Hvort ætlar þú að kjósa einræði og ráðherraræði eða lýðræði?

Er nú ekki nóg komið af kjaftæði? Ég er alveg gríðarlega vonsvikinn á framkomu atvinnu pólitíkusanna á Íslandi í dag. Ég er reiður Sjálfstæðisflokknum fyrir svívirðuna og grímulausa spillinguna þar sem augljóslega ráða sérhagsmunir en ekki almanna hagsmunir, bálreiður.

En ég er ekki minna undrandi á framkomu ríkisstjórnarinnar þar sem hún hreinlega lúffar fyrir þessu málþófs ofbeldi Sjálfstæðisflokksmanna. Ég er orðinn vanur því að eiga von á einhverju óhreinu í pokahorni Sjálfstæðisflokksmanna og Framsóknarmanna, en ennþá verð ég alltaf voða undrandi þegar að Samfylkingin hegðar sér á sama máta. Já ég veit, voða einfaldur gaur.

Er þetta DBS eitthvað sem þú ætlar að kjósa yfir þig? DBS VAR voða sterkt og traust, það er að segja reiðhjólið. Það var samt reyndar aldrei neitt töff, bara voða traust. En það er voða gamal dags. Nú er komið svo mikið nýtt, betur hannað, tæknilega betur virkandi og flott.

DBS er voða mikið níundi áratugurinn. Eigum við að halda okkur áfram við það?

Borgarahreyfingin MUN koma hér á breytingum. Við höfum frelsið til verkanna þar sem við höfum enga sérhagsmuni að verja, við erum einungis til fyrir almannahagsmuni.

Ætlar þú að gleyma og fyrirgefa eða viltu fá uppgjör við fortíðina?


mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já fólk hér er mjög vonsvikið og leitt yfir því hvernig ástandið er í raun - og hvers vegna fór sem fór.

Málþófið er ein birtingarmynd óreiðunnar hér á landi.  Og getum við ekki einmitt ályktað að það undirliggjandi skipulag sem er nú á alþingi bjóði upp á málþóf og að umrædd réttlætismál séu kæfð nánast í fæðingu. 

Mér skilst nú að þetta "verklag" sé ekki nýtt af nálinni og aðrir flokkar - ekki bara  FLokkurinn margumræddi, séu einnig sekir um það. 

Hvað segir það okkur ? Getur verið að hér sé um þegjandi samkomulag að ræða ? Eitthvað sem hugnast þegar leikendur á sviðinu þurfa að "takast" á - á einu sviðinu (af mörgum) í leikhúsi fáránleikans ? Vantar kanski eitthvað upp á einlægnina og festuna ? Skyldi það vera möguleiki - smá möguleiki ?

Þurfum við ekki einmitt stefnubreytingu núna þegar þjóðin lifir í óvissu og óöryggi ?

Jú - að mínu mati og forsenda þess er sú að það komist á þing öflugt fólk með nýja sýn og nálgun á þau verkefni sem taka þarf á.  Fólk sem þorir. 

Fólk sem er öðruvísi; sem tilbúið er að brjóta nýjar leiðir og reiðubúið að taka upp hanskann fyrir almúganum - en ekki lúffa fyrir brauðmolum sem falla af borði auðmannanna. Selja sálu sína á markaðstorginu.

Alltaf er jafn sárt að þurfa að horfa upp á það þegar ráðamenn taka ákvarðannir sem gagnast fáum - gjarnan útvöldum.  Óréttlætið svíður og er niðurdrepandi. Því við vitum að það er ekki rétt !

Er það mín ósk að Borgarahreyfingin nái mönnum inn á þing og ég hef fulla trú á því að það verði.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég styð Borgarahreyfinguna þó ég kjósi Vinstri Græna.

Gangi ykkur sem best:)

Einn voða íhaldsamur

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.4.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband