Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

TAKK Ögmundur - ég ber ómælda virðingu fyrir þér sem hugsjónamanni

Ögmundur Jónasson er hér að sanna það sem að ég hef lengi haldið fram, hann er ekki í þessum bransa fyrir vegtyllur eða virðingu annarra. Hann er raunverulegur. Hann er alvöru. Hann er maður sem fór af stað vegna hugsjóna og er enn að berjast fyrir þeim.

Við erum ekki of miklir mátar í mörgum málum ég og Ögmundur þegar kemur að markaðssjónarmiðum, en mikið ofsalega er ég ánægður með hann í baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Baráttunni fyrir auknu lýðræði og minna skrifræði/embættismannaræði.

Ögmundur er maður sem að ég myndi glaður taka slaginn með.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldur í Höfða og ég er strax farinn að sakna Þóru Kristínar verulega

Þetta er vont mál og vonandi að húsið sé ekki mjög illa farið. Þetta hús býr yfir mikilli sögu og draugagangi, sem hlýtur að teljast spennandi viðbót.

En hver les þessa frétt fyrir mbl sjónvarp? Mikið sakna ég Þóru Kristínar. Mér leið eins og að lesandinn væri að lesa fréttir fyrir leikskólabörn, sem eru án vafa markhópur sem að ætti að halda utan við fréttaflutning enn um sinn.

Ég veit, ég er hrokafullur - en hefði ekki verið ráð að líta fram hjá skoðanamun og halda í einn besta fréttamann Morgunblaðsins?


mbl.is Vandasamt slökkvistarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er slétt sama hver vinnur á Mogganum. Hvers vegna eru allir fastir í því?? Morgunblaðið - blað ALLRA ÚTVEGSMANNA hlýtur að verða nýja slagorðið

Merkilegt nokk, en mér líður einhvern veginn eins og Búsáhaldabyltingin hafi einfaldlega skilað nákvæmlega engum árangri. Þessi frétt er í besta falli bara rúsínan í pylsuendanum samt, og að mínu mati ekkert sérstaklega merkileg svo sem. Morgunblaðið hefur fyrir mér alla tíð verið blað Sjálfstæðismanna og hefur nú að virðist ákveðið að færa sig í enn þrengri þjónustuhóp, og þjónusta sérstaklega útvegsmenn landsins. Að verða handbendi LÍÚ formlega.

Það er að minnsta kosti fínt að vita bara skýrt að hverju maður gengur, það er ákveðið gagnsæi í því.

Mér liggja tvær spurningar mun sterkar á hjarta, en hver verður ritstsjóri einhvers dagblaðs.

1. Hvers vegna ræður AGS hér enn öllum hnútum?

2. Hvers vegna er það svo, að sama hversu oft lýðurinn byltir valdhöfum í heiminum, að þá vinna samt alltaf nýlenduherrarnir - hinir raunverulegu olígarkar - alltaf samt?

Meðan að okkur tekst ekki að breyta háttum hér þannig að fyrri spurningin verður ekki lengur í gildi, mun hér fátt breytast til batnaðar. Íslensk fyrirtæki munu halda áfram að fara á hausinn umvörpum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hlutverk AGS er að reka stefnu sem að tryggir nýlenduherrunum (svarið við seinni spurningunni minni að hluta) meiri eignir í heiminum.

Ætlar fólk hér ekkert að vakna? Ætlar fólkið hér að láta olígarkana áfram stýra umræðunni hér þannig að við veltum okkur af áfergju upp úr því hver er rekin og ráðin á dagblaði?

Sat með góðum félaga í vikunni og var að velta seinni spurningunni hér að ofan fyrir mér með honum. Hann rifjaði upp fyrir mér að þessi heimsmynd væri ekki einhver ný vísindi eða hugmynd. Aristóteles skýrði þetta  fyrir um 2400 árum síðan.

Hann benti á að kerfið færi alltaf í ákveðinn hring, réttara sagt þríhyrning og myndi seint virka til þess að færa jöfnuð til fólksins. Kerfið sem er útfært af valdhöfum til þess að halda völdum, virkar einmitt þannig. Þó að stundum komi nýjir sýnilegir valdhafar, þá er það bara leiksýning.

Hinir raunverulegu valdhafar eru enn að virðist - og fátt sem virðist ætla að breyta því - nýlendufjölskyldurnar. Þessar sömu og hafa stýrt öllu í heiminum að minnsta kosti síðustu 300 árin eða svo.

Við hin - við erum áfram bara sauðir að virðist


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 einföld skref út úr hugarfarslegu þunglyndi

1. Þú smellir á myndbandið hér að neðan og horfir á það til enda.

2. Ef það virkaði ekki í fyrsta skiptið að þá horfirðu á það aftur.

3. Ef það virkaði ekki í annað skiptið að þá færðu þér gotterí og horfir á það þar til að það fer að virka :)

Þessar myndir eru skilgreindar sem klassík á mínu heimili.

 


mbl.is Fjármálaráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða fólksins sigrar spillta embættismannakerfið - Frábært starf Jóns Jósefs fær að halda áfram

Hver stofnunin á fætur annarri fær nú að kynnast því með skýrum hætti að við látum ekki bjóða okkur þöggun og klíkuskap lengur. Þegar að eitthvað jafn frábært og nauðsynlegt kemur fram, og gagnagrunnur Jóns Jósefs er, þá látum við ekki stöðva það.

FÓLKIÐ hefur ÁHRIF þegar að það stendur SAMAN Cool

Þetta myndband er algerlega óháð efninu, já og lagið reyndar alls ekki merkilegt. En mikið svakalega finnst mér flott að sjá hvernig svona stór hópur fólks getur sameinast í eina stóra hreyfingu :)

 


mbl.is Ríkisskattstjóri biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkilega ánægjulegt hvað var vel mætt - verst að hafa ekki komist sjálfur

Ég hefði mikið viljað vera á staðnum í kvöld. Það er mjög vaxandi samhyggð í samfélaginu og almenningur er að þjappa sér saman um að verja eigin hag.

Þessi fundur virðist hafa verið mjög vel heppnaður og ánægjulegt að Viðskiptaráðherra hafi séð sér fært að mæta.

Nýtum okkur þessa jákvæðu stemmningu og hömrum járnið og allt það. Ef nógu margir sameinast um málefnið, komast ráðamenn ekki hjá því að verða að taka tillit til þess.


mbl.is Troðfullur salur í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaun fyrir afsal auðlinda?? TÖLVUPÓST MÓTMÆLI!!! - STÖÐVUM SÖLU Á HLUT HS ORKU TIL MAGMA ENERGY

Í dag mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Við hvetjum alla til að mæta á pallana í ráðhúsinu klukkan 14:00 þegar að málið verður tekið fyrir hjá Borgarstjórn. Sameinumst og stöðvum þennan gjörning!

sjá; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0/14/endurskodendur_i_svadid/

,,Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað," segir í yfirlýsingu frá borgarfulltrúunum Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Þorleifi Gunnlaugssyn

Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: "Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr." Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

***************************************************

ÁSKORUN:

Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

Þar stendur:

"Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

Virðingarfyllst


----------------------------------------------
(nafn sendanda)

sendist til:

gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
borgarstjori@reykjavik.is
vilhjalmurth@reykjavik.is
dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
oddny@reykjavik.is
johanna@althingi.is
svandiss@althingi.is
svandis.svavarsdottir@umhverfisraduneyti.is
hafdis.gisladottir@umhverfisraduneyti.is
mbl.is Guðlaugur verður varamaður í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

TÖLVUPÓST MÓTMÆLI!!! - STÖÐVUM SÖLU Á HLUT HS ORKU TIL MAGMA ENERGY

Í dag mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Við hvetjum alla til að mæta á pallana í ráðhúsinu klukkan 14:00 þegar að málið verður tekið fyrir hjá Borgarstjórn. Sameinumst og stöðvum þennan gjörning!

sjá; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0/14/endurskodendur_i_svadid/

,,Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað," segir í yfirlýsingu frá borgarfulltrúunum Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Þorleifi Gunnlaugssyn

Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: "Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr." Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

***************************************************

ÁSKORUN:

Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

Þar stendur:

"Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

Virðingarfyllst


----------------------------------------------
(nafn sendanda)

sendist til:

gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
borgarstjori@reykjavik.is
vilhjalmurth@reykjavik.is
dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
oddny@reykjavik.is
johanna@althingi.is
svandiss@althingi.is
svandis.svavarsdottir@umhverfisraduneyti.is
hafdis.gisladottir@umhverfisraduneyti.is
mbl.is OR segir sölu á HS Orku í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

TÖLVUPÓST MÓTMÆLI!!! - STÖÐVUM SÖLU Á HLUT HS ORKU TIL MAGMA ENERGY

Í dag mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Við hvetjum alla til að mæta á pallana í ráðhúsinu klukkan 14:00 þegar að málið verður tekið fyrir hjá Borgarstjórn. Sameinumst og stöðvum þennan gjörning!

sjá; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0/14/endurskodendur_i_svadid/

,,Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað," segir í yfirlýsingu frá borgarfulltrúunum Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Þorleifi Gunnlaugssyn

Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: "Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr." Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

***************************************************

ÁSKORUN:

Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

Þar stendur:

"Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

Virðingarfyllst


----------------------------------------------
(nafn sendanda)

sendist til:

gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
borgarstjori@reykjavik.is
vilhjalmurth@reykjavik.is
dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
oddny@reykjavik.is
johanna@althingi.is
svandiss@althingi.is
svandis.svavarsdottir@umhverfisraduneyti.is
hafdis.gisladottir@umhverfisraduneyti.is

 

Hvet ykkur öll eindregið til þess að  lesa líka í gegnum viðlaðga skrá með útreikningum frá Birgi Gíslasyni. Þetta er grafalvarlegt mál.


mbl.is Ekki áfellisdómur yfir forsendum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

NÚ ÞARF AÐ SETJA FÓKUSINN Á BORGARSTJÓRN Í A.M.K. NÆSTA SÓLARHRINGINN

Á morgun klukkan 14:00 hefst fundur hjá Borgarstjórn þar sem að er ætlunin að samþykkja endanlega samning Orkuveitu Reykjavíkur við Magma Energy á sölu OR á hlut sínum í HS Orku.

Þetta er samningur sem er svo fáránlega vondur að hann fær íslenska máltækið "lítið út og restin eftir minni" hljóma sem góða og áreiðanlega viðskiptahætti.
Og nú segir RÚV okkur frá því að lögmætið sé dregið í efa

Það er ítrekað búið að sýna fram á gríðarlegt TAP OR af sölunni. Hvers vegna er þá samt haldið áfram með málið? Hverjir græða svona mikið á því að halda þessu til streitu?

MÆTUM SAMAN Á PALLANA Í RÁÐHÚSINU KLUKKAN 14:00 Á MORGUN!!

Samstaða ER máttur.


mbl.is Harma deilur í Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband