Virkilega ánægjulegt framtak hjá Google og samstarfsaðilunum með verkefninu

Þetta er algerlega lýsandi fyrir það sem þarf að gerast í heiminum.  Við verðum að fá upp á borðið og opinbera þessi mál allsstaðar. Það er í gegnum feluleiki og spillingu sem að heimsmyndin hefur fengið að þróast í hundruði ára og ég er algerlega sannfærður án nokkurs vafa að lausnin er að opinbera sannleikann.  Eins og segir í góðri bók: "Sannleikurinn mun gera ykkur frjálsa".

Gott dæmi um þetta er sagan af konunni í Pakistan sem komst í heimsfréttirnar fyrir nokkru síðan eftir að hún var dæmd af þorpsráðinu sínu til að þurfa að þola hópnauðgun sem refsingu fyrir eitthvað sem bróður hennar "átti" að hafa gert. Kom sem sagt síðar í ljós að það voru lognar sakir.  Skv. hefðinni var reiknað með í þorpinu að hún myndi síðan eins og góðri stúlku sæmir, fremja sjálfsmorð vegna skammarinnar í beinu framhaldi.  Hún með gríðarlegu hugrekki kaus hins vegar að gera það ekki.  Hún kaus að standa gegn nánast öllum í þorpinu og ærði yfirvöldum m.a.s. þegar málið fór lengra og berjast gegn þessu gríðarlega óréttlæti.

En það var opinberun málsins sem varð henni helst til bjargar.  Hún hefði nefnilega væntanlega bara verið myrt fljótlega fyrst að hún gat ekki hunskast til að sjá um það sjálf.

Það var það að málið varð opinbert í heiminum í gegnum franska blaðakonu sem var henni til bjargar.

Í dag er hún Mukhtar búin að byggja skóla í þorpinu sínu í Pakistan og farin að kenna börnum og læra með þeim, því hún var að sjálfsögðu bæði ólæs og skrifandi eins og konur almennt á þessu svæði heimsins.

Já, sannleikurinn mun gera okkur frjáls.


mbl.is Google hjálpar Darfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband