miðað við arðsemi eiginfjár á almennum markaði undanfarin ár.  Viðmiðið er að sjálfsögðu hvað íslensk stórfyrirtæki eru að greiða fyrir sama rafmagnið og í þeim samanburði er augljóst að orkan til Alcoa og Alcan er stórlega niðurgreidd.

Er ekki mál komið að staldra við og skoða stöðuna yfirvegað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband