NÚ ÞARF AÐ SETJA FÓKUSINN Á BORGARSTJÓRN Í A.M.K. NÆSTA SÓLARHRINGINN

Á morgun klukkan 14:00 hefst fundur hjá Borgarstjórn þar sem að er ætlunin að samþykkja endanlega samning Orkuveitu Reykjavíkur við Magma Energy á sölu OR á hlut sínum í HS Orku.

Þetta er samningur sem er svo fáránlega vondur að hann fær íslenska máltækið "lítið út og restin eftir minni" hljóma sem góða og áreiðanlega viðskiptahætti.
Og nú segir RÚV okkur frá því að lögmætið sé dregið í efa

Það er ítrekað búið að sýna fram á gríðarlegt TAP OR af sölunni. Hvers vegna er þá samt haldið áfram með málið? Hverjir græða svona mikið á því að halda þessu til streitu?

MÆTUM SAMAN Á PALLANA Í RÁÐHÚSINU KLUKKAN 14:00 Á MORGUN!!

Samstaða ER máttur.


mbl.is Harma deilur í Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reyni að mæta!

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Heyr heyr

Sævar Finnbogason, 14.9.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég verð að vísu á Bifröst á þessum tíma.... þú hefur læti fyrir mig líka

Sævar Finnbogason, 14.9.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flott hvatning, Baldvin! Ég mæti. Sameinuð sigrum við.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.9.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég kemst því miður ekki en er að reyna að koma afkvæmunum þangað, en það er nú eins og það er þau og þeira uppeldi.

Er ekki verið að gefa í skin að einhverjir "víkingar" eigi svo þetta fyrirtæki, Magma energy?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.9.2009 kl. 15:29

6 identicon

Eins og sagt var í dómsölum rómar til forna. Cui Bono?

Alexander (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:31

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég bölva því að vera að vinna en treysti á ykkur baráttufólk að láta þessa svikara heyra það óþvegið.

Þór Jóhannesson, 14.9.2009 kl. 19:17

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég kem

Birgitta Jónsdóttir, 14.9.2009 kl. 19:39

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Til lukku Þór - vinnan skiptir máli.

Ég og Heiða köllum þá bara hærra ef svo ber undir :)

Baldvin Jónsson, 14.9.2009 kl. 19:39

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já og Birgitta líka - glæsilegt :)

Baldvin Jónsson, 14.9.2009 kl. 19:40

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég ætla að velta aðeins upp einum þætti, en þ.e. sagt að gengistap geti skapast, ef krónan hækkar verulega.

Aftur á móti, velti ég fyrir mér, af hverju einhver reiknar með því að krónan hækki.

Athugið, að ég er ekki að setja upp einhvers konar, stuðningsyfirlísingu hér um þennan samning, einfaldlega að velta fyrir mér, hvort tiltekin röksemd haldi vatni.

En, ef fólk enn man eftir Icesave umræðunni, þá muna menn að við stöndum frammi fyrir frekar háum vegg af skuldum.

Ein af áhrifum skulda, er að draga úr tiltrú á tiltekið hagkerfi, sem getur haft neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils.

Einnig, að ef leitast er til við að greiða, með þeirri aðferð að millifæra krónur yfir í erlendan gjaldmiðil, og svo prenta krónur á móti, þá hefur það einnig áhrif til lækkunar.

Þannig séð, eins og ég sagði. af hverju reiknar nokkur maður með, að krónan hækki, og þannig að það séu líkur á gengistapi? Að sjálfsögðu, skiptir máli, hver er líkleg þróun hagkerfisins.

-----------------------------

Síðan er það að sjálfsögðu, algerlega sjálfstætt atriði, að vera í prinsippinu á móti því að selja afnota rétt á auðlindum til útlendinga.

Ég tek fram, að ég er andvígur því að láta einka-aðila reka almanna þjónustu kerfi, eins og hitaveitu, og einnig rafmagnsveitu, því ég er fullkomlega sammála Stiglitz um að einka-aðilar séu ekki neitt sjálfvirkt skilvirkari en ríkið.

Að mínu mati er það samkeppni, sem skapar hagkvæmni, með þeim hætti að óhagkvæm fyrirtæki lenda hundir, sbr. "survival of the fittest".

Þetta þýðir, að ég hef alltaf verið sterklega skeptískur á hagkvæmni þess að einkavæða, þ.s. er í eðli sínu einokunar ástand og einnig, þ.s. er í eðli sínu hluti af hagkerfinu, þ.s. mjög flókið er að framkalla samkeppni.

Svo að ég er ekki neinn stuðningsmaður þessa tiltekna samnings.

En, ég vil hafa rétt, þannig séð, rétt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2009 kl. 22:25

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt enn, það kom fram í fréttum í dag, að ef fer eins og ríkisstjórnin vonast eftir, þá eignast erlendir kröfuhafar meirihluta í HS orku, í gegnum það að eignast meirihluta í tilteknum banka, sem ríkið vonast eftir að þeir samþykki að yfirtaka.

Þetta, sýnist mér, í reynd vera enn stærri ákvörðun, en sala OR á sínum hlut, því hann er töluvert smærri, en eign þessa tiltekna banka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.9.2009 kl. 22:38

13 identicon

Tengist þetta ekki gróðapungahópnum sem kallar sig "geysir green energy".

Alger skömm að menn geti ennþá "beygt" reglur og komist þannig undan því að fylgja lögum þessa lands sem stuðla að því að vernda grunnstoðir þessa þjóðfélags fyrir ágangi erlendra HRÆGAMMA, sumir virðast ekkert hafa lært af Íslenska efnahagshruninu.

Of sorglegt til að fólk geti sleppt því að mæta !!!!   Vantar bara að nota gamla trixið og segja að peningarnir verði notaðir til að byggja upp heilbrygðis eða velferðarkerfið eins og var gert við söluna á Landssímanum.

Hvar eru allir milljarðarnir sem fengust við söluna á Landssímanum og áttu að kosta byggingu á nýju sjúkrahúsi ?  er búið að borga kaupverðið á Landssímanum eða var þetta allt fengið að láni hjá Íslensku þjóðini og verður borgað seint og illa eða aldrei ?

Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 01:08

14 identicon

HEYR og löngu tímabært HEYR veit ekki hvort ég kemst en mun og hef beitt mínu ofsóknaræði gegn þessu máli

en eins og kom fram í fréttum í gær viðist Glitnir eiga 41% í Geysi ! og enþá eru fyrrverandi "kúlu" fólk í ÖLLUM stjórnunnarstöðum þar enþá ! ekkert hefur breyst í bönkum ! og því mun sá hlutur í Geysi sennilega verða í eigu erlendra kröfuhafa sem samið var við á Sunnudaginn !

Lögmætið "skiftir ekki máli" það er NR 1 að réttar hendur fái ! og Magma SVÍÐÞJÓÐ er kaupandinn ....... öhhhhh frekar "styrkþeginn" að eigum HS-ORKU !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband