Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Flokksræðið, styrkir og hagsmunatengsl
11.4.2009 | 01:06
Þetta á vel við dagsetninguna þykir mér. Á föstudaginn langa er vel við hæfi að setjast niður, horfa í eigin barm og endurskoða heiðarlega það í eigin fari sem þarfnast skoðunar við. Það er hverri sálu nauðsynlegt með mjög reglulegu millibili, í mínu tilfelli til að mynda þarfnast ég þess mun oftar en aðeins einu sinni á ári.
Var að ræða við góðan félaga fyrr í kvöld niður í Laugardagshöll þar sem að árlega er haldin afmælisfundur AA samtakanna og er hann opinn öllum sem vilja þangað koma, hvort sem að þeir eru alkóhólistar, aðstandendur eða einfaldlega áhugamanneskjur um starf samtakanna. En hvað um það.
Þessi félagi minn, sem er mikill dugnaðarforkur og ötull félagsmaður innan Fálkaflokksins, vildi líkja flokknum sínum við alkann fyrst eftir meðferð. Alkinn er svona farinn að gera sér grein fyrir því að það er ýmislegt sem þarf að takast á við, en gerir sér þó langt í frá skýra grein fyrir því hversu umfangsmikið verkið er framundan.
Ég tók undir með honum, en þó aðeins að því leyti til að Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið meira eins og alkinn sem er nýkominn af snúrunni og trúir því að núna sé allt í lagi. Að þetta hafi verið ömurlegt og afar óheppilegt fyrir meðferðina, en nú sé allt í himnalagi. Undir niðri gerir alkinn sér grein fyrir því að það er kannski eitthvað eftir í skúmaskotum sem þarf að taka á, en út á við vill hann líta vel út.
Sjálfstæðisflokkurinn er í miðri kosningabaráttu og reynir því sem hann getur að líta sem best út út á við. Það tel ég að myndi reynast flokknum mun meiri styrkur að horfast bara ískalt í augu við staðreyndir málsins, axla á þeim ábyrgð og biðjast fyrirgefningar. Slík framkoma myndi án efa skila þeim aftur fyrir kosningar einhverjum af þeim hundruðum sem mér skilst að hafi sagt sig úr flokknum í dag, bæði formlega og óformlega.
Borgarahreyfingin er í dag raunverulegur valkostur fyrir þá sem komnir eru með nóg af Valhöll í bili. Borgarahreyfingin eins og marg oft hefur komið fram er ekki flokkur í hefðbundnum skilningi þess orðs, heldur breytingaafl sem ætlar sér að koma hér á eðlilegu lýðræði aftur, lýðræði í stað flokksræðis.
Við erum flest sammála um það að nú er Sjálfstæðisflokknum hollast að fá góða hvíld frá stjórnarsetu til upstokkunar, tiltektar og endurreisnar. Til að tryggja flokknum það uppgjör og þá auðmýkt sem slík vinna krefst þarftu að kjósa eitthvað annað að þessu sinni.
Borgarahreyfingin er að berjast fyrir þig í því að færa þér aftur réttborið vald þitt sem þátttakandi í lýðræðissamfélagi og þarf þinn stuðning til verksins. http://xo.is fyrir nánari upplýsingar.
Framhaldið í höndum formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða uppgjör er Þorgerður Katrín að tala um??
10.4.2009 | 13:01
Neðangreint fékk ég sent á tölvupósti og langar að deila með ykkur:
Í Bandaríkjunum er góð stemning og almenningur vongóður um betri tíma.
Hinn ungi forseti, Obama, hefur kallað hæft og dugmikið fólk til valda og sagt skilið við klíkuskap og flokksdindla.
Á Íslandi er sagan önnur.
Þar ráða fulltrúar úrelts kerfis flokkræðis, einkavinavæðingar og hagsmunagæslu fyrir flokksgæðinga, sem sett hefur þjóðina á hausinn og gert orðið Íslendingur að skammaryrði um hinn vestræna heim. Rúnir trausti vilja þeir engu að síður fá að halda áfram að skipa hæfileikasnauða vini og vandamenn í æðstu embætti og ulla á umsækjendur með meiri reynslu og menntun að baki. Þeir vilja fá að ráðstafa peningum okkar og auðlindum til þeirra sem eru handgengnir flokknum, án tilltits til hagsmuna almennings.
Þannig verður þetta áfram, ef almenningur rís ekki upp.
Flokkarnir bíða aðeins eftir því að mótmæli hans fjari út, svo að þeir geti teki upp fyrri siði.
Það má ekki gerast.
Nú er tækifæri til að ganga að flokksræðiskerfinu dauðu.
Breiðfylking almennings verður að bjóða fram í komandi kosningum og ná hreinum meirihluta.
Að öðrum kosti munu gömlu flokkarnir hugsa sér gott til glóðarinnar.
Litlu flokkarnir munu hlaupa í sæng með Íhaldinu, Framsókn, VG eða Samfylkingunni, ef tækifæri gefst og halda ótrauðir áfram með gamla kerfið. Eða halda menn til dæmis, að Framsóknarflokkurinn hafi eitthvað breytst, þótt hann hafi kosið nýja forystu. Flokkurinn sem ,,gaf" Búnaðarbankann og muldi undir flokksgæðinga sína, þannig að fyrrverandi ríkisstarfsmenn á miðlungslaunum urðu allt í einu milljarðamæringar.Og hinir flokkarnir eru engu betri.
Til þess að breiðfylkingin komist til valda, þarf hún að tilkynna fyrir kosningar hverjir munu mynda ríkisstjórn hennar. Hún á að undirstrika aðgreiningu framkvæmda- og löggjafarvalds með því að tilnefna hæfustu menn í öll ráðherraembætti og hafa þá ekki á framboðslistum til alþingis.
Gömlu flokkarnir tala venjulega niður til almennings og halda því fram, að aðeins innan þeirra raða sé hæft fólk til þess að verða ráðherrar. Svo er nú aldeilis ekki, eins og undanfarnir atburðir hafa sannað. Í kjölfar bankahrunsins hefur komið fram á sjónarsviðið fullt af duglegu og hæfu fólki utan flokkakerfisins, sem betur væri treystandi fyrir æðstu stjórn landsins.
Ekki veitti nú af að finna góðan mann í fjármálaráðuneytið til að sjá fram úr því hvernig við eigum að borga til baka þá þúsundir milljarða, sem ríkisstjórn afglapa og útrásargæðingarnir hafa skellt á bak okkar. Að sjálfsögðu þarf svo að finna hæft og gott fólk til að manna framboðslistana. Slík breiðfylking ætti ekki að stefna að því að verða varanleg. Þegar hún hefur lokið hreingerningu sinni og komið gömlu flokkunum út í hafsauga, ætti hún að draga sig í hlé og fela nýjum hreyfingum fólkins að standa vörð um lýðræðið til frambúðar.
Breiðfylking almennings hefur allt að vinna og engu að tapa.
Ef hún vinnur kosningarnar, getur hún hafið nauðsynlegar umbætur á íslensku þjóðfélagi.
Boðað til stjórnlagaþings, breytt stjórnarskrá, undirbúið tillögur um að fjöldi þingmanna miðist í hlutfalli við fjölda kjörbærra í hverju kjördæmi fyrir sig, að endurskoðuð verði kjördæmaskipan á landinu og kjördæmin á Höfuðborgarsvæðinu verði að einu kjördæmi, nýja kosningalöggjöf til að koma í veg fyrir flokkræðisvald með upptöku persónukjörs.
Ef ekki tekst að ná meirihluta á alþingi, mun allt sitja við það sama.
Gömlu flokkarnir hrósa happi og halda uppteknum hætti, skipta með sér gæðum landsins og raða vanhæfum flokksþjónum í bitlingastöður.
Kjósum Þjóðina á Þing!
Kjósum XO!
Hvítþvegin bleyjubörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það verður gaman að fylgjast með framvindu þessa máls. Hvort og þá hversu lengi krakkarnir fá frið þarna til að mynda.
Þetta hús er að ég held í eigu Engilberts stórgrósers sem tók þátt í stórkostlegum uppkaupum á hverfinu þarna til þess að rífa öll þessi gömlu hús og byggja risakumbalda þarna í staðinn og selja á hæsta fermetra verði sem þekkist á Íslandi.
Það hét 2007 "framþróun". Við erum sammála um það mörg í dag að það er bara "voða 2007"
Hústökufólk á Vatnsstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um leið og lýðræðisskekkja fjölmiðlanna lagast aðeins snareykur Borgarahreyfingin fylgi sitt!
9.4.2009 | 15:26
Merkilegt nokk hversu augljóst þetta kemur fram hér í könnuninni. Síðastliðna viku hefur Borgarahreyfingin loksins fengið meiri tíma í fjölmiðlum, ekki sambærilegan tíma á við fjórflokkinn, en meiri tíma þó. Okkur hefur verið afar vel tekið eftir kosningasjónvarps þættina og finnum fyrir miklum meðbyr hjá fólki sem að er að hringja í okkur eftir útsendingarnar og lýsa yfir stuðningi við okkur og peppa í okkur stálinu.
Það er hins vegar enn vandi hvað við mælum lágt ennþá hjá konunum og bið ég ykkur konur góðar að leiðbeina okkur með það hvað við þurfum að gera til að ná betur til ykkar? Ef við fengjum svipað fylgi hjá konum og körlum værum við komin í um 6% fylgi nú þegar og enn rúmar 2 vikur í kosningar.
Enn og aftur er þó vert að benda á það að yfir 40% eru enn óákveðnir eða svara ekki í könnuninni. Það er fólkið sem að mig langar mest að tala við núna.
Ég bið ykkur frá innstu hjartans rótum að skoða hug ykkar vel. Ég er ekki að biðja ykkur endilega um að kjósa Borgarahreyfinguna þó að mér finnist það augljóslega besti kosturinn. En hvað sem þið gerið, kjósið! Lýðræðið í landinu virkar illa í dag og alls ekki sem skyldi ef stór hluti þjóðarinnar tekur ekki þátt í því. Með því að taka ekki þátt ertu í raun að samþykkja að spillta kerfið sem nú ræður hér fái að ráða áfram.
Borgarahreyfingin er hreyfing óspilltra frambjóðenda og við ætlum að taka til óspilltra málanna!
Samfylking eykur forskot sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðleysi Sjálfstæðisflokks forystunnar heldur áfram að opinberast
9.4.2009 | 10:55
Í gær átti að fórna fyrrum formanni á spillingarbálið til þess að verja hagsmuni flokksins. Það fannst mér afar ljótur en augljós leikur af þeirra hálfu. Í dag kemur í ljós að Guðlaugur Þór er hvatamaðurinn og því miður finnst mér þetta vera eitthvað sem myndi passa algerlega við mína tilfinningu af honum í gegnum árin.
Ég skil hreint ekkert orðið í mörgum a þeim góðu félögum sem að ég á innan Sjálfstæðisflokksins. Þið eruð gott og siðlegt fólk, þið eruð fólk sem hafið haldið ykkur innan flokksins vegna bæði hollustu og þeirrar einlægu trúar að flokkurinn sé besta leiðin til að koma hér á raunverulegum endurbótum og heilbrigðu samfélagi.
Hvað þarf mikið að ganga á til að þið vaknið af Þyrnirósar svefninum?
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
FRÉTTATILKYNNING FRÁ BORGARAHREYFINGUNNI
8.4.2009 | 23:17
Skuldir Íslands og íslendinga.
Er stjórnvöldum treystandi?
Nýlega fram komnar upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð.
Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt. Framsaga þeirra beggja í Silfri Egils s.l. sunnudag og á fundum í Háskóla Íslands og á Grand Hóteli á mánudaginn hefur vakið mikla athygli en jafnframt sætt nánast algerri þöggun í stjórnkerfinu og mörgum helstu fréttamiðlunum s.s. RÚV sjónvarpi og útvarpi og Morgunblaðinu.
Ljóst virðist að Ísland stendur á barmi þjóðargjaldþrots og að skuldir af völdum bankahruns og efnahags óstjórnar eru sennilega meiri en hægt er að ráða við. Ekki fæst staðfest hversu háar skuldir þjóðarinnar eru, en stjórnvöld halda samt áfram með stöðugar yfirlýsingar um að fær leið sé út úr skuldafeninu með hefðbundum tekjustreymis aðferðum ríkissjóðs, s.s. skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði útgjalda.
Kominn er tími til að stjórnvöld geri þjóðinni nákvæmlega grein fyrir hverjar skuldirnar eru, en hegði sér ekki eins og fyrrverandi ríkisstjórn sem hélt mikilvægum upplýsingum um væntanlegt hrun leyndum fyrir þjóðinni. Hér er á ferðinni mál sem skiptir alla íslendinga gríðarlegu máli, mál sem heggur að grundvallar lífsskilyrðum okkar, barna okkar og jafnvel barna-barna þar sem vegferð stjórnvalda virðist vera sú að skera samfélagsáttmála þjóðarinnar í ræmur sem aldrei verður aftur byggt á.
Bæði Hudson og Perkins hafa bent á að aðferðir AGS, þær sömu og íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, hafa valdið stórkostlegum skaða til áratuga í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Á hinn bóginn hefur þeim löndum sem hafnað hafi meðulum AGS jafnan vegnað mun betur og þau verið fljótari að rétta úr kútnum eftir áföll.
Hagsmunir almennings hljóta að krefjast þess að samstarfið við AGS verði endurskoðað og að leitað verði annarra leiða út úr skuldafeninu. Gleymum því ekki að það var ekki almenningur sem stofnaði til þessara skulda heldur örfáir fjárglæframenn í samvinnu við vanhæfa ríkisstjórn og stjórnsýslu.
Það er krafa okkar að það verði fjallað um þetta mál í fjölmiðlum og á Alþingi.
Við skrifuðum ekki upp á skuldir auðmanna, og við eigum ekki að borga þær.
Borgarahreyfingin þjóðin á þing, 8. apríl 2009.
Myndbandið sem vísað var á í athugasemd með færslunni:
Geir segist bera ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2009 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enn sjáum við bara toppinn á ísjakanum - hvenær fáum við að sjá aðgerðir gegn raunverulegum höfuðpaurum í efnahagshruni Íslands?
8.4.2009 | 15:11
Hér er um að ræða leiðan atburð og eflaust fleiri svona sem bíða þess að verða uppgötvaðir. Það er einfaldlega gríðarleg freisting, freisting sem fáir standast til fullnustu, að vera að höndla með gríðarlegar fjárhæðir daginn út og inn án þess að virðist að haft sé strangt eftirlit með slíkum færslum.
Ekki skilja mig þannig að ég sé að réttlæta aðgerðir þessara manna í viðhengdri frétt, alls ekki. En öll búum við við það eðli að geta fallið fyrir freistingum og þá sérstaklega þegar að sýnt virðist að við komumst væntanlega upp með það. Kannski þess vegna sem okkur er svo tamt að segja að einhver hafi "lent" í því að stela.
En hvað með stóri glæpamennina? Þessa sem gengur frá kerfinu á Íslandi eins og það lagði sig. Ekki bara álfurstana sem John Perkins er að vísa til í myndböndunum hér að neðan, heldur þessa sem að með gríðarlegum innherja viðskiptum og fjársvikum tæmdu allt eigið fé úr íslensku atvinnulífi. Hvenær fáum við að sjá aðgerðir gegn þeim? Aðgerðir sem að allir lögfræoðir aðilar sem að ég hef talað við eru sammála um að væri hægt að setja af stað á innan við einu dagsverki.
Enn og aftur segi ég þér hér, ef þú ert sátt/ur við að greiða það sem eftir er ævi þinnar skuldir þessara glæpamanna þá skaltu endilega kjósa DBS. Ef þú hins vegar vilt að rannsakað verði hvað raunverulega gerðist af óháðum aðilum og ekki greitt nema okkur beri sannarlega að gera það, þá skaltu kjósa okkur í Borgarahreyfingunni.
Borgarahreyfingin hefur það skýrt í sinni stefnu að þessi mál verði rannsökuð og að við greiðum ekki Icesave og aðra sambærilega "reikninga" nema að fyrirliggi um það samdóma álit óháðra sérfræðina.
Borgarahreyfingin býður fram sína krafta til þess að verja okkur og börnin okkar gegn stærsta arðráni sem hér hefur farið fram, fyrr og síðar.
Hvaða afstöðu ætlar þú að taka?
Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýja óskabarn þjóðarinnar - CCP - heldur áfram að vaxa. 5 milljón dala hagnaður á árinu 2008
8.4.2009 | 00:46
Einn helsti og stærsti hluthafi CCP er Björgólfur Thor. Það er ánægjulegt að lesa um velgengni fyrirtækja í hans eigu, hann mun þá væntanlega fyrr getað staðið við þær skuldbindingar sem að hann ætlar nú okkur að greiða fyrir sig.
Saga CCP er saga raunverulegra frumkvöðla, elju þeirra og erfiðleika í upphafi.
Saga Björgólfs Thors er einhvern veginn allt öðruvísi vænti ég. Eitthvað meira í líkingu við myndina Crossroads sem var sæmilega vinsæl hér um árið.
CCP græddi fimm milljón dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það að rétt um 320.000 manna samfélag skuli eiga orðið sendiráð í 23 löndum víðsvegar um heiminn að ótöldum öllum skrifstofunum til viðbótar sem reknar eru í tugum landa? Og ekki bara einhver sendiráð eða húsnæði, heldur í flestum tilfellum húsnæði á besta stað í dýrustu hverfum sem völ er á. Slátturinn hefur verið mikill og allt gert til að láta okkar afar fámennu eyju virka sem voldugasta á allan máta. Þetta er bara voða 2007.
Það er ekki verið að segja að öll utanríkisþjónustan hafi verið illa rekin eða slök. Það er hins vegar ljóst að þessi mikli fjöldi sendiráða og til dæmis allur sá kostnaður sem settur var í að sækja um sæti í Öryggisráðinu eru mistök sem við verðum að sýna þá auðmýkt gagnvart að læra af og leggja af þennan mikla rembing sem hefur einkennt þetta starf.
Borgarahreyfingin mun taka til í utanríkismálunum sem og annarsstaðar í stjórnsýslunni.
Settu X við O í komandi kosningum og njóttu ávaxtanna af uppgjöri við fortíðina og lýðræði til framtíðar.
Engir kokteilpinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Evra eða ekki evra? - Við megum ekki samþykkja að greiða Icesave og aðrar skuldir bankanna
7.4.2009 | 13:57
Borgarahreyfingin tekur alveg skýrt og án alls pólitísks þvaðurs á því í stefnu sinni að við munum ekki greiða erlendar skuldir óreiðumanna án þess að um það liggi fyrir staðfest álit stórs hóps hlutlausra sérfræðinga. Að taka á sig þessa svakalegu skuldaklafa bara til þess að halda einhvers konar vináttu gangandi við Breta og aðrar þjóðir sem málið snertir er bara einfaldlega ekki réttlætanlegt og alls ekki á börnin okkar allra leggjandi.
Í stefnu okkar segir um þetta í fyrsta hluta:
6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.
Síðar segir einnig:
Trúverðug rannsókn á íslenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur
Hlustið svo endilega á Hjálmar Hjálmarsson leikara flytja okkur hér smá pistil um það að skulda:
AGS tjáir sig ekki um „skjalið sem lak út“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |