Undir "traustri" efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks jókst hlutur ríkisins í fjárlögum um 52% á árunum 1999-2007

Já, þetta er einmitt afar merkilegt. Afar merkilegt að á sama tíma og flokkurinn í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum lagði höfuðáherslu á einkavæðingu, blés stjórnsýslan gjörsamlega út og varð mun óhagkvæmari í rekstri en áður var.

Hver var tilgangur einkavæðingarinnar?

Ég talaði við mann sem vinnur í dag hjá Sjúkratryggingastofnun sem áður var hluti Tryggingastofnunar en er nú búið að setja í sérdeild. Hann sagði þetta mál sæta furðu hreinlega. Þessi maður og aðrir starfsfélagar hans sinna enn sömu störfum á sömu skrifstofum með sömu tækjum og tólum. Eina breytingin að virðist er að nú er notast við bréfsefni með öðrum haus, það er komin ný tölvudeild við hlið þeirrar sem starfar innan Tryggingastofnunar og rúsínan í pylsuendanum.

Jú, það er komin alveg ný fullmönnuð stjórn og framkvæmdastjórn á væntanlega mjög fínum launum.

Hagræðing?

Borgarahreyfingin býður fram krafta sína fyrir þig. Við munum taka til óspilltra málanna.


mbl.is Efling atvinnulífs gegn fjármálakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Einhver gárunginn sagði í Bandaríkjunum að það væri svo skrýtið með hægrimenn, þeir héldu því ákveðið fram að hið opinbera gæti ekki rekið fyrirtæki og svo kæmust þeir til valda og sönnuðu það!
Matthías

Ár & síð, 21.4.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sammála!

Þráinn Jökull Elísson, 21.4.2009 kl. 19:41

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

 

Margrét Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 20:10

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var ekki einkavætt, það var einkavinavætt.  Hinum var komið á jötuna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2009 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband