Um leið og lýðræðisskekkja fjölmiðlanna lagast aðeins snareykur Borgarahreyfingin fylgi sitt!

Merkilegt nokk hversu augljóst þetta kemur fram hér í könnuninni. Síðastliðna viku hefur Borgarahreyfingin loksins fengið meiri tíma í fjölmiðlum, ekki sambærilegan tíma á við fjórflokkinn, en meiri tíma þó. Okkur hefur verið afar vel tekið eftir kosningasjónvarps þættina og finnum fyrir miklum meðbyr hjá fólki sem að er að hringja í okkur eftir útsendingarnar og lýsa yfir stuðningi við okkur og peppa í okkur stálinu.

Það er hins vegar enn vandi hvað við mælum lágt ennþá hjá konunum og bið ég ykkur konur góðar að leiðbeina okkur með það hvað við þurfum að gera til að ná betur til ykkar? Ef við fengjum svipað fylgi hjá konum og körlum værum við komin í um 6% fylgi nú þegar og enn rúmar 2 vikur í kosningar.

Enn og aftur er þó vert að benda á það að yfir 40% eru enn óákveðnir eða svara ekki í könnuninni. Það er fólkið sem að mig langar mest að tala við núna.

Ég bið ykkur frá innstu hjartans rótum að skoða hug ykkar vel. Ég er ekki að biðja ykkur endilega um að kjósa Borgarahreyfinguna þó að mér finnist það augljóslega besti kosturinn. En hvað sem þið gerið, kjósið! Lýðræðið í landinu virkar illa í dag og alls ekki sem skyldi ef stór hluti þjóðarinnar tekur ekki þátt í því. Með því að taka ekki þátt ertu í raun að samþykkja að spillta kerfið sem nú ræður hér fái að ráða áfram.

Borgarahreyfingin er hreyfing óspilltra frambjóðenda og við ætlum að taka til óspilltra málanna! 

 


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér um að það er uggvænlegt hve margir segjast ekki ætla að kjósa! Ef fólk er óánægt þá er besta leiðin að gera eitthvað í því! Ástæðan fyrir því að fólk er óánægt er sú að gamla leiðin virkaði ekki og þess vegna finnst mér einsýnt að það þarf að velja einhverja nýja leið.

Óánægt fólk sem situr heima og heldur að sér höndum situr fast í því gamla í stað þess að taka ákvörðun um að taka til hendinni og breyta. Vonandi áttar það sig á því sjálft fyrir 25. apríl.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.4.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Er Borgaraflokkurinn ekki sífellt að komast betur að því að hann þarf að haga sér eins og flokkur til að taka þátt í umræðunni. Fólk þarf að vita hver afstaða flokka er í helstu málum svo fólk geti fundið sig meðal flokkanna. Það þarf skipulag til að stjórna, lýðræðið er ekkert einfalt og allir kjósendur eru ekki sérfræðingar í stjórnsýslu.

Kristinn Svanur Jónsson, 9.4.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

BorgaraHREYFINGIN Kristinn Svanur vissi frá fyrsta degi að við myndum þurfa að taka þátt í umræðunni sem "flokkur" (er reyndar skilgreint sem "samtök" í kosningalögunum) en við höfum haft um það skýra stefnu að verða samt ekki eins og flokkarnir. Þ.e.a.s. við ætlum okkur ekki að taka þátt í stjórnmálaþrasinu, pólitíska jargoninu. Við ætlum alltaf að segja bara satt.

Það er svo einföld leið til gagnsæis - hún er að vera bara heiðarlegur.

En ertu ekki ánægður með að sjá hvað er farið að bera meira á okkur?

Baldvin Jónsson, 10.4.2009 kl. 01:20

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flestir sem ég hef rætt við um pólitík í vinnunni minni á barnum vilja ekki sjá þessar aðildarviðræður við ESB.  Og þessvegna vilja þeir ekki ræða um að kjósa Borgarahreyfinguna, ætla frekar að sitja heima. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2009 kl. 01:31

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

samkvæmt því sem Jóna segir þá er talsvert mikið um heimska íslendinga á börunum heima...

Óskar Þorkelsson, 10.4.2009 kl. 07:21

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jóna Kolbrún, það er ekki í stefnu Borgarahreyfingarinnar að sækja um aðild. Þú getur óhrædd sagt öllum það. Það kemur hvergi fram. Við erum hins vegar lýðræðisleg og teljum að þjóðin eigi að taka afstöðu til allra slíkra stórra mála sjálf.

EF að ætti að tala afstöðu til ESB þyrfti að koma til aðildarviðræður, en það er ekki í stefnu okkar að sækja um.

Baldvin Jónsson, 10.4.2009 kl. 08:57

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég las stefnuskrána aftur.  Takk fyrir svarið.  Núna veit ég betur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2009 kl. 09:38

8 identicon

Muniði þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn sögðu rétt eftir kosningar 2003 að kárahnjúkavirkjun væri búin að fara í gegn um kosningar og flokkarnir hefðu fengið umboð til að halda áfram með verkið. Ef kosningarnar hefðu snúist um bara Kárahnjúka þá hefði virkjunin aldrei orðið, en þar sem verið var að kjósa um fjöldann allan af málum og þar að euki að kjósa flokka, þá skipti það fólk engu máli hvort það var á móti Kárahnjúkum, það kaus samt Sjálfstæðisflokkinn eða hina, vegna þess að það hafði alltaf gert það. Sama verður núna, þið eruð eins máls flokkur og fólk kýs bara ekki þannig, Frjálslyndiflokkurinn er gott dæmi um það með sitt kvótakerfi sem allir eru á móti, en engin kýs. Ég vona samt að þið komið inn manni, svo sannarlega. Aldrei að vita nema maður kjósi ykkur.

Valsól (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 10:05

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Valsól, því miður hefur það alla tíð verið þannig að stór hluti kjósenda kýs af gömlum vana. Nú er hins vegar tíðin önnur trúi ég. Ég er búinn að tala við fjöldann allan af fyrrum Sjálfstæðisflokks fylgismönnum sem segja mér að þar á bæ sé afar stór hópur fólks bara einfaldlega búin að fá nóg og ætli að kjósa eitthvað annað og aldrei að vita nema að það sé einmitt Borgarahreyfingin sagði hann.

Maður veit það svo sem ekki fyrr en talið er upp úr kössunum, en ég hef mikla trú á að ef fólk leyfir hjartanu að ráða að þá mun það kjósa réttæti í þessum kosningum.

Við erum hreyfing með tiltölulega einfalda stefnu, það er hárrétt, en stefnu sem snýr að því að koma á réttlæti og að koma valdi lýðræðisins aftur til fólksins. Það er ekki samanburðar hæft við til dæmis kvótakerfið, sem að er vissulega afar umdeilt mál en snertir ekki nema óbeint veski stærsta hluta landsmanna. Nei ég veit að útgerð skilar okkur um 43% af VLF. Ég meina bara að flestir landsmenn taka ekki meðvitað eftir því í veskinu sínu hvaðan tekjur ríkisins koma.

Landsmenn taka hins vegar eftir því núna kröftulega um hver mánaðarmót að ekki bara vorum við rænd af fjárglæframönnum undir sterkri handleiðslu og vernd fyrri ríkisstjórnar, heldur einnig að áfram heldur arðránið með verðtryggingu og yfirlýsingum um greiðslur á erlendum skuldum bankanna.

Ég vona svo sannarlega Valsól að þú setjir X við O í komandi kosningum. Samfylkingin, sem að mér hefur sýnst þú fylgja helst, þarf einnig að bera hluta ábyrgðarinnar. Ég, satt best að segja, varð ekkert ofsalega undrandi á því að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi svíkja þjóðina fyrir hagsmuni fjármagnseigenda. Ég varð hins vegar ofsalega undrandi þegar að forysta Samfylkingarinnar tók þátt í því.

Baldvin Jónsson, 10.4.2009 kl. 13:10

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hvað með Sjálfstæðisflokkinn? Er hann ekki einsmálsflokkur? Þ.e. hans markmið er að styðja og styrkja auð og völd þeirra sem ráða yfir slíku? Þessi flokkur hefur samt verið einn stærsti flokkur landsins hingað til Þrátt fyrir að það verði alltaf ljósara og ljósara að flokkurinn styður m.a.s. spillinguna, sem er því miður gjarnan fylgifiskur auðs og valda, þá er greinilegt á tölum yfir fylgi flokksins að það eru töluvert fleiri sem styðja stefnu hans en raunverulegir valda- og auðmenn sem hafa beinan hag af henni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.4.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband