Enn sjáum við bara toppinn á ísjakanum - hvenær fáum við að sjá aðgerðir gegn raunverulegum höfuðpaurum í efnahagshruni Íslands?
8.4.2009 | 15:11
Hér er um að ræða leiðan atburð og eflaust fleiri svona sem bíða þess að verða uppgötvaðir. Það er einfaldlega gríðarleg freisting, freisting sem fáir standast til fullnustu, að vera að höndla með gríðarlegar fjárhæðir daginn út og inn án þess að virðist að haft sé strangt eftirlit með slíkum færslum.
Ekki skilja mig þannig að ég sé að réttlæta aðgerðir þessara manna í viðhengdri frétt, alls ekki. En öll búum við við það eðli að geta fallið fyrir freistingum og þá sérstaklega þegar að sýnt virðist að við komumst væntanlega upp með það. Kannski þess vegna sem okkur er svo tamt að segja að einhver hafi "lent" í því að stela.
En hvað með stóri glæpamennina? Þessa sem gengur frá kerfinu á Íslandi eins og það lagði sig. Ekki bara álfurstana sem John Perkins er að vísa til í myndböndunum hér að neðan, heldur þessa sem að með gríðarlegum innherja viðskiptum og fjársvikum tæmdu allt eigið fé úr íslensku atvinnulífi. Hvenær fáum við að sjá aðgerðir gegn þeim? Aðgerðir sem að allir lögfræoðir aðilar sem að ég hef talað við eru sammála um að væri hægt að setja af stað á innan við einu dagsverki.
Enn og aftur segi ég þér hér, ef þú ert sátt/ur við að greiða það sem eftir er ævi þinnar skuldir þessara glæpamanna þá skaltu endilega kjósa DBS. Ef þú hins vegar vilt að rannsakað verði hvað raunverulega gerðist af óháðum aðilum og ekki greitt nema okkur beri sannarlega að gera það, þá skaltu kjósa okkur í Borgarahreyfingunni.
Borgarahreyfingin hefur það skýrt í sinni stefnu að þessi mál verði rannsökuð og að við greiðum ekki Icesave og aðra sambærilega "reikninga" nema að fyrirliggi um það samdóma álit óháðra sérfræðina.
Borgarahreyfingin býður fram sína krafta til þess að verja okkur og börnin okkar gegn stærsta arðráni sem hér hefur farið fram, fyrr og síðar.
Hvaða afstöðu ætlar þú að taka?
![]() |
Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýja óskabarn þjóðarinnar - CCP - heldur áfram að vaxa. 5 milljón dala hagnaður á árinu 2008
8.4.2009 | 00:46
Einn helsti og stærsti hluthafi CCP er Björgólfur Thor. Það er ánægjulegt að lesa um velgengni fyrirtækja í hans eigu, hann mun þá væntanlega fyrr getað staðið við þær skuldbindingar sem að hann ætlar nú okkur að greiða fyrir sig.
Saga CCP er saga raunverulegra frumkvöðla, elju þeirra og erfiðleika í upphafi.
Saga Björgólfs Thors er einhvern veginn allt öðruvísi vænti ég. Eitthvað meira í líkingu við myndina Crossroads sem var sæmilega vinsæl hér um árið.
![]() |
CCP græddi fimm milljón dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það að rétt um 320.000 manna samfélag skuli eiga orðið sendiráð í 23 löndum víðsvegar um heiminn að ótöldum öllum skrifstofunum til viðbótar sem reknar eru í tugum landa? Og ekki bara einhver sendiráð eða húsnæði, heldur í flestum tilfellum húsnæði á besta stað í dýrustu hverfum sem völ er á. Slátturinn hefur verið mikill og allt gert til að láta okkar afar fámennu eyju virka sem voldugasta á allan máta. Þetta er bara voða 2007.
Það er ekki verið að segja að öll utanríkisþjónustan hafi verið illa rekin eða slök. Það er hins vegar ljóst að þessi mikli fjöldi sendiráða og til dæmis allur sá kostnaður sem settur var í að sækja um sæti í Öryggisráðinu eru mistök sem við verðum að sýna þá auðmýkt gagnvart að læra af og leggja af þennan mikla rembing sem hefur einkennt þetta starf.
Borgarahreyfingin mun taka til í utanríkismálunum sem og annarsstaðar í stjórnsýslunni.
Settu X við O í komandi kosningum og njóttu ávaxtanna af uppgjöri við fortíðina og lýðræði til framtíðar.
![]() |
Engir kokteilpinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Evra eða ekki evra? - Við megum ekki samþykkja að greiða Icesave og aðrar skuldir bankanna
7.4.2009 | 13:57
Um peningaprentun Bandaríkjamanna
7.4.2009 | 01:01
Borgarahreyfingin styður mjög eindregið hugmyndina um sumarskóla
7.4.2009 | 00:36
Er nýja Kauþing búið að eyða peningunum okkar frá SPRON? Hvers vegna gat Kaupþing "hið nýja" tekið yfir SPRON reikninga án nokkurs eigins fjár?
6.4.2009 | 12:41
Efnahagsstríðið - Á Ísland eitthvað álver í raun?
6.4.2009 | 01:22
Frábær grein um hugarfar manna - frá bloggi Snuffy Smith
5.4.2009 | 23:20
Barack Obama lýsir yfir áhuga sínum á Íslandi
5.4.2009 | 01:13
Sama blanda og þjóðinni var að miklu leyti boðið upp á í kosningasjónvarpi RÚV í gærkvöldi
4.4.2009 | 13:29
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.4.2009 kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Að ráða sérfræðinga í vinnu er góð skemmtun - Eva Joly mun kosta um 67 milljónir á ári þegar allt er talið
4.4.2009 | 10:20
Takk Bjarni fyrir slaginn - hann varð styttri en til stóð en það er við mikinn lýðræðishalla að etja
3.4.2009 | 23:26
Stjórnlagaþing – lýðræði eða alræði?
3.4.2009 | 13:40
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýr Forstjóri FME - ætli nú verði gerð almennileg gangskör í því að refsa fjölmiðlunum enn frekar?
3.4.2009 | 10:36
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fylgi Borgarahreyfingarinnar breytist lítið milli vikna - stefnum á stóra stökkið næst vonandi
2.4.2009 | 21:11