Stjórnlagaþing – lýðræði eða alræði?

Grein sem ég ætlaði að birta í prentmiðli en misfórst.

Stjórnlagaþing - lýðræði eða alræði?

Undanfarið höfum við fylgst með baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn lýðræðinu á Alþingi og í fjölmiðlum. Sjálfstæðisflokkurinn er steingervingur á tímum breytinga og vill standa gegn nauðsynlegum lýðræðisbreytingum, sem hér verða að fara fram. Þeir segjast styðja umbætur en ekki strax. Hvað þýðir það í raun? Flokksfélagar virðast margir hverjir alfarið hafa misst af því að hér varð kerfishrun og traust þjóðarinnar til Alþingis er vart mælanlegt, eða aðeins um 13%, samt hafa frændurnir Bjarni Benediktsson og Björn Bjarnason haldið því fram að það að fela stjórnarskrárbreytingar stjórnlagaþingi, græfi undan virðingu Alþingis. Hvaða virðingu? Virðingu þessara 13%?

Kostnaður við stjórnlagaþing

Það er að virðist dagsskipun frá toppnum að nú skuli þeir gagnrýna öðru fremur kostnað við slíka framkvæmd. Ég tek undir að hugmyndir Framsóknarflokks eru við fyrstu sýn ekki í anda hugmynda Borgarahreyfingarinnar, en eru þó skref í rétta átt. Hvað má lýðræði kosta? Erum við ekki tilbúin til að kosta einhverju til að hér ríki réttlæti, jöfnuður og siðferði? Að allir þurfi að spila eftir sömu leikreglum? Það eru afskrifaðir 3.000 milljarðar í skuldum atvinnulífsins í bönkunum, má ekki setja nokkur hundruð milljónir í að endurreisa hér lýðveldið. Er þetta sami Sjálfstæðisflokkur og þykist vilja berjast fyrir „stétt með stétt“? Mér er spurn.

Hvað vill Borgarahreyfingin?

Samkvæmt  stefnu okkar á stjórnlagaþing ekki að vera endurspeglun af Alþingi, þar sem útbrunnir pólitíkusar fá að láta dauft ljós sitt skína að nýju. Stjórnlagaþing verður að vera þverskurður af þjóðinni og á það á að velja með slembiúrtaki en ekki kosningu. Endurskoðun stjórnarskrárinnar og þeirra grunngilda sem við viljum byggja samfélagið okkar á verður að fara fram á grunni þjóðarinnar en ekki atvinnustjórnmálamanna. Löglegt en siðlaust hefur verið lífstíll of margra of lengi á Íslandi.Þessu munum við í Borgarahreyfingunni breyta.  X við O í kosningunum er réttlætismál. http://xo.is eða http://borgarahreyfingin.is   Höfundur er í framboði fyrir Borgarahreyfinguna í Reykjavík suður. 

mbl.is Harðar deilur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að velja úrtak með slembiúrtaki hljómar skelfilega hjá sumum.  Nánast eins og að ganga fyrir björg með bundið fyrir bæði.

Þá gæti nefninlega of venjulegt fólk hugsanlega komist að - en ekki aðeins útvaldir.

Annars er þetta allt saman spurning um víðsýni, hafa hag fjöldans í fyrirrúmi og ekki sýst það að þora - og þor til að breyta - er ekki allsstaðar að finna.

Ég vona að Borgarahreyfingin komi mönnum á þing svo hægt sé að vinna málefnunum brautargengi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Æi greyin eru að verja sitt - eða það sem þeir telja að sé sitt.

Arinbjörn Kúld, 3.4.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Ómar Ingi

Hva a ské

Ómar Ingi, 3.4.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband