Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Viljum við ekki skoðanafrelsi?

Var að lesa á bloggi hérna á mbl hjá einum leiðtoga Frjálslynda flokksins þar sem að hann er að varpa fram m.a. hugmyndinni um hvort að þeir hafi ekki rétt á skoðanafrelsi. Vitnaði þar m.a. í Runólf fyrrum rektor á Bifröst þar sem að hann var að tala um að við værum á svart hvítu tímabili. Tímabili þar sem að virtist vera lítið svigrúm eða umburðarlyndi fyrir meðalveginum.  Fékk mig til að hugsa (sem er alltaf hollt) Woundering

Þegar skoðuð er mannkynssagan má sjá svona svart hvít tímabil rísa með mjög reglulegu millibili. Þau fylgja virðist fast á hæla þessum öfgafrjálsu tímabilum þar sem að mannskepnan (við) missir algerlega stjórn á hvötum sínum, nánast óháð virðingu og siðferði.  Tímabilum þar sem að klám ríður öllu að virðist, þar sem að þörf okkar fyrir eitthvað "nýtt" gengur svo langt að raunveruleika þættir (sem minna mest á hringleikahús fyrir 2000 árum síðan), sem ganga út á svik, undirferli og jafnvel hvatningu til þess að eiga í sambandi við fjöldann allan af elskhugum á sama tíma, verða vinsælasta sjónvarpsefnið. Tímabilum þar sem að við (eða a.m.k. mörg okkar) komumst að því að við viljum ekki raunverulega algert frelsi gjörða, en við viljum að sjálfsögðu áfram öll algert frelsi skoðana.

Við verðum hins vegar að sjálfsögðu þá líka að geta tekið því að fólk er ekki sammála skoðunum okkar. Margir kalla mig t.d. öfga grænan vegna langana minna til að staldra við og skoða næstu skref af yfirvegun.

Margir kalla Frjálslynda rasista vegna skoðana þeirra á erlendum innflytjendum til Íslands. Við höfum frelsi til skoðana, og hinir hafa frelsi til að hafa skoðanir á skoðunum okkar.  Þannig er nú það.

Fyrir mér er það ekki að FF vilji ræða þessi mál sem gerir þá rasíska í mínum skoðunum, það er hvernig þeir setja fram umræðuna. Hvernig þeir tala niður til og draga inn t.d. stórundarleg rök um hættu á berklasmiti. Menn nota undarleg rök þegar þeim mistekst að ná til fjöldans með þessum raunverulegu.

En endilega, höfum umræðuna opna. Það er allra meina bót í samfélaginu að að hafa allt uppi á borðinu, að hætta feluleikjum, blekkingum og bitlingapólitík.

Við viljum geta kosið um fólk og málefni, og við viljum að málin séu uppi á borðinu. Við viljum að stjórnmál nútímans og framtíðarinnar séu uppi á borðinu fyrir opnum tjöldum.


Er staða íslenskra barna og fanga svipuð?

Var að fletta gömlum blöðum og rakst á skrif Hrafns Jökulssonar.

Hann varpar þar fram þeirri hugmynd að staða íslenskra barna og fanga á Litla Hrauni sé í raun mjög svipuð. Þau eru mikið til lokuð inni með sjónvarp, DVD og tölvu alveg eins og fangarnir eyða mestu af sínum tíma.

Þarf ekki breytinga við?  Þurfum við ekki að skapa samfélag þar sem að við þessi sem eigum að bera ábyrgð á börnunum okkar í stað Disney, skólans og vina þeirra, getum staðið okkar plikt og alið upp börnin okkar? Eiga ekki börnin okkar skilið að fá tíma og kærleika frá okkur sem kusum að koma þeim í heiminn?

Já, ég bara spyr.  Liggur mér margt á hjarta á þessum langa föstudegi.  Við krossfestum einu sinni mann sem að gerði ekkert af sér annað en að tala sannleikann sem við vildum ekki heyra þá.  Er ekki kominn tími á að fara að hlusta á Guð í hjarta okkar?


Er Samfylkingin í afneitun?

Á hvaða forsendum getur Ágúst byggt þá hugmynd sína að óákveðnir hlaupi til á síðustu metrunum og kjósi S?  Það er eðlilegt að vona, hollt jafnvel fyrir sálina, en hollast er þó hverjum manni að horfast í augu við staðreyndir.

Samfylkingin lagði fram frábærar hugmyndir í umhverfis- og velferðarmálum nýlega og fylgið þeirra lækkaði?!?  Hefði að sjálfsögðu átt að hafa öfug áhrif, en vilji þjóðarinnar virðist vera annar.  Ég hef sjálfur ítrekað rætt það að mín trú sé sú að meðan að Samfylkingin komi ekki fram sem ein heild að þá nái þeir ekki að byggja þann trúverðugleika sem að þjóðin vill sjá þá þeim sem á að fela umboð til stjórnar.
Frábær stefna án stöðugrar forystu nær ólíklega árangri.

Mér finndist mjög ákjósanlegt að sjá samstarf Samfylkingarinnar og Íslandshreyfingarinnar í næstu ríkisstjórn, stefnumál okkar fara afar vel saman án nokkurs vafa.

Ég vil hins vegar að sjálfsögðu hvetja þjóðina til að fylkja sér með okkur í Íslandshreyfingunni, "gömlu" flokkarnir reyna ítrekað að koma því á framfæri að mikil hætta sé á að lítið fylgi nýs flokks geri ekkert annað en að styrkja núverandi ríkisstjórn.  En það er ekki svo einfalt, það er mikil von á því að nýji flokkurinn komi inn 1-3 þingmönnum, jafnvel mun fleiri ef við spýtum nú í lófana og fylkjum okkur með þeim.

Ég vil kjósa og standa með flokki sem ætlar sér að styðja við útgerð minni báta og styrkja þar með byggð í sjávarþorpunum
Ég vil kjósa og standa með sem ætlar sér að staldra við og endurmeta stöðuna okkar gagnvart stóriðju og nýtingu orkuauðlinda okkar


Ég vil kjósa og standa með fólki sem ætlar sér ekki í málamiðlun með stærstu framtíðar mál þjóðarinnar.

En þú?


mbl.is Ágúst Ólafur: Hætta á að atkvæði detti niður dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningur við atvinnustarfsemi á landsbyggðinni, hvað er til ráða?

Fór að velta þessu fyrir mér í dag eftir spjall við góðkunningja minn (ekki lögreglunnar) sem er að flytja til Danmerkur.  Hann var að koma að utan þar sem að hann var að skoða íbúðarhúsnæði fyrir fjölskylduna og möguleika á því að setja af stað viðskiptahugmynd sem hann gengur með í maganum.

Í bænum sem að hann er að hugsa um að setjast að í er allur mögulegur stuðningur frá hinu opinbera til staðar. Það er hægt að fá viðtal við manneskju sem að leiðbeinir manni í gegnum bjúrókrasíuna (nýyrði?) og svo fékk hann viðtal við stuðningsfulltrúa kommúnunar við ný fyrirtæki.

Sú hin sama sagði honum frá því að m.a. væru í boði verulegir skattafslættir og lækkun á gjöldum, ásamt því að kommúnan leggði til í formi láns án afborgana 1.000.000.- danskra króna og ef að hugmyndin hans skapaði 3 ný störf innan 3ja ára að þá þyrfti hann ekki að endurgreiða lánið!!!

Ég endurtek, ef hugmyndin hans skapar 3 ný störf innan 3ja ára þá þarf hann ekki að endurgreiða lánið.  Af hverju eru hugmyndir sem þessar álitnar slæmir kostir á Íslandi?  Af hverju er alltaf talað um "Sænsku aðferðina" og "Norsku aðferðina" nánast með háði þegar við nefnum stuðning við atvinnu uppbyggingu á landsbyggðinni í einhverju öðru formi en stórðiju?

Opnum augun, það eru í boði margar áhugaverðar lausnir. Við þurfum að virkja frumkvöðla eðli okkar Íslendinga, það er jú verulega hátt hlutfall frumkvöla hér miðað við Evrópu almennt og við eigum að sjálfsögðu að nýta það til hins ítrasta.

Sköpum líka skemmtileg störf á landsbyggðinni.


Ætli síðdegisútvarp Bylgjunnar hafi svona mikið að segja??

Hlustaði á leiðinni heim í gær í bílnum á viðtal við Mumma mótor í síðdegisútvarpi Bylgjunnar.

Þar sagði hann m.a. frá ágætu samstarfi við félagsmálaráðherra og alveg óskaplegu sambandsleysi við Siv Friðleifsdóttur, en hana var hann víst búinn að vera að reyna að ná í síðan einhvern tíma 2006.  Margítrekað.  Greinilega afar mikið að gera hjá henni blessaðri.
Flokksbróður hennar Magnúsi hefur augljóslega fundist nóg komið og ákveðið að bæta þar úr.

Spurning með hvernig Götusmiðjunni reiði af þegar Framsóknarflokkurinn verður kominn í stjórnarandstöðu?  Verðum við ekki að bjóða fram aðstoð okkar?  Meðferðun unglinga á vel við græna pólitík, engin spurning.


mbl.is Götusmiðjunni boðið húsnæðið að Efri-Brú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur fyrir mig inn á spurninguna um trúfrelsi....

Ég er Kristinn. Heiti Baldvin, en er Kristinn.  Ég kýs að halda Föstudaginn langa hátíðlegan, en ég kýs það fyrir mig.  Ég geri ekki þá freklegu kröfu að allir skulu hlíta mínum hugmyndum um trú og sakramenti.

Af hveru á allt að vera miðstýrt? Af hverju geta fjölskyldur landsins ekki valið sjálfar hvort að þær vilji slökkva á sjónvarpinu, sleppt því að fara í leikhús eða á uppistandskeppni á Föstudaginn langa?

Ég vel fyrir mig að halda Föstudaginn langa hátíðlegan, ég vil líka að þú veljir fyrir þig Wink


mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing gróðurhúsaáhrifanna?

Þetta er eitt af mörgum frávikum undanfarinna ára sem vísa til breytinga loftlags í heiminum.

Fllóðbylgjur, fellibylir og háar hitatölur í Evrópu undanfarin sumur miðað við meðaltelið í bland við ofsarigningar og flóð sem þeim fylgja.

Er ekki nóg að gerast til þess að þó ekki væri nema grunur um að við gætum brugðist við með breyttum lífstíl, yrði til þess að við raunverulega breyttum einhverju??

Við endurvinnum mjólkurfernur og blöð á mínu heimili og erum verulega náttúruvæn í hugsun, en þarf ekki meira til?  Þurfum við ekki að umbylta hugmyndum þjóðarinnar? Vesturlandabúa? Heimsins?

Eru peningar og völd ekki að stjórna bara af því að við trúum því að það eigi að vera svoleiðis??


mbl.is Varað við annasömu fellibyljatímabili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænn eða grár? Gulur eða blár? Rauður er að sjálfsögðu málið :)

Mikið gaman að koma sterkir inn á lokasprettinum Cool

Lífið er ekki bara grátt og grænt sem betur, stundum er svo gott að slaka á yfir góðum bolta.


mbl.is Liverpool á grænni grein eftir 3:0 sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott aprílgabb hjá Stöð 2, kom mér á óvart að Björn Bjarnason skuli hafa þetta ágætan húmor

http://visir.is/article/20070402/FRETTIR01/70402038

Smell passar við fréttina að detta inn á Boot Camp æfingu, og var í flottu samhengi við fréttir daganna á undan Cool

Fá 1. sæti í mínum bókum á íslenskan mælikvarða.  Finndist samt gaman að vita hversu margir féllu fyrir gabbi Google með þráðlausa internettengingu í gegnum klóaklagnir.


Burtséð frá skorti á sönnunum, er þetta atferli beinlínis ólöglegt??

Fór að velta því fyrir mér þegar ég las fréttina, burtséð frá siðferðilegum hugmyndum manna um samskipti manna og viðskipti. Er ólöglegt að kaupa deyjandi samkeppnisaðila?

Við vitum að það er ólöglegt að misnota markaðsstöðu sína eins og Icelandair gerði á þessum tíma, en er hægt að ráðast svona opinberlega á Pálma?

Skil að sjálfsögðu vel sárindi stofefnda félagsins, en sárindi verða auðveldlega að gremju á lengri tíma og þessar yfirlýsingar lykta meira af gremju en staðfestum upplýsingum um brot.

Brot á samkeppnis lögum jú, það liggur fyrir. En braut Pálmi persónulega á þeim??


mbl.is Segja Pálma eiga persónulegan þátt í rekstrarerfiðleikum IE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband