Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Kaldhæðnin er sú að það er ofríki og spilling "Sjálfstæðis"flokksins sem nú ýtir þjóðinni í átt að afsali sjálfstæðis

Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn, eins kaldhæðið og það nafn nú virðist, hefur ríkt í 18 ár án hlés og að mestu frá 1929 er nú svo komið að þjóðin stendur frammi fyrir því að vera að velja um hvort að hún eigi að afsala sér sjálfstæði sínu algerlega eður ei. Við erum þegar búin að missa fjárræðið í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eins og augljóst varð þegar Steingrímur J. snarþagnaði og gleymdi öllum sínum yfirlýsingum um leið og hann settist í sæti fjármálaráðherra. AGS einfaldlega ræður hér peningastefnunni næstu áratugina og er það óskandi að það verði okkur til góðs - reynslan af stórtækum inngripum AGS í fjármál annarra landa hefur verið afar mistæk og yfirleitt valdið mun meiri skiptingu auðs en fyrir var.

Þjóðin er hins vegar í alvöru að íhuga afsal sjálfstæðis vegna þess að ástandið hér er orðið svo svart að fólk telur sig betur komið með því að afsala sér sjálfræðinu en að lifa áfram við núverandi aðstæður. Eftir áratuga spillingu og yfirtöku lýðræðsins frá fólkinu eru kostirnir fyrir fólki orðnir þetta dramatískir.

Það er þó annar kostur í stöðunni sem mér persónulega hugnast mun betur. Sá kostur er að stíga fram og taka ábyrgð á eigin lífi og velja að endurheimta lýðræðið frá flokksræðinu. Að velja að taka umboð okkar til baka, að velja að atkvæði mínu skuli ekki varið til þess að fóðra frekar flokksræðið og spillinguna sem því fylgir.

Þetta á til jafns við um alla þá flokka sem sitja á þingi í dag.

Þú getur stigið fram og valið að vera gerandi en ekki þolandi í þínu lífi. Undanfarnar vikur hefur vaskur hópur fólks unnið að uppbyggingu nýrrar hreyfingar fyrir opnum tjöldum undir heitinu Lýðveldisbyltingin.

Við í Lýðveldisbyltingunni eigum okkur þá ósk heitasta og það markmið að leggja af flokksræðið í þeirri mynd sem það ríkir yfir okkur öllum í dag. Það eru einfaldar leiðir færar til þess, en til þess að svo megi verða verðum við að taka okkur saman, öll þjóðin, um það að hætta að kjósa yfir okkur endalaust sama fólkið í mismunandi flokkum og fötum, en sem stefna öll að sama marki. Að tryggja sér völd.

Fljótlegasta leiðin að mínu mati til þess að leggja af núverandi flokksræði er að taka upp persónukjör. Ekki hugmyndina um það persónukjör sem að flokkarnir í dag hafa tekið upp hjá okkur í umræðunni og skrumskælt illilega. Við viljum persónukjör þar sem að það er raunverulega málið. Persónukjör þar sem að við getum kosið okkur þá einstaklinga sem að við viljum sjá á Alþingi þvert á flokka. Að ég geti kosið einhverja einstaklinga af listum stjórnmálaflokkanna og að á sama tíma sé til listi óháðra þaðan sem að ég get einnig kosið þá einstaklinga sem að mér líkar við.

Með því að taka upp þessa leið erum við að styrkjja það að hugsjónir komist aftur inn á Alþingi. Að hugsjónafólk geti boðið fram, hvort sem er óháð eða á lista flokka, með eigin hugsjónir og markmið í stað þess að endurspegla bara heildarstefnu flokksins. Með því að geta kosið persónur en ekki bara flokka get ég valið að kjósa það fólk sem að mér hugnast málefnin hjá.

Þegar ég kýs flokka í dag, er ég um leið að neyðast til þess að kjósa alla málefna skrá þeirra og það er einfaldlega málamiðlun sem er orðin úrelt og óþörf.

Persónukjör þar sem við getum raunverulega kosið persónur, en ekki bara fengið að raða upp fólki innan eins lista eins og er í kosningalögunum í dag, er raunveruleg endurheimt hluta lýðræðisins og það á kostnað flokksræðisins sem að að mínu mati ætti að leggjast af hið fyrsta. Stjórnmálasamtök eiga að mínu mati að vera kraftmiklar grasrótarhreyfingar þar sem hugsjónir og málefna vinna blómstra. Ekki uppeldisstöðvar einstaklinga sem hafa á endanum öll sömu stefnu þegar þau loks koma sér á framfæri.

Hérna geturðu séð nánari upplýsingar um stefnumál Lýðveldisbyltingarinnar og haft áhrif á þau.

Yfirflokkar stefnumálanna eru þessir:

Stefnumálin okkar - í vinnslu (þú getur haft áhrif hér á)

 

 

 

 

 

Ég tel að það sé öruggt að uppbygging hreyfingar eins og Lýðveldisbyltingarinnar, þar sem öll vinnan fer fram opinberlega á netinu algerlega fyrir opnum tjöldum, sé algerlega einstök í sögunni. Hér er á ferðinni sönnun þess að lýðræðið getur virkað án stöðugrar miðstýringar - að fólkinu í landinu er svo sannarlega treystandi sjálfu til þess að hafa áhrif og koma skoðunum sínum á framfæri.

Þetta er byltingarkennd hugmynd en nú eru líka tímar þar sem þörf er á byltingu hugans úr viðjum gamals hugarfars. Það er fátt að óttast í dag nema að ekkert breytist og að þetta hrun endurtaki sig.

Vertu með - þú getur haft raunveruleg áhrif á líf þitt og þinna.

 

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is Lýðræðishallinn heimafyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn - 2 down 1 to go - Eiríkur tilkynnir afsögn frá 1. júní

Glæsilegt Eiríkur vel gert, þú ert maður að meiru af þessari hugrökku ákvörðun. Það er augljóslega ekki lengur setið við þessar aðstæður. Bankinn hruninn og ekkert meira áríðandi en að endurreisa trúverðugleika hans á alþjóðavísu. Það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að vona að Davíð finni hjá sér þessa sömu auðmýkt og segji af sér?  Væntanlega.

En kæri lesandi, endilega lestu skýrslu Gylfa Zoega og Jóns Daníelssonar um hrunið. Alger skyldulesning skrifuð á mannamáli: http://risk.lse.ac.uk/rr/files/i.pdf

 

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is Eiríkur hættir í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrsla Gylfa og Jóns um hrunið - alger skyldulesning - skrifuð á mannamáli

Smelltu hér: http://risk.lse.ac.uk/rr/files/i.pdf

 

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is „Það allra versta í 28 ár“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru skattalögin virkilega svona óskýr?

Hvernig getur það ekki legið skýrt fyrir hvað skal borga og hvað ekki?

Hafi félagið hins vegar verið Lúxembúrskt er væntanlega málið þannig liggjandi að Magnús ætti að greiða skatta þar en ekki hingað heim.

En af hverju er meira að segja svona einfalt "skattur af söluhagnaði" mál orðið torkennilegt núna? Er engu treystandi, eða er fréttaflutningurinn bara svona loðinn og lélegur?


mbl.is Magnús krafinn um tæpan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drepum þá alla - látum Guð skera úr um sekt þeirra

"Kill'em all - Let God sort'em out" var eitt af þeim slagorðum sem bandarísku fallhlífarsveitirnar notuðu fyrir nokkrum áratugum. Í dag í hernaði er svipuð hugmynd þegar beitt er klasasprengjum - þar sem að á hræðilegan máta allt er sprengt í tætlur á tilteknu svæði án hugsunar um hverjir nákvæmlega verði fyrir.

Af hverju er ég að bulla þetta? Jú, vegna þess að þessi bull yfirlýsing Forseta Íslands minnir mig óþægilega mikið á slíkan hernað. Hvaða endemis rugl er þetta Ólafur Ragnar Grímsson? Af hverju ertu að varpa slíkum bombum algerlega að tilhæfulausu?

Kaupthing banki í Þýskalandi er EKKI íslenskur banki heldur þýskt útibú Kaupþings og heyrir undir þýska tryggingasjóðinn. Það er alveg nægjanlega hrikalegt almennings álit heimsins á okkur núna þó að þú takir ekki upp á því að sprengja það endanlega í tætlur - og þá að virðist án þess að velta því mikið fyrir þér á hverjum það bitnar.

Kæri Ólafur Ragnar, vinsamlega kynntu þér bankamálin hérna ítarlega áður en þú byrjar að básúna þína pólitísku afstöðu erlendis. Við megum ekki við meiri skemmdum á mannorði þjóðarinnar.


mbl.is Þjóðverjar fái engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru Seðlabankastjórar - þjóðinni finnst gróflega að sér vegið!!!

Ég er búinn að renna snöggt í gegnum nokkrar síður í kvöld þar sem víðsvegar er verið að taka saman áhugaverðar staðreyndir um Davíð og aðgerðir hans og hegðun fram að þessu.

Ákvað að taka þetta sem mest saman hérna í upptalningu, upptalningin er ekki í neinni áhrifaröð. Dæmi nú hver fyrir sig.

Hvers vegna Davíð Oddsson ætti umsvifalaust að segja af sér sem Seðlabankastjóri:

Af eyjan.is:
1. Seðlabankinn er gjaldþrota. Stjórnendur hans töpuðu 150 milljörðum í óvarlegri lánastarfsemi til svokallaðra „óreiðumanna” í því sem kallað var ástarbréfaviðskipti. Þetta jafngildir hálfri milljón króna á hvert mannsbarn í landinu.
2. Seðlabankinn nýtti ekki góðu dagana til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða í samræmi við vöxt fjármálakerfisins, þrátt fyrir ábendingar um nauðsyn þess, m.a. frá Þorvaldi Gylfasyni. Viðbúnaður bankans við fjármálakreppu var því í skötulíki.
3. Jafnvel í vor synjaði bankinn láni frá J.P. Morgan sem bauðst á góðum kjörum og nam hærri fjárhæð en aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nú. Lýsir það ótrúlegu vanmati á viðbúnaðarþörf.
4. Bankinn áttar sig ekki á hlutverki sínu í fjármálastöðugleika og beitti ekki stjórntækjum sínum til að hemja vöxt bankanna, heldur lækkaði þvert á móti bindiskyldu sem var mjög misráðið.
5. Seðlabankinn hefur nær aldrei náð verðbólgumarkmiði sínu frá því honum var sett það í upphafi aldarinnar.
6. Bankinn vanmat augljóslega áhrif of sterks gengis á neyslu og fjárfestingagleði og þar með þenslu.
7. Að geyma gjaldeyrisforða þjóðarinnar á Englandi eftir að Icesave-vandinn var ljós og hætta á frystingu hans, er líkt því að vera í sjóorrustu hjá skipstjóra sem gleymdi púðrinu í landi. Yfirsjónin ætti að varða við þjóðaröryggi.
8. Óviðunandi er að stjórnendur Seðlabankans hafi frétt það í London í febrúar sl. að íslensku bankarnir væru í alvarlegum vanda. Ætlast verður til þess vegna stöðu og hlutverks bankans að hann hefði átt að uppgötva það sjálfur og fyrr.
9. Óskiljanlegar eru ívilnanir hinn 15. apríl í tengslum við bindiskyldu vegna útibúa erlendis eftir þær upplýsingar sem Seðlabankinn hafði fengið í London.
10. Hafi Seðlabankinn fengið svo greinargóðar upplýsingar um stöðu bankanna í London er skýrsla bankans um fjármálalegan stöðugleika frá maí sl. beinlínis villandi upplýsingagjöf.
11. Ófaglegt er að engin viðbragðsáætlun hafi verið til í bankanum vegna fjármálakreppu.
12. Lækkun og hækkun vaxta á víxl jók ekki trúverðugleika.
13. Óheppilegt var og trúlega viðvaningsháttur að Seðlabankinn keppti við viðskiptabankana um fjármagn, m.a. með skuldabréfaútgáfu og í lánalínum.
14. Viðvaningsháttur var að bankinn þagði þegar fréttir bárust af því að hann væri ekki með í samningum norrænu seðlabankana við þann bandaríska. Að bankinn skyldi ekki ná samningum við þann bandaríska var nógu slæmt en þögnin jók á ótta og óvissu og gróf enn frekar undan trúverðugleika á ögurstundu.
15. Ákvörðun um ríkisvæðingu Glitnis var stórslys. Svo röng var hún að stjórnvöld vonuðust fljótlega eftir þroti bankans svo ekki þyrfti að efna samninga! Hve illa er þá komið fyrir trúverðugleika Seðlabankans?
16. Fum og fát í gengismálum dró enn frekar úr trúverðugleika og fagmennsku í Seðlabanka Íslands. Ákvörðun um að festa gengið við 175 stig verður lengi kennd sem hrapaleg mistök, enda lifði „staðfesta” bankans í gengismálum aðeins í tvo daga, því oftrúin á krónuna var svo víðs fjarri veruleikanum á gjaldeyrismarkaði. Hún hefur síðan fallið um tugi prósenta.
17. Kastljósviðtal við formann bankastjórnar hjálpaði ekki til við að verja stærsta fyrirtæki landsins, Kaupþing, falli.
18. Þyngra er en tárum taki ótímabær yfirlýsing Seðlabankans um svokallað Rússalán. Bæði spillti það mjög þeim lánasamningum sem Geir Haarde hafði átt frumkvæði að og einnig orðspori okkar á alþjóðavettvangi.
19. Fyrrnefnt Kastljósviðtal, sem m.a. var birt í Wall Street Journal, dró nokkuð úr trúverðugleika íslensks fjármálakerfis á viðkvæmu augnabliki. Einkum þau ummæli sem voru þýdd svo:…Iceland is „not going to pay the banks’ foreign debts”.
20. Óheppilegt var að seðlabankastjóri skyldi hóta stjórnarformanni stærsta fyrirtækis landsins knésetningu.
21. Óheppilegt er að seðlabankastjóri dylgi um viðskipti einstaklinga við bankakerfið og ástæður beitingar hryðjuverkalaga.
22. Óheppilegt er að seðlabankastjóri aflétti einhliða trúnaði af fundum sínum með forystumönnum ríkisstjórnarinnar og samningum við IMF.
23. Óheppilegt er að seðlabankastjóri veiti seðlabankastjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum.

Af yddarinn.blog.is :

1) Davíð er aðalpostuli frjálshyggjustefnunnar hér á Íslandi og hefur verið það í mjög mörg ár.

2) Davíð skipaði sjálfan sig Seðlabankastjóra.

3) Davíð hefur ítrekað haft afskipti af pólitík eftir að hann varð Seðlabankastjóri, þrátt fyrir að sem opinber embættismaður eigi hann ekki að gera það.

4) Davíð tók fullan þátt í útrásarsöngnum en reyndi svo að þræta fyrir það.

5) Davíð tilkynnti um mörg hundruð milljarða Rússalán sem ekki var fótur fyrir (slík mistök þykja svona í alvarlegri kantinum, a.m.k. miðað við viðbrögð fag- og fjölmiðlafólks erlendis frá).

6) Davíð festi gengi krónunnar í hálfan dag upp á eigin spýtur, framhjá hagfræðideild Seðlabankans, og það er almennt talið hafa kostað þjóðina fúlgur.

7) Davíð hefur, sem stjórnmálamaður og embættismaður, sýnt þjóð sinni valdhroka í ýmsu formi í gegnum tíðina.

8) Og síðast en ekki síst: Davíð nýtur ekki trausts eða virðingar hjá a) almenningi, b) stjórnmálamönnum, c) eigin flokksmönnum (nema að litlum hluta til), d) verkalýðsfélögum, e) embættismönnum innan stjórnsýslunnar, f) aðilum á viðskipta- og bankamarkaði, g) erlendum bankastofnunum, h) seðlabönkum annarra þjóða og i) þjóðhöfðingjum annarra þjóða.

Svona aukreitis væri hægt að tína til einhliða stuðninginn við Íraksstríðið, játninguna um fólkið í röðinni hjá Mæðrastyrksnefnd („fólk safnast alltaf saman þar sem eitthvað er ókeypis“) og játninguna um hvernig hann hefur farið að því að kljást við andstæðinga og fjölmiðlafólk í gegnum tíðina (Smjörklípuaðferðin).

Hann er vanhæfur. Hann er rúinn trausti, hér heima og erlendis. Og ef hann ber ekki persónulega ábyrgð á bankahruninu ... þá hefur hann a.m.k. verið svo mikill lykilleikmaður í uppgangi bankanna að staða hans sé í besta falli vafasöm

Af marinogn.blog.is :

Ástæðan fyrir því að bankastjórn Seðlabankans á að víkja

Burt séð frá öllu öðru, þá tel ég vera eina ástæðu fyrir því að bankastjórn og stjórn Seðlabankans hefðu átt að víkja til hliðar í einu lagi strax um miðjan október:

  • Bankastjórn Seðlabankans, með Davíð Oddsson innanborðs, og stjórn Seðlabankans settu Seðlabankann á hausinn á sinni vakt

Það virðist enginn átta sig á þeirri staðreynd.  Ég veit ekki um neinn bankastjóra eða stjórnarmann seðlabanka á Vesturlöndum sem hefur sett bankann sinn á hausinn. Hvað þá að viðkomandi sitji sem fastast þrátt fyrir þann gjörning.

Seðlabankastjórar geta ekki skýlt sér bak við það, að bankarnir hafi hrunið.  Það er nefnilega sama skýring og eigendur Stoða, Milestone, Samson og Exista hafa ekki fengið að nota.  Þau fyrirtæki, alveg eins og Seðlabankinn, stóðu ágætlega alveg þar til eignir þeirra í bönkunum urðu að engu á þremur svörtum dögum í október. 

Seðlabankastjórarnir settu bankann á hausinn, en eigandi bankans borguðu hann út úr klípunni með því að kaupa af honum verðlitla pappíra.  Það er nefnilega allt í lagi að stjórnvöld skipti sér að bankanum, þegar allt komið í óefni, en þau mega setja fram þá kröfu, að mennirnir sem settu bankann á hausinn stígi til hliðar.

Nú spyr ég bara hæstvirtan fjármálaráðherra:  Er búið að greiða 270 milljarðana inn í Seðlabankann?  Ef ekki, þá er bara að neita að borga nema að bankastjórar og stjórn bankans víki.  Einfaldara getur það ekki verið.  Ríkisstjórnin telur núverandi stjórnarherra í Seðlabankanum vera vanhæfa til að halda verkinu áfram og því er eðlilegt að svona krafa sé sett fram.

Bendið mér á einhver eiganda fyrirtækis, sem hefur leyft framkvæmdarstjóranum að halda starfinu sínu, eftir að hann tapaði á einu bretti 345 milljörðum.  Ég veit ekki um neinn.  Auk þess held ég, að ekki sjái fyrir endann á þessum afskriftum.

Þannig að burt séð frá skoðun fólks á Davíð og hvort hann hafi varað við fallinu eða ekki, þá fór Seðlabankinn í þrot á hans vakt.  Það er næg ástæða fyrir því að hann, Ingimundur, Eiríkur, Halldór Blöndal, Hannes Hólmsteinn og aðrir stjórnarmenn eiga að segja af sér.  Þetta kemur ekkert því við hvaða menntun menn hafa, í hvaða stjórnmálaflokki menn eru, hvort menn standist hæfisreglur eða hvað það er nú annað sem fólk hefur borið fyrir sig.  Þetta eru bara hreinar og beinar staðreyndir um að þeim tókst hrapalega til og eiga þess vegna að víkja.

Eins og ég segi, dæmi nú hver fyrir sig en væri maðurinn yfirmaður yfir rekstri sem að ég ætti persónulega væri ég fyrir lifandis löngu búinn að segja honum upp.


mbl.is Seðlabankastjórar telja að sér vegið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna á Davíð Oddsson umsvifalaust að segja af sér?

Ég er búinn að renna snöggt í gegnum nokkrar síður í kvöld þar sem víðsvegar er verið að taka saman áhugaverðar staðreyndir um Davíð og aðgerðir hans og hegðun fram að þessu.

Ákvað að taka þetta sem mest saman hérna í upptalningu, upptalningin er ekki í neinni áhrifaröð. Dæmi nú hver fyrir sig.

Hvers vegna Davíð Oddsson ætti umsvifalaust að segja af sér sem Seðlabankastjóri:

Af eyjan.is:
1. Seðlabankinn er gjaldþrota. Stjórnendur hans töpuðu 150 milljörðum í óvarlegri lánastarfsemi til svokallaðra „óreiðumanna” í því sem kallað var ástarbréfaviðskipti. Þetta jafngildir hálfri milljón króna á hvert mannsbarn í landinu.
2. Seðlabankinn nýtti ekki góðu dagana til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða í samræmi við vöxt fjármálakerfisins, þrátt fyrir ábendingar um nauðsyn þess, m.a. frá Þorvaldi Gylfasyni. Viðbúnaður bankans við fjármálakreppu var því í skötulíki.
3. Jafnvel í vor synjaði bankinn láni frá J.P. Morgan sem bauðst á góðum kjörum og nam hærri fjárhæð en aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nú. Lýsir það ótrúlegu vanmati á viðbúnaðarþörf.
4. Bankinn áttar sig ekki á hlutverki sínu í fjármálastöðugleika og beitti ekki stjórntækjum sínum til að hemja vöxt bankanna, heldur lækkaði þvert á móti bindiskyldu sem var mjög misráðið.
5. Seðlabankinn hefur nær aldrei náð verðbólgumarkmiði sínu frá því honum var sett það í upphafi aldarinnar.
6. Bankinn vanmat augljóslega áhrif of sterks gengis á neyslu og fjárfestingagleði og þar með þenslu.
7. Að geyma gjaldeyrisforða þjóðarinnar á Englandi eftir að Icesave-vandinn var ljós og hætta á frystingu hans, er líkt því að vera í sjóorrustu hjá skipstjóra sem gleymdi púðrinu í landi. Yfirsjónin ætti að varða við þjóðaröryggi.
8. Óviðunandi er að stjórnendur Seðlabankans hafi frétt það í London í febrúar sl. að íslensku bankarnir væru í alvarlegum vanda. Ætlast verður til þess vegna stöðu og hlutverks bankans að hann hefði átt að uppgötva það sjálfur og fyrr.
9. Óskiljanlegar eru ívilnanir hinn 15. apríl í tengslum við bindiskyldu vegna útibúa erlendis eftir þær upplýsingar sem Seðlabankinn hafði fengið í London.
10. Hafi Seðlabankinn fengið svo greinargóðar upplýsingar um stöðu bankanna í London er skýrsla bankans um fjármálalegan stöðugleika frá maí sl. beinlínis villandi upplýsingagjöf.
11. Ófaglegt er að engin viðbragðsáætlun hafi verið til í bankanum vegna fjármálakreppu.
12. Lækkun og hækkun vaxta á víxl jók ekki trúverðugleika.
13. Óheppilegt var og trúlega viðvaningsháttur að Seðlabankinn keppti við viðskiptabankana um fjármagn, m.a. með skuldabréfaútgáfu og í lánalínum.
14. Viðvaningsháttur var að bankinn þagði þegar fréttir bárust af því að hann væri ekki með í samningum norrænu seðlabankana við þann bandaríska. Að bankinn skyldi ekki ná samningum við þann bandaríska var nógu slæmt en þögnin jók á ótta og óvissu og gróf enn frekar undan trúverðugleika á ögurstundu.
15. Ákvörðun um ríkisvæðingu Glitnis var stórslys. Svo röng var hún að stjórnvöld vonuðust fljótlega eftir þroti bankans svo ekki þyrfti að efna samninga! Hve illa er þá komið fyrir trúverðugleika Seðlabankans?
16. Fum og fát í gengismálum dró enn frekar úr trúverðugleika og fagmennsku í Seðlabanka Íslands. Ákvörðun um að festa gengið við 175 stig verður lengi kennd sem hrapaleg mistök, enda lifði „staðfesta” bankans í gengismálum aðeins í tvo daga, því oftrúin á krónuna var svo víðs fjarri veruleikanum á gjaldeyrismarkaði. Hún hefur síðan fallið um tugi prósenta.
17. Kastljósviðtal við formann bankastjórnar hjálpaði ekki til við að verja stærsta fyrirtæki landsins, Kaupþing, falli.
18. Þyngra er en tárum taki ótímabær yfirlýsing Seðlabankans um svokallað Rússalán. Bæði spillti það mjög þeim lánasamningum sem Geir Haarde hafði átt frumkvæði að og einnig orðspori okkar á alþjóðavettvangi.
19. Fyrrnefnt Kastljósviðtal, sem m.a. var birt í Wall Street Journal, dró nokkuð úr trúverðugleika íslensks fjármálakerfis á viðkvæmu augnabliki. Einkum þau ummæli sem voru þýdd svo:…Iceland is „not going to pay the banks’ foreign debts”.
20. Óheppilegt var að seðlabankastjóri skyldi hóta stjórnarformanni stærsta fyrirtækis landsins knésetningu.
21. Óheppilegt er að seðlabankastjóri dylgi um viðskipti einstaklinga við bankakerfið og ástæður beitingar hryðjuverkalaga.
22. Óheppilegt er að seðlabankastjóri aflétti einhliða trúnaði af fundum sínum með forystumönnum ríkisstjórnarinnar og samningum við IMF.
23. Óheppilegt er að seðlabankastjóri veiti seðlabankastjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum.

Af yddarinn.blog.is :

1) Davíð er aðalpostuli frjálshyggjustefnunnar hér á Íslandi og hefur verið það í mjög mörg ár.

2) Davíð skipaði sjálfan sig Seðlabankastjóra.

3) Davíð hefur ítrekað haft afskipti af pólitík eftir að hann varð Seðlabankastjóri, þrátt fyrir að sem opinber embættismaður eigi hann ekki að gera það.

4) Davíð tók fullan þátt í útrásarsöngnum en reyndi svo að þræta fyrir það.

5) Davíð tilkynnti um mörg hundruð milljarða Rússalán sem ekki var fótur fyrir (slík mistök þykja svona í alvarlegri kantinum, a.m.k. miðað við viðbrögð fag- og fjölmiðlafólks erlendis frá).

6) Davíð festi gengi krónunnar í hálfan dag upp á eigin spýtur, framhjá hagfræðideild Seðlabankans, og það er almennt talið hafa kostað þjóðina fúlgur.

7) Davíð hefur, sem stjórnmálamaður og embættismaður, sýnt þjóð sinni valdhroka í ýmsu formi í gegnum tíðina.

8) Og síðast en ekki síst: Davíð nýtur ekki trausts eða virðingar hjá a) almenningi, b) stjórnmálamönnum, c) eigin flokksmönnum (nema að litlum hluta til), d) verkalýðsfélögum, e) embættismönnum innan stjórnsýslunnar, f) aðilum á viðskipta- og bankamarkaði, g) erlendum bankastofnunum, h) seðlabönkum annarra þjóða og i) þjóðhöfðingjum annarra þjóða.

Svona aukreitis væri hægt að tína til einhliða stuðninginn við Íraksstríðið, játninguna um fólkið í röðinni hjá Mæðrastyrksnefnd („fólk safnast alltaf saman þar sem eitthvað er ókeypis“) og játninguna um hvernig hann hefur farið að því að kljást við andstæðinga og fjölmiðlafólk í gegnum tíðina (Smjörklípuaðferðin).

Hann er vanhæfur. Hann er rúinn trausti, hér heima og erlendis. Og ef hann ber ekki persónulega ábyrgð á bankahruninu ... þá hefur hann a.m.k. verið svo mikill lykilleikmaður í uppgangi bankanna að staða hans sé í besta falli vafasöm

Af marinogn.blog.is :

Ástæðan fyrir því að bankastjórn Seðlabankans á að víkja

Burt séð frá öllu öðru, þá tel ég vera eina ástæðu fyrir því að bankastjórn og stjórn Seðlabankans hefðu átt að víkja til hliðar í einu lagi strax um miðjan október:

  • Bankastjórn Seðlabankans, með Davíð Oddsson innanborðs, og stjórn Seðlabankans settu Seðlabankann á hausinn á sinni vakt

Það virðist enginn átta sig á þeirri staðreynd.  Ég veit ekki um neinn bankastjóra eða stjórnarmann seðlabanka á Vesturlöndum sem hefur sett bankann sinn á hausinn. Hvað þá að viðkomandi sitji sem fastast þrátt fyrir þann gjörning.

Seðlabankastjórar geta ekki skýlt sér bak við það, að bankarnir hafi hrunið.  Það er nefnilega sama skýring og eigendur Stoða, Milestone, Samson og Exista hafa ekki fengið að nota.  Þau fyrirtæki, alveg eins og Seðlabankinn, stóðu ágætlega alveg þar til eignir þeirra í bönkunum urðu að engu á þremur svörtum dögum í október. 

Seðlabankastjórarnir settu bankann á hausinn, en eigandi bankans borguðu hann út úr klípunni með því að kaupa af honum verðlitla pappíra.  Það er nefnilega allt í lagi að stjórnvöld skipti sér að bankanum, þegar allt komið í óefni, en þau mega setja fram þá kröfu, að mennirnir sem settu bankann á hausinn stígi til hliðar.

Nú spyr ég bara hæstvirtan fjármálaráðherra:  Er búið að greiða 270 milljarðana inn í Seðlabankann?  Ef ekki, þá er bara að neita að borga nema að bankastjórar og stjórn bankans víki.  Einfaldara getur það ekki verið.  Ríkisstjórnin telur núverandi stjórnarherra í Seðlabankanum vera vanhæfa til að halda verkinu áfram og því er eðlilegt að svona krafa sé sett fram.

Bendið mér á einhver eiganda fyrirtækis, sem hefur leyft framkvæmdarstjóranum að halda starfinu sínu, eftir að hann tapaði á einu bretti 345 milljörðum.  Ég veit ekki um neinn.  Auk þess held ég, að ekki sjái fyrir endann á þessum afskriftum.

Þannig að burt séð frá skoðun fólks á Davíð og hvort hann hafi varað við fallinu eða ekki, þá fór Seðlabankinn í þrot á hans vakt.  Það er næg ástæða fyrir því að hann, Ingimundur, Eiríkur, Halldór Blöndal, Hannes Hólmsteinn og aðrir stjórnarmenn eiga að segja af sér.  Þetta kemur ekkert því við hvaða menntun menn hafa, í hvaða stjórnmálaflokki menn eru, hvort menn standist hæfisreglur eða hvað það er nú annað sem fólk hefur borið fyrir sig.  Þetta eru bara hreinar og beinar staðreyndir um að þeim tókst hrapalega til og eiga þess vegna að víkja.

Eins og ég segi, dæmi nú hver fyrir sig en væri maðurinn yfirmaður yfir rekstri sem að ég ætti persónulega væri ég fyrir lifandis löngu búinn að segja honum upp.


mbl.is „Hann gefur í og bakkar á mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki mál til komið að hætta alfarið loðnuveiðum við Íslandsstrendur?

Ekkert í hafinu skiptir þjóðarhag meira máli en velgengi þorskstofnsins. Það er sú auðlind úr hafi sem skilar hæstum tekjum sama hvernig er reiknað. Því hefur mér alltaf þótt það afar undarlegt að leggja svona mikla áherslu á það að veiða frá honum matinn.

Loðnan skilar tiltölulega litlum tekjum til þjóðarinnar per tonn í samanburði við Þorskinn og hafa fjölmargir aðilar fært fyrir því ágætis rök að mikil veiði Loðnu dragi verulega úr vaxtahraða Þorsksins.

Erum við ekki einfaldlega nú þegar að Þorskurinn er nánast horfinn frá Færeyjum og Grænlandi einfaldlega að skjóta undan okkur lappirnar með því að ganga hart að fæðu hans við Íslandsstrendur?


mbl.is Gefur út rannsóknarkvóta í loðnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasisminn blómstrar hjá bloggurum undir fyrirsögnum mbl.is

Þessi fyrirsögn sem mbl.is er að hafa nánast orðrétt eftir Aftenposten í Noregi er svo gildishlaðin að það er ömurlegt. Hvað er að því að vera Pólverji? Hvað er að því að vera atvinnulaus Íslendingur í atvinnuleit? Af hverju er það eins og að vera Pólverji og ef svo er, er það slæmt?

Mér finnst þetta undarlegur fréttaflutningur. Annaðhvort er blaðamaðurinn eða konan algerlega gagnrýnilaus eða jafnmikil/l rasisti og skrifari Aftenposten.

Hugsar þú svona líka?


mbl.is Íslendingar „nýju Pólverjarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldismaðurinn Ólafur Klemensson lætur aftur til skarar skríða - nú með enn meiri hættu

Að halda að maður komist upp með það að aka á manneskju af því að þér líka ekki pólitískar skoðanir hennar í vitna viðurvist er ekki líklegt til þess að teljast nálgast andlegt heilbrigði. Maðurinn er augljóslega skaphundur og mun á endanum valda einhverjum verulegum skaða verði ekki eitthvað aðhafst.

Er réttlætanlegt að maðurinn gegni trúnaðarstörfum fyrir almenning? Á hann ekki betur heima í dyravörslu hjá Geira nektarkóngi eða í einhverju viðlíka?

Burt með manninn af okkar launaskrá og það strax.

Ég hvet manneskjuna sem að Ólafur reyndi að aka yfir til þess að kæra hann umsvifalaust. Það skortir ekki vitni í málinu. Maðurinn þarf að leita sér einhverrar hjálpar.

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is Ólafur segir mótmælenda hafa skemmt bifreið sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband