Virkilega ánægjulegt hvað var vel mætt - verst að hafa ekki komist sjálfur

Ég hefði mikið viljað vera á staðnum í kvöld. Það er mjög vaxandi samhyggð í samfélaginu og almenningur er að þjappa sér saman um að verja eigin hag.

Þessi fundur virðist hafa verið mjög vel heppnaður og ánægjulegt að Viðskiptaráðherra hafi séð sér fært að mæta.

Nýtum okkur þessa jákvæðu stemmningu og hömrum járnið og allt það. Ef nógu margir sameinast um málefnið, komast ráðamenn ekki hjá því að verða að taka tillit til þess.


mbl.is Troðfullur salur í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við!!!  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Voru þið ekki að sundra Borgarahreyfingunni - hvernig getið þið talað svo fjálglega um samstöðu hér?

Helgi Jóhann Hauksson, 18.9.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Geri orð Jónu Kolbrúnu að mínum. Samstaðan er að hverfa.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.9.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll vertu Helgi Jóhann og þakka þér fyrir að virðist mikinn áhuga á málefnum Borgarahreyfingarinnar og nýrrar Hreyfingar um allt á blogginu í dag. Ég veit ekki hver þú ert og man ekki til þess að hafa hitt þig nokkursstaðar í starfinu hingað til, en vona að þú finnir þér vettvang til þess að taka þátt og berjast fyrir breytingum í samfélaginu.

"Við", "þau", "þið" eða "hinir" voru ekki að sundra Borgarahreyfingunni.

Borgarahreyfingin hefur ekki þurft neina utanaðkomandi aðstoð til þess, fjölmargir einstaklingar innan hennar tóku sameiginlega þátt í því.

Það er búið að berjast við það í allt sumar að reyna að ná sáttum innan hreyfingarinnar, bæði við á milli þriggja þingmanna og Þráins, sem og á milli þinghópsins og stjórnar Borgarahreyfingarinnar. Þær sáttir náðust ekki og er það afar miður. Enginn leikenda getur afneitað eigin ábyrgð á því máli, ég þar með talinn og það er einmitt ástæða þess að ég kaus að gefa ekki kost á mér aftur í stjórn Borgarahreyfingarinnar. Stjórnin stóð sig afar illa, stóð ekki undir ábyrgð sinni og að mínu áliti hefði verið eðlilegast að fá inn alveg nýtt fólk þar. Fólk sem að var ekki litað af þeim samskiptaörðugleikum sem að verið hafa frá því daginn eftir kosningar í raun.

Borgarahreyfingin varð til úr ólíkum hópum fólks, sem að ég og margir fleiri lögðum á okkur mikla vinnu til þess að sameina. Tilgangurinn með því, að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð, var að reyna að vinna gegn því að fram kæmu fjölmargir örflokkar sem enginn næði árangri í framboði.

Þessi tilraun gekk að virtist upp og Borgarahreyfingin varð til, þegar að þessir hópar fólks urðu sammála um að vera ósammála um fjölmörg mál og einbeita sér að einfaldri sameiginlegri stefnuskrá.

Strax eftir kosningar fóru að koma upp samstarfsörðugleikar. Hinir og þessir fóru að ætla að einhver samskipti ættu að vera á einhvern ákveðinn máta, aðilar beggja megin "borðs" ef svo má að orði komast, og tóku því svo persónulega þegar að aðilar hinum megin voru ósammála því mati. Þeir samskiptaörðugleikar hafa staðið síðan og aukist stöðugt í allt sumar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að slá þar á og leita sátta. Málin urðu og eru orðin of persónuleg.

Vegna þessa tel ég persónulega að þessum hópum sé nú betur komið í sitt hvoru lagi. Ég tel að báðir hópar muni ná meiri árangri í sitt hvoru lagi, heldur en þeir hafa sýnt hingað til sameinaðir.

Ég hef fylgst með og tekið þátt í hugmyndavinnu þeirra beggja og reikna með að gera það áfram. Það er í anda þeirra hugmynda sem að ég hef viljað berjast fyrir meðal annarra. Að hætta þessari liða keppni, þessu "við" og "hinir", D á móti S o.s.frv.

Fólk með sameiginlega hagsmuni á að sjálfsögðu að geta lagt til hliðar persónulegar skoðanir rétt á meðan að það sameinast um að berjast fyrir þeim hagsmunum. Það vil ég gera og mun reyna eftir bestu getu.

Ég skil afar vel afstöðu beggja aðila máls, báðum finnst að einhverju leyti á sér brotið í samskiptunum hingað til og særandi orð og yfirlýsingar hafa fallið á báða bóga. Ég ítreka, ég held í fullri alvöru að þessi niðurstaða sé öllum aðilum máls, til hins betra.

Baldvin Jónsson, 18.9.2009 kl. 20:48

5 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Sammála Baldvin.  Þetta var sennilega það besta í stöðunni.  Mér finnst verst að sjá á eftir þér.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 18.9.2009 kl. 21:02

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Kíktu aðeins á bloggið mitt Baldvin og flettu því, ég hef ekki komið að starfi Borgarhreyfingarinnar en hef samt stutt hana og stefnu hennar og auðvitað búsáhaldabyltinguna sjálfa.

Rökin um að brjóta til að byggja, kljúfa til að sameina, sundra til að skapa, minnka til að stækka, útiloka til að tengjast, hafna lýðræðislegri niðurstöðu til að efla lýðræðið, ulla til að skap frið, móðga til að sætta, þjóðina á þing en vilja ekki hlusta, eyða til að bæta, ..., ...,  allt þetta sem í hnotskurn eru rök ykkar - er bara bull.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.9.2009 kl. 21:24

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Inga, eins og ég segi hér að ofan að þá hef ég ekki sagt mig úr Borgarahreyfingunni. Get vonandi tekið þátt í starfinu þar áfram.

Helgi Jóhann, ég ítreka - ég er ekki "við, "þið", "þau", "hinir" eða hvaða nafni sem að þú vilt nefna eitthvað fólk. Ég er Baldvin Jónsson og vil endilega fá að vera það áfram. Ef þú kýst að skilja ekki rökin mín hér í athugasemdinni að ofan að þá verður svo að vera. Sættir náðust ekki og því fór sem fór.

Get verið sammála þér með bullið í þeim skilningi að ég hef verið algerlega skilningsvana gagnvart þessu samskiptamáli í heild sinni, í mest allt sumar.

Þú ert hinsvegar búinn að ákveða að virðist að einhver "þið" hafið einhliða sundrað Borgarahreyfingunni og ég sem innanbúðar maður þar frá upphafi, er að reyna að útskýra fyrir þér, að það var ekki svo.

"Sjaldan veldur einn, þá er tveir deila" á vel við hér.

Baldvin Jónsson, 18.9.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úff ef mér væri ekki svona fjandi vel við þig myndi ég segja hluti hérna :)

En auðvitað er þér frjálst að vinna með báðum... mér finnst alltaf svo ferlega gaman að hitta þig að ég ætla ekki að fórna tækifærinu með því að fara í gremjukast hérna :)

Heiða B. Heiðars, 18.9.2009 kl. 22:21

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

:) Heiða, okkur finnst öllum svo mikið. Hef nú hingað til ekki reynt að halda aftur af fólki hérna í athugasemdum :)  En aðgát skal þó höfð í nærveru sálar og það allt saman.

En ég held að ég skilji ágætlega hvernig þér líður, alveg eins og ég skil þingmennina. Ég held í alvöru að þetta sé það besta í stöðunni eins og komið er. Orkan okkar allra má ekki fara í þessi samskiptamál endalaust áfram. Það er verk að vinna.

Baldvin Jónsson, 18.9.2009 kl. 22:40

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Rétt... það verður amk tími til að gera eitthvað gagn. Þarf engin að eltast við að sætta dramadrottningar lengur...sama úr hvað armi þær koma

Heiða B. Heiðars, 18.9.2009 kl. 23:23

11 identicon

Baldvin.

Ert þú ekki í svikaliðinu ?????????

JR (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 01:12

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér er fjandi vel við ýmsa í Borgarahreyfingunni, ég er búin að vera á báðum áttum.  Ég er líka ennþá skráð í Borgarahreyfinguna.  Ég get ekki annað en vonað það besta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.9.2009 kl. 01:56

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það eru engin lið JR, það er sýndarveruleiki sem er spilaður í samfélaginu til þess að viðhalda misskiptingu.

Við erum bara við - öll saman í einum potti að reyna að komast af.

Ég spila með öllum sem vilja berjast fyrir auknum jöfnuði og lýðræði, og vilja draga úr embættismannaræði og flokksræði.

Baldvin Jónsson, 19.9.2009 kl. 15:19

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Auðvitað eru lið Baldvin... vertu ekki svona hræðilega dipló.

En svo er spurning hvort fólk vill láta flokka sig alveg með öðru hvoru...... þú vilt það greinilega ekki. Og ég held að þú sért einn af örfáum sem ég þekki sem ert fær um að vera hlutlaus. En sú skoðun mín er kannski bara lituð af því að ég fíla þig :)

Heiða B. Heiðars, 19.9.2009 kl. 18:28

15 Smámynd: Arinbjörn Kúld

"We´ll meet again, don´t know when, but I know we meet again some sunny day."

Baldvin minn, þú er drengur góður trúi ég.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.9.2009 kl. 23:26

16 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eins og ég segi Heiða, liðin eru upplifun einhverra. Er það ekki einmitt stór hluti þess sem gerðist hjá okkur öllum. Fólk var að upplifa svo mikið. En takk Heiða - ég skal svo sannarlega berjast fyrir því áfram að gæta hlutleysis.

Og Ari - takk fyrir lagið - kom mér strax í gott skap

Baldvin Jónsson, 19.9.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband