Efnahagsstríðið - Á Ísland eitthvað álver í raun?

Þetta er búinn að vera afar góður og upplýsandi dagur í dag. Viðmælendur í Silfri Egils hittu svo sannarlega naglann á höfuðið og náðu vonandi að vekja einhverja áhorfendur til umhugsunar.

Ég er afar ánægður með það eftir daginn að dag að vera í starfinu með Borgarahreyfingunni og í framboði í Reykjavík suður. Borgarahreyfingin er eina framboðið sem er í boði núna sem tekur skýra afstöðu gegn því að greiða erlendar skuldir fjárglæframanna og við neitum því alfarið að leyfa Alþjóðagjaldeysissjóðnum að ráða hér ríkjum. Þetta kemur skýrt fram í fyrsta hluta stefnunnar okkar í 5. og 6. lið. Stefnuna má nálgast hér: http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/

Fréttum dagsins af þessum málum gerir ofurbloggarinnar Lára Hanna afar góð skil í færslunnu hér: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/846117/ 

og Birgitta Jónsdóttir oddviti listans míns líka hér: http://birgitta.blog.is/blog/birgitta/entry/846399/

Undir lok viðtalsins við John Perkins í Silfrinu spyr hann Egil áhugaverðrar spurningar: Eiga Íslendingar einhver álver sjálfir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú mátt svo sannarlega vera stoltur af því að vera einn af frumkvöðlum og meðlimum Borgarahreyfingarinnar. Ekki síst fyrir þá staðreynd að stefnuskrá hennar rímar best við það ástand sem er brýnast að við kjósendur tökum afstöðu til í næstu kosningum.

Es: Svona innlegg frá mér til að þú þurfir ekkert að velkjast í vafa lengur en þú mátt svo sannarlega nota færslurnar mínar líka til að vekja athygli og minna á stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessvegna gekk ég í Borgarahreyfinguna, við ættum að mæta og mótmæla aftur og syngja við borgum ekki, við borgum ekki.  Og skila AGS láninu strax.  X-O 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Rakel ég hef svo sannarlega ekki verið að efast neitt um þig ;)  Bara um að gera að nýta allan vettvang sem völ er á :)

Já Jóna Kolbrún, nú þarf að fara að draga fram aftur bassatunnuna og sækja stemminguna. Það verður að setja fram alveg skýrar línur. Við borgum ekki og neitum að láta AGS stjórna hér ríkisrekstrinum.

Baldvin Jónsson, 6.4.2009 kl. 02:00

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eins og þú reiknaðir kannski út af glottkarlinum fannst mér það líka afar hæpið. Rétt í augnablikinu langar mig mest til að gera eitthvað álíka róttækt í þjóðmálunum eins og ættjarðarskáldin kváðu um í kvæðum sínum á 19. öldinni. Ég vona að þjóðin beri gæfu til að átta sig á því hvað þarf til að verja hagsmuni þjóðarheildarinnar þegar hún gengur til kosninga undir lok mánaðarins.

Ég geri reyndar þá kröfu til allra kjósenda að þeir komi sér til meðvitundar og meðtaki það hvað er í húfi áður en þeir kjósa! Oft var þörf en nú er nauðsyn á að fólk noti heilbrigða skynsemi við val sitt. Að mínu mati er aðeins einn skynsamlegur kostur í stöðunni og hann heitir O

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 02:50

5 identicon

Oft er þörf en nú er nauðsyn,við verðum að fara að vakna af doðanum sem búinn er að þjaka þjóðina undan farið,vorið er á næsta leiti og kosningar eftir 3 vikur það eru 21 dagur og páskar framundan með öllum sínum fermingum og helgislepju frá blessaðri þjóðkirkjunni sem ekkert hefur lagt til málana frekar en endranær.

Nú verðum við að fara aftur út á götu og mótmæla.Og  kjörorðið verður nr 1 2og3 burt með AGS og  allt hans hyski.

Sameinum borgarahreyfinguna og íslandshreyfinguna og hefjum áróður strax á opinberum vetfangi,við eigum fullt af góðum málsvörum sem kunna að koma fyrir sig orði það er ekki nóg að blogga bara,við verðum að láta í okkur heira þar sem allir heira í okkur, ég er sannfærður að við fáum mikið fylgi,það eru ansi margir óákveðnir og ólíklegustu menn eru tilbúnir að kjósa eitthvað annað hvar í flokki sem þeir eru.

Við verðum að ná til þessara kjósenda annars skila þeir auðu .

ÉG sjálfur hef alltaf kosið VG,en ekki lengur ,þeir eru alveg eins og allir hinir með blöðku fyrir augunum og sjá ekki vandan í réttu ljósi.

Ég held að þeim verði ekki bjargað úr þessu spillingin er búin að heltaka þá alla sem einn.

Við þurfum nýtt fólk á þing óspilt og hafið yfir alla flokkadrætti.

Við fáum bara þetta eina tækifæri ekki láta það ganga okkur úr greipum núna stöndum saman sem þjóð og kjósum bara eftir manngildi, ekki eftir einhverjum ímynduðum hagsmunum flokkana sem eru bara handbendi auðhringa og fjárglæfrahíenna sem vilja bara hirða allar okkar auðlindir fyrir ímynduð lán sem koma okkur í endalausan skuldaklafa næstu 2 til 3 kynslóðir.

Sjáið bara landsvirkjun það er farið að fjara undan henni hægt og rólega,hún fær ekki fjármagn hvað gerir ríkið? ekki raskat,og hvað verðu? ,jú AGS lánar þangað til þeir eiga allt heila klabbið,það er þeirra aðferð.

Ekki láta það gerast kjósum lýðræðið til baka og kjósum sameinuð framboð borgarahreyfinguna og íslandshreyfinguna hugsum um alla,og þeir sem enn hafa vinnu og geta framfleitt sér og skulda ekki mikið mega ekki gleyma því að það fjarar undan þeim líka.

Alltof margir seigja að þeim komi ekki við hvernig ástandið er þeir hafi það ágætt og muni bara kjósa eins og þeir eru vanir,en reinum að ná þeim líka.

Ég er tilbúinn í hvað sem er fyrir þessi framboð.Mbk DON PETRO 

H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband