Er þá ekki kurteisis hjalinu og protocol einfaldlega lokið og tími til kominn að klára vinnu við frumvarpið?

Það liggur á því að klára frumvarpið um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Fyrst að hægt var að koma á lögum um gríðarleg gjaldeyrishöft á einni kvöldstund og neyðarlögum sem fela í sér alræðisvald ráðamanna yfir þjóðinni á rétt um sólarhring, þá getur ekki þurft að taka langan tíma að koma í gegn frumvarpinu um breytingar á starfsemi Seðlabankans.

Tíminn er mikilvægur, mannskepnan getur verið afar hefnigjörn og skaðleg finnist henni hún króuð af. Davíð er vissulega þar engin undantekning. Það sem er sérstakt við stöðu Davíðs er að hann getur væntanlega valdið mun meiri skaða á skömmum tíma sökum stöðu sinnar en margur meðalmaðurinn.

Þá finnst mér koma fram afar góð rök fyrir því hví bankastjórn Seðlabankans ætti að víkja hið fyrsta í skrifum hjá honum Marínó G. Njálssyni sem finna mér hér. En þar fjallar hann um þá einföldu staðreynd máls að bankastjórnin setti bankann á hvínandi kúpuna á sinni vakt og er það eini Seðlabankinn sem er í raun gjaldþrota vegna ástandsins, að minnsta kosti enn sem komið er.

Telst það ekki næg brottrekstrarsök?

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Djöfull eruð þið biluð.

Ómar Ingi, 8.2.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Blessi þig Ómar minn, en hver eru "við"?

Baldvin Jónsson, 8.2.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Alveg rétt, og svo fer Jóhanna með kústinn og klárar dæmið. Verður trúlega hvöss til augnanna. Svo er Hörður Torfason búinn að boða "búsáhaldaþingið" til fundar við Svörtu loft kl 8 í fyrramálið. Vona bara að ekki verði slys á fólki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Ómar Ingi

Fólkið sem er á villigötum og viljið þessa konu og aðra leysingja af viti við völd.

Blessi þig líka Baddi minn

Ómar Ingi, 8.2.2009 kl. 23:17

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það eru þá "þau" Ómar, ég hef hvergi lýst öðru yfir en að ég vilji alls ekki þessa ríkisstjórn við völd.

Burt með pólitíkusana, þeir eru hvort eð er allir bara í framboðsgírnum núna. Inn með neyðarstjórn hið fyrsta.

Baldvin Jónsson, 9.2.2009 kl. 00:37

6 Smámynd: Ómar Ingi

Takk Baddi.

Ómar Ingi, 9.2.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband