Evra eða ekki evra? - Við megum ekki samþykkja að greiða Icesave og aðrar skuldir bankanna

Borgarahreyfingin tekur alveg skýrt og án alls pólitísks þvaðurs á því í stefnu sinni að við munum ekki greiða erlendar skuldir óreiðumanna án þess að um það liggi fyrir staðfest álit stórs hóps hlutlausra sérfræðinga. Að taka á sig þessa svakalegu skuldaklafa bara til þess að halda einhvers konar vináttu gangandi við Breta og aðrar þjóðir sem málið snertir er bara einfaldlega ekki réttlætanlegt og alls ekki á börnin okkar allra leggjandi.

Í stefnu okkar segir um þetta í fyrsta hluta:

6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.  Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.

Síðar segir einnig:
Trúverðug rannsókn á íslenska efnahagshruninu fari af stað undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur

Hlustið svo endilega á Hjálmar Hjálmarsson leikara flytja okkur hér smá pistil um það að skulda:

 


mbl.is AGS tjáir sig ekki um „skjalið sem lak út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að ég kjósi ykkur en fannst það mjög lélegt hversu auðséð hann var að lesa af plaggi í auglýsingunni, hefðuð mátt hafa lesefnið beint fyrir ofan myndavélina, kannski er maður bara svo góðu vanur??

Ragnar (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Amm, þetta stakk mig fyrst en svo fannst mér það bara sætt eiginlega hvað þetta er amatörlekt svona.  Undirstrikar eiginlega ágætlega að við erum bara venjulegt fólk að berjast fyrir breytingum.

Baldvin Jónsson, 7.4.2009 kl. 14:11

3 identicon

Venjulegt fólk (með blauta pólitíska drauma) sem komst ekki að í sínum gömlu flokkum? Af hverju ætti Ragnar að kjósa Þráinn á þing svo hann fari aftur í Framsóknarflokkinn á miðju kjörtímabili?

Grímur H. Kolbeinsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:20

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þráinn á heiður skilinn fyrir að standa með sannfæringu sinni, þú í rætni og óútskýrðrði gremju gagnvart honum mátt alveg vera ósammála mér Grímur. Þráinn hefur verið miðjumaður alla tíð og því vonað að Framsóknarflokkurinn stæði sína plikt. Þráinn hefur hinsvegar tvisvar sinnum sagt sig úr honum og ég hef nákvæmlega enga trú á því að þeir muni vinna hjarta hans aftur. Það mun hins vegar ekki vera mitt að velta fyrir mér hvert hann fer þegar að Borgarahreyfingin hefur lagt sig niður.

Þráinn sagði sig úr Framsóknarflokknum. Fyrst þegar að þeir (Halldór Ásgrímsson einhliða fyrir hönd flokksmanna) lýstu yfir stuðningi við Íraksstríðið. Hann gekk aftur til liðs við flokkinn þegar að þeir lýstu yfir lýðræðislegum endurbótum, uppgjöri við fortíðina og nýju fólki. Þegar að í ljós kom að þær yfirlýsingar voru aðeins hjóm eitt og að ekki stæði til að halda lýðræðislegt prófkjör hjá þeim heldur bara að stilla upp fólki eftir skipun formannsins, þá sagði hann sig úr Framsóknarflokknum öðru sinni.

Þráinn talar ekki þannig til Framsóknarflokksins í dag að ég eigi von á því að þeir nái að vinna traust hans aftur.

Þráinn, í þeim samskiptum sem að ég hef átt við hann, er einlægur baráttumaður lýðræðis í landinu. Hann vill raunverulega sjá málefnin okkar ná í gegn og er tilbúinn til að vinna að því.

Gremja þín Grímur gagnvart Þránni er mér illskiljanleg. Þar fyrir utan erum við enn að þrýsta á núverandi ríkisstjórn um að þau standi við loforð sín um persónukjör í komandi kosningum. Náist það í gegn er Þráinn, eins og ég og allir aðrir frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar, aðeins einn af 126 frambjóðendum og kjósendum okkar verður í sjálfsvald sett að merkja við þau okkar sem þeir vilja sjá á Alþingi. Líki þér ekki við Þráinn þá kýstu hann einfaldlega ekki heldur eitthvert okkar sem þér treystir frekar til verksins.

Líst þér ekki vel á það sem við erum að gera og stefnum á?

Baldvin Jónsson, 7.4.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta með icesave og skuldir bankana erlendis er einfalt. Við eigum EKKI að borga skuldir bankana erlendis. Mun færa fyrir þ´vi sterk rök vonbráðar, er svolítið byssí Baldvin af ástæðum sem þú þekkir.

Arinbjörn Kúld, 8.4.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband