FRÉTTATILKYNNING FRÁ BORGARAHREYFINGUNNI

Skuldir Íslands og íslendinga.
Er stjórnvöldum treystandi?

Nýlega fram komnar upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð.

Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt. Framsaga þeirra beggja í Silfri Egils s.l. sunnudag og á fundum í Háskóla Íslands og á Grand Hóteli á mánudaginn hefur vakið mikla athygli en jafnframt sætt nánast algerri þöggun í stjórnkerfinu og mörgum helstu fréttamiðlunum s.s. RÚV –sjónvarpi og útvarpi og Morgunblaðinu.

Ljóst virðist að Ísland stendur á barmi þjóðargjaldþrots og að skuldir af völdum bankahruns og efnahags óstjórnar eru sennilega meiri en hægt er að ráða við. Ekki fæst staðfest hversu háar skuldir þjóðarinnar eru, en stjórnvöld halda samt áfram með stöðugar yfirlýsingar um að fær leið sé út úr skuldafeninu með hefðbundum tekjustreymis aðferðum ríkissjóðs, s.s. skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði útgjalda.

Kominn er tími til að stjórnvöld geri þjóðinni nákvæmlega grein fyrir hverjar skuldirnar eru, en hegði sér ekki eins og fyrrverandi ríkisstjórn sem hélt mikilvægum upplýsingum um væntanlegt hrun leyndum fyrir þjóðinni. Hér er á ferðinni mál sem skiptir alla íslendinga gríðarlegu máli, mál sem heggur að grundvallar lífsskilyrðum okkar, barna okkar og jafnvel barna-barna þar sem vegferð stjórnvalda virðist vera sú að skera samfélagsáttmála þjóðarinnar í ræmur sem aldrei verður aftur byggt á.

Bæði Hudson og Perkins hafa bent á að aðferðir AGS, þær sömu og íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, hafa valdið stórkostlegum skaða til áratuga í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Á hinn bóginn hefur þeim löndum sem hafnað hafi meðulum AGS jafnan vegnað mun betur og þau verið fljótari að rétta úr kútnum eftir áföll.

Hagsmunir almennings hljóta að krefjast þess að samstarfið við AGS verði endurskoðað og að leitað verði annarra leiða út úr skuldafeninu. Gleymum því ekki að það var ekki almenningur sem stofnaði til þessara skulda heldur örfáir fjárglæframenn í samvinnu við vanhæfa ríkisstjórn og stjórnsýslu.

Það er krafa okkar að það verði fjallað um þetta mál í fjölmiðlum og á Alþingi. 
Við skrifuðum ekki upp á skuldir auðmanna, og við eigum ekki að borga þær. 

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing, 8. apríl 2009.

Myndbandið sem vísað var á í athugasemd með færslunni:


mbl.is Geir segist bera ábyrgðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum ekki að borga Icesafe-skuldirnar, heldur benda Bretunum á hvar innistæðurnar er að finna, þ.e. á þeirra eigin skattaskjólum (Cayman og Tortola eða hvað þetta heitir). Þaðer út í hött að skuldsetja okkur hér til áratuga meðan hinir eiginlegu skuldarar njóta lystisemda lífsins í skíðabrekkum (DV í dag), eða á lúxussnekkjum í Kyrrahafi.

Ps. Baldvin ertu til í að setja greinarskil þegar þú skrifar svona langan pistil?

Kolla (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Offari

Ég held því miður að fjórflokkarnir skilji ekki vandamálið.

Offari, 8.4.2009 kl. 23:57

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

:) Takk fyrir ábendinguna Kolla. Ég afritaði þetta úr Word og greinarskilin virðast ekki hafa skilað sér. Lagfæri það hið snarasta.

Baldvin Jónsson, 9.4.2009 kl. 00:01

4 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 00:04

5 identicon

Það hefur verið þaggað niður.  Á meðan fólk er í sjokki heyrist ekki púst í fjölmiðlum og yfirvöldum.

EE elle (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband