TÖLVUPÓST MÓTMÆLI!!! - STÖÐVUM SÖLU Á HLUT HS ORKU TIL MAGMA ENERGY

Í dag mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Við hvetjum alla til að mæta á pallana í ráðhúsinu klukkan 14:00 þegar að málið verður tekið fyrir hjá Borgarstjórn. Sameinumst og stöðvum þennan gjörning!

sjá; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0/14/endurskodendur_i_svadid/

,,Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað," segir í yfirlýsingu frá borgarfulltrúunum Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Þorleifi Gunnlaugssyn

Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: "Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr." Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

***************************************************

ÁSKORUN:

Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

Þar stendur:

"Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

Virðingarfyllst


----------------------------------------------
(nafn sendanda)

sendist til:

gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
borgarstjori@reykjavik.is
vilhjalmurth@reykjavik.is
dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
oddny@reykjavik.is
johanna@althingi.is
svandiss@althingi.is
svandis.svavarsdottir@umhverfisraduneyti.is
hafdis.gisladottir@umhverfisraduneyti.is

 

Hvet ykkur öll eindregið til þess að  lesa líka í gegnum viðlaðga skrá með útreikningum frá Birgi Gíslasyni. Þetta er grafalvarlegt mál.


mbl.is Ekki áfellisdómur yfir forsendum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

HS orka er ekki í meirihlutaeigu opinberra aðila og því er aðeins verið að selja minnihluta í fyrirtækinu, samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar.

HS orka er í meirihlutaeigu Geysis Green Energy og er því nú þegar "einkavætt" fyrirtæki.  Þar fyrir utan á að fagna allri erlendri fjárfestingu hérlendis.

Var búinn að blogga um þetta hérna og því ekki ástæða til að endurtaka það allt saman.

Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2009 kl. 09:44

2 identicon

Allar auðlindir þjóðarinnar, í eigu þjóðarinnar, um alla framtið afturvirkt og bundið í stjórnarskrá takk.

Og síðan á þjóðin að endurleigja hæstbjóðanda, til að hámarka tekjur af þeim. Alt uppi á borðinu og engar pólitískar landráða afætur að éta ágóðann.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband