Hvað varð um mottó Sjálfstæðisflokksins: "Gjör rétt þol ei órétt"?

Undir "traustri efnahagsstjórn" Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár er búið að sigla þjóðarskútunni í algert þrot. Undir yfirlýsingum forystu flokksins um aukna aðstoða við útrásina sat þjóðin og vissi ekki af því að á sama tíma var verið á bakvið tjöldin að þiggja mútufé frá sömu aðilum og flokkurinn var skyndilega farinn að vinna fyrir og róa að því öllum árum að gengi þeirra erlendis yrði sem mest og best.

Vinir Sjálfstæðisflokksins arðrændu þjóðina gjörsamlega, fluttu meira og minna allt eigið fé atvinnulífsins í burtu, og það undir "traustri efnahagsstjórn" og nánu eftirliti Sjálfstæðisflokksins.

Ég er blár í gegn sjálfur, vil fá að verja þau gildi sem að ég var alinn upp við með kjafti og klóm. Gildi sem að mér var innrætt að væru gildi Sjálfstæðisflokksins og koma öll fyrir í stefnuyfirlýsingu hans. Ég er Möller. Jakob Möller ráðherra var langafi minn, Baldur Möller ráðueytisstjóri afa bróðir minn. Þeir bræðurnir voru afar nánir og var samgangur stórfjölskyldunnar mikill meðan að þeirra kynslóð stóð vaktina.

Ég ólst upp við sögusagnir af baráttu forystumanna Sjálfstæðisflokksins fyrir bættum kjörum og jöfnuði á Íslandi. Sögum af því hvernig þessir menn stóðu fyrir eitthvað raunverulegt, einhver alvöru gildi.

Því svíður mér enn verr hvernig nú er komið fyrir þessum fyrrum kraftmikla flokki. Flokkur sem reistur var utan um bætt manngildi, gott siðferði, jöfnuð og jöfn tækifæri allra er nú lítið annað en grímulaus hagsmunasamtök siðlausrar frjálshyggju.

Ég veit að það er afar erfitt að kjósa eitthvað annað en D ef þú hefur verið þar lengi. Ég veit að á sama tíma ertu væntanlega jafn sár flokknum og ég fyrir spillinguna sem þar er nú að opinberast.

Ég er þess algerlega sannfærður að upphafsmenn flokksins, stofnendur og þær kynslóðir sem byggðu flokkinn upp til margra stórkostlegra verka, eru í dag afar stolt af mér og félögum mínum í Borgarahreyfingunni sem að stígum nú fram til þess að verja gildi samfélagsins og þann lágmarks lýðræðislega rétt sem að þjóðin á í samfélaginu.

Ég er þess fullviss að langafi minn heitinn, afi minn yndislegur og hans kynslóð, stæðu með okkur í dag í baráttunni gegn misréttinu sem yfir okkur hefur gengið sem þjóð. Þessir menn lögðu ekki líf sitt í það að koma hér á lýðeldinu Íslandi einungis til þess að sjá flokkinn sinn afsala fulleldinu síðan til alþjóðlegra stofnana. Að missa bæði sjálfræðið í ríkismálum sem og fjárræðið.

Mennirnir sem stóðu á bak við hugmyndafræðina "Stétt með stétt" og "Gjör rétt þol ei órétt" væru ekki í einhverri sjúklegri meðvirkni eða foryngja hollustu í dag að verja áfram gjörendur í þessu furðu leikriti sem Sjálfstæðisflokkurinn býður nú upp á.

Verjum gildin okkar - hreinsum til og komum aftur hér á sanngjörnum leikreglum.

Borgarahreyfingin mun taka til óspilltra málanna fyrir þig!


mbl.is „Þetta var bara innrás“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ég veit þú gerir rétt þegar inní klefan er komið Baddi minn

XD

Ómar Ingi, 20.4.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Veistu Baldvin, ég bara skil ekki hvað snýr upp eða niður á Íslandi í dag. Ég get hins vegar sagt að ég er reiðari nú en nokkru sinni frá hruninu. Þessi 'kosningabarátta' er mér algert sjokk. Ég hélt það yrði uppgjör, ég hélt að stjórnmálamenn myndu reyna sættir við þjóðina, ég hélt að við fengjum réttlæti í lýðræðismálum, ég hélt að aðdragandi kosninga yrði allt öðruvísi en nokkru sinni. En okkur er bara boðið upp á sömu sýninguna eina ferðina enn EINS OG EKKERT HAFI Í SKORIST!!!

Aðalheiður Ámundadóttir, 20.4.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Ómar, ég treysti þér til þess sömuleiðis :)   Ef þú vilt hag Sjálfstæðisflokksins sem mestan er tækifærið núna að senda þeim skýr skilaboð um að þeir verði að endurskipuleggja kompásinn. Skilaboðin sendirðu þeim með því að kjósa eitthvað annað að þessu sinni.

Alla, þetta er einfaldlega fáránlegt. Ég er búinn að sitja í pallborðum með þessu fólki, forystu fólki flokkanna, undanfarna daga og hlusta á þau flest lofa og lofa og lofa. Það kemur kannski ekki svo gríðarlega á óvart í að virðist siðlitlum heimi stjórnmálanna. Það sem kemur mér svo gríðarlega á óvart er að fylgjast með almenningi taka undir þetta loforða flóð og þessar lygar sem þetta er í raun, með fögnuði og lófataki.

Hættum að leyfa þessu gengi að ljúga okkur full af þvælu - krefjumst heiðarlegra svara. Lýðræði - ekkert kjaftæði!

Baldvin Jónsson, 21.4.2009 kl. 00:01

4 Smámynd: Ómar Ingi

Góður Baddi , en við erum sammála um að vera ósammála en við erum sammála um að það þurfi nú að taka betur til , það yrði meiriháttar sigur ykkar ef þið næðuð þessum 4 inn á þing eins og síðasta spá segir til um.

Við sjáum hvað setur , en það þýðir ekkert að missa trúnna og móðinn þó á móti blási

Ómar Ingi, 21.4.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband