Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Væri áhugavert að sjá viðbrögð einkavæðinga sinna hér heima við þessum fréttum

Bandaríska ríkið er að standa í þessum inngripum nú væntanlega, vegna þess að þeim reiknast til að það yrði of mikill skaði fyrir samfélagið í heild ef þessi félög sem gripið hefur verið inn í færu í þrot.

Það sem að ég velti fyrir mér í þessu samhengi er krafan þeirra um meirihluta eign í félögunum á eftir. Ef að íslensku bankarnir hefðu þurft þessa aðstoð sem menn óttuðust um síðustu áramót, og gæti jafnvel enn komið að skilst mér með Landsbankann a.m.k., yrði þá ekki allt vitlaust hjá frjálshyggjumönnunum ef ríkið neitaði aðstoðinni nema gegn því að leysa aftur til sín bankann?

Mér finnst þetta persónulega gott skref hjá Bandaríska ríkinu. Þarna eru þeir bæði að tryggja (eða því sem næst, verður seint gulltryggt) fjárframlag þjóðarinnar til rekstursins með eignarhlut á sama tíma og þeir eru að verja þjóðina við fjárhagslega áfallinu sem myndi fylgja við hrun svo stórra aðila á markaði. Eins væri líka hreinlega fáránlegt að leggja til fé en skipta ekki út yfir stjórn þessara félaga, stjórnum sem búnar eru með afar slæmum fjárfestingum að nánast slátra gullkálfunum sínum.

Eftir því sem að mér skilst er Landsbankinn hlutfallslega einn skuldugasti banki í Evrópu. Hver veit, ef það er satt, er mögulega þörf á inngripi frá íslenska ríkinu fyrr en varir.

--------------------------------------

Smá viðbót hérna.

Datt í hug eftir að hafa lesið færsluna hans Eyþórs Arnalds og athugasemdirnar þar hvernig þetta lítur út í samræmi við íslenska hagkerfið og 500 milljarðana sem að íslenska ríkið fékk vilyrði fyrir að taka að láni.

Hvernig ætli viðbrögðin yrðu í USA ef að ríkisstjórnin þar myndi samþykkja að veita sem nemur u.þ.b. 5.567,5 milljarði dala að láni til "hressingar" við fjármálageirann?  Það yrði einfaldlega aldrei samþykkt.

Kannski sýnir þetta litla dæmi okkur líka svart á hvítu hversu stórir/þandir bankarnir okkar eru orðnir miðað við okkar litla hagkerfi.


mbl.is Mestu viðskiptainngrip sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík vs. lærdómur ... Álgerður vs. skynsemi...

Sit hérna á Þjóðarbókhlöðunni og er að læra um svokallaðan Hlunk í Excel sem er ágætt, en meðan að ég sat og var að bíða eftir nettengingu hérna rak ég augun í greinar, bæði í Morgunblaðinu frá því í gær, sunnudag, og í Fréttablaðinu í dag, sem að ég stenst ekki mátið að skrifa aðeins um hérna.

Fyrst rak ég augun í afar vel skrifaða grein Ragnars Önundarsonar á bls. 40-41 í sunnudagsblaði Morgunblaðsins frá því í gær þann 14.09.08 undir heitinu: "Um bókstafstrú og hagstjórnarmistök".
Í grein sinni tiltekur Ragnar að mínu mati á yfirvegaðan máta hvernig núverandi efnahagsástand er að stærstum hluta hagstjórnarmistök síðustu ríkisstjórnar en ekki núverandi. Að núverandi ástand sé afleiðing gjörða síðustu ríkisstjórnar, sem að flestir muna efalaust vel að var að helmingi drifinn áfram af afskaplega stóriðjusinnuðum framkvæmdaglöðum Framsóknarflokki. Framsóknarflokki sem nú situr í stjórnarandstöðu og kennir núverandi ríkisstjórn um ástandið. Ástand sem að hefur skapast fyrst og fremst vegna allt of mikilla framkvæmda á stuttum tíma fyrir okkar litla hagkerfi. Framkvæmda sem að nánast allir hagfræðingar landsins, sem voru ekki annað hvort leiguþýði Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar, sögðu óráð og að þetta mikilli þenslu myndi fylgja gríðarleg verðbólga og harður samdráttur.

Eftir að hafa lesið þessa vel skrifuðu og jarðbundnu grein Ragnars og reyndar líka grein á sömu síðum eftir Þröst Ólafsson hagfræðing um blekkingu stóriðjustefnunnar, að þá fannst mér afar skemmtileg, já jafnvel fyndið, að reka augun í grein Valgerðar Sverrisdóttur fyrrum ráðherra og núverandi varaformanns Framsóknarflokksins, þar sem að hún hefur álvers framkvæmdirnar til skýjanna og segir "Ég get ekki hugsað það til enda hver staðan væri ef ekki hefði verið ráðist í stórframkvæmdirnar á sínum tíma", og nefnir hún það meðal annars í samhengi við kvótaniðurskurðinn.

Valgerður, það vill svo til að fjölmargir fræðingar hafa hugsað og reiknað þá hugsun til enda. Bæði fyrir og eftir. Meirihluti þeirra reyndi góðfúslega að vara þig og þína við en á þá var ekki hlustað, meðal annars vegna mikils samviskubits ykkar sem héldu um stjórnartaumana vegna kvótabrasks sem að þið misstuð algerlega stjórn á strax í upphafi kvótakerfisins, eða því sem næst.

Við getum ekki haldið áfram að plástra míkró hagkerfi tiltekinna sveitarfélaga með óðaverðbólgu á alla landsmenn. Það hljóta allir landsmenn að vera því sammála.

Af hverju ættum við til dæmis að byggja álver á Bakka fyrir Húsvíkinga til að bæta þar atvinnuástand? Eru ekki samtals innan 50 manns án atvinnu á Húsavík sem að fá ekki vinnu ef þeir vilja?  Er réttlætanlegt að öll þjóðin þurfi að ganga aftur í gegnum óða verðbólu og verðbólgu til þess að fjölga Húsvíkingum? Er að vísu gott fyrir genapottinn þar efalaust að fjölga innflytjendum, en er það það sem að verið er að sækjast eftir? Tek skýrt fram að hjá mér er enginn ami í garð Húsvíkinga og þeirra fallega bæjar, sé bara ekki réttlætið fyrir þjóðina í þessari mögulegu framkvæmd.

Valgerður og þið hin sem eruð með álið á heilanum. Er ekki kominn tími á að draga úr neyslunni? Er ráðlegt að laga alltaf þynnkuna með meiri neyslu?

Ég segi nei!  Náum áttum áður en af stað er rokið. Skipuleggjum nú með heildarmati á landinu öllu næstu skref. Ekki hlaupa bara af stað með nokkurra daga vistir á næsta neyslu fyllerí. Plönum þetta almennilega og höfum þetta frekar almennilega veislu okkur og framtíðar kynslóðum til handa.


LOKSINS LOKSINS LOKSINS :D:D:D

Mér líður bara eins og eftir silfur leik handboltastrákanna okkar Cool

Alveg frábær seinni hálfleikur fyrir Liverpool sem knúðu í gegn sigur gegn góðu liði með dugnaði öðru fremur. Voru einfaldlega á undan í flest alla bolta í seinni hálfleiknum.

Alonso sem að fyrir einhverjar sakir sem að ég skil ekki, hefur verið orðaður mikið við sölu undanfarið átti frábæran leik og skapaði dúndur skot frá honum fyrra markið okkar þar sem að Van der Sar í frákastinu sópaði boltanum í lærið á Wes Brown og þaðan í eigið mark.

Finn aðeins til með Keane, sem var amk tvisvar sinnum mjög nálægt því að setja sitt fyrsta fyrir Liverpool, en náði því miður ekki í þetta skiptið. Hann og Kuyt að öðrum ólöstuðum voru engu að síður að mínu mati ásarnir sem með miklum dugnaði drógu liðið með sér í þennan sigur.

 

 

Babel kom, sá og sigraði og setti seinna mark Liverpool eftir að baráttu gleði skilaði boltanum til hans þar sem að hann stóð frír í teignum. Duglegur og teknískur. 

 

Alveg meiriháttar "fíling" Wizard

ÁFRAM LIVERPOOL !!!!!


mbl.is Babel tryggði Liverpool langþráðan sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig langar ekki oft að blóta nú orðið.....

... en hvaða ótrúlegi aumingjaskapur var það að hlaupa ekki í frákastið frá vítaspyrnunni????

Það er nú ekki oft sem að markmennirnir okkar eru að verja svo ágætlega vítaspyrnur að við megum við því að vörnin standi bara í heild sinni eins og vængbrotnar álkur og HORFI á leikinn úr fjarlægð.

Ég er nú ekki mikill fótboltamaður á vellinum, en þetta fannst mér einfaldlega aumingjaskapur.

Synd að minnast þessa helst í einum besta leik sem að ég hef séð liðið spila lengi.


mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo tökum við einn svona laugardags :-)

 

Og einn fyrir Hlyn Jakobsson: Að lokum eitt hérna til að minnast Gumma Björns og alka ballana upp úr '90:
mbl.is Logi skoraði 10 mörk í sigri Lemgo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins kostur sem er ekki að öllu leyti slæmur...

Mér satt best að segja fannst bara nokkuð gaman að því að sjá í fréttunum í gærkvöldi umfjöllun um virkjanakost sem að mínu mati kemur vel til greina.  

Þessar hugmyndir með Bjallavirkjun eru fyrstu tillögur sem að ég hef séð í langan tíma sem að mér finnast hreinlega fýsilegur kostur. Þarna er verið að tala um umrót á svæði sem nú þegar er meira eða minna virkjað og umhverfis áhrifin því hverfandi í samanburði við ansi marga aðra kosti.

Verður bara að tryggja að Landmannalauga svæðið og Fjallabökin verði ekki fyrir hnjaski.

Lónið sem að þessu myndi fylgja er reyndar komið afar nálægt Langasjó og við vitum öll að Langisjór og Skaftá hefur löngum heillað Landsvirkjun sem góður kostur. En það er svæði sem er þvílík náttúruperla að það verður að verja með öllum ráðum. Við vitum nú af reynslunni að austan, þar sem Lögurinn breyttist í drullupoll verði mönnum víti til varnaðar.

LögurinnÞað var ekki á fólki á Héraði að heyra í viðtölum í fréttum fyrir nokkrum dögum að nokkur maður þar væri sáttur við breytingarnar sem orðið hafa á Leginum eftir að Jöklu var veitt þangað niður.

Lögurinn er nú risa stór drullupollur engum til sóma.

Þessar hugmyndir með Bjallavirkjun eru fyrstu tillögur sem að ég hef séð í langan tíma sem að mér finnast hreinlega fýsilegur kostur. Þarna er verið að tala um umrót á svæði sem nú þegar er meira eða minna virkjað og umhverfis áhrifin því hverfandi í samanburði við ansi marga aðra kosti.

Verður bara að tryggja að Landmannalauga svæðið og Fjallabökin verði ekki fyrir hnjaski.


mbl.is Landsvirkjun vill Bjallavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendu gestirnir spyrja mig gjarnan hvort að við eigum enga olíu?

Ég svara því gjarnan í hálfkæringi með orðunum: "Nei, sem betur fer ekki."

Þeir spyrja hvað meinarðu og aftur svara ég háðslega: "Meðan að við eigum ekki olíu ráðast kanarnir a.m.k. ekki á okkur til að tryggja frið hérna í innanlandsmálunum."

Kannski að verði í lagi að finna þetta núna, ef Demókratarnir ná völdum og fara að einbeita sér meira að sínum eigin innanlands vanda?


mbl.is 170.000 milljarðar að veði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tefjum málið aðeins meira með dómsmáli....

Greinilega mikil heift í mönnum, heiftin kemur oft í veg fyrir heilbrigða skynsemi og yfirvegun.
Hvað ætli svona dómsmál tæki langan tíma til viðbótar?

En af hverju liggur svona á? Sveitarfélögin eru ekki að vera AF neinum tekjum með þessu. Þessar tekjur eru ekkert að fara, þær koma bara ekki strax. Sveitarfélögin fyrir hönd sveitunganna hafa aðgengi að þessum auðlindum áfram. Þetta er ekki eins og oft er í viðskiptalífinu þar sem að hika er sama og að tapa.

Einmitt þvert á móti, hérna á það við að æðibunugangurinn byrgir okkur sýn. Að minnsta kosti virðast færri og færri sjá þá heilbrigðu skynsemi sem fælist í því að gera heildrænt skipulag fyrir allar orku auðlindir okkar áður en hlaupið er áfram.

Núna virðist rökhyggja þjóðarinnar hafa horfið út af smávægilegum samdrætti. Það eru enn allir með vinnu sem vilja vinnu. Það eru enn allir með nægan mat að borða, mikla opinbera þjónustu, guð má vita hvað margar sjónvarpsrásir, 2,4 bíla per heimili o.s.frv. o.s.frv.  Hvað er kreppa?

Ég vil framþróun, ég vil skynsamlega og ARÐBÆRA nýtingu auðlinda okkar til framtíðar. Ekki bara skammtíma gróða í nútíð.


mbl.is Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessaður kallinn hann Gústi...

Agust_Fylkisson

Karlgreyinu varð of heitt í hamsi í hita leiksins og eðlilega verða að vera einhver viðurlög við því að ráðast gegn lögregluþjóni að störfum. Þó að mér finnist reyndar fáránlegt að vera að taka það sérstaklega fram við fréttaflutning að um hafi verið að ræða sumarstarfsmann í Lögreglunni eins og ítrekað kom fram. Hvaða máli skiptir það? Við verðum að sjálfsögðu að geta treyst á það að lögregluþjónar, hvort sem er í fullu starfi eða sumarstarfi, valdi starfinu.

En þegar ég sá þessa frétt fyrst varð mér hugsað til þess tíma þegar að ég kynntist Gústa í Miðfirðinum, þar sem að við vorum báðir í sveit. Ég á Barkarstöðum og hann að Bjargi. Við þekktumst þar aðallega í gegnum sameiginlegan áhuga okkar á því að komast á böllin í grendinni. "Grendin" gat reyndar í sumum tilfellum verið nánast 200 km. akstur aðra leiðina, vegarlengdir eru eitthvað svo teygjanlegar í sveitinni.

En mér varð hugsað til þessa tíma með Gústa vegna þess að þegar að ég var þarna fyrir norðan sem unglingur var mér sögð saga af manni úr Víðidalnum að mig minnir. Maður þessi, nefnum engin nöfn ef ske kynni að þetta sé skröksaga, var þekktur sem ljúfmenni en rann þó á hann æði eisntaka sinnum ef honum fannst um verulegt óréttlæti að ræða. Kannski svona svipað og Gústa fannst um þessa framkomu yfirvalda við mótmælum.

Eitt sinn er sagt að þessi ónefndi maður hafi tryllst fyrir utan Víðihlíð, sem er samkomuhúsið í Víðidalnum, eftir að hafa verið fleygt út vegna einhverja saka sem að hann vildi ekki kannast við. Rann þá á hann þvílíkt æði að hann greip í fang sér tæplega 20 feta vel tjargaðan rafmagnsstaur sem lá þarna á hlaðinu, og hljóp með hann í gegnum hurðina á Víðihlíð og áleiðis beint inn á dansgólf sem var beint inn af fordyrinu. Svona staurar lágu þarna víða á þessum tíma vegna þess að verið var að skipta þeim út fyrir rafmagns möstrin sem við þekkjum betur í dag. Þorði víst engin að eiga við þennan ónefnda mann það sem eftir lifði kvölds.

Daginn eftir var hins vegar hringt í hann og hann beðinn að koma og fjarlægja staurinn af dansgólfinu. Verkefni sem að 2 þræl hraustir dyraverðir höfðu víst reynt í sameiningu en ekki náð að hreyfa staurinn. Sá ónefndi mætti skömmustulegur skömmu síðar, því eins og fyrr sagði var hann almennt hinn dagfarsprúðasti og vænsti drengur. Nú vildi hins vegar þannig til, að meira að segja hann sjálfur náði ekki að hreyfa mikið staurinn, sem að hann hafði sjálfur komið með hlaupandi inn í fanginu kvöldið áður.

hvammstangi-93-18507En ég er að segja ykkur þessa sögu vegna þess að stuttu síðar var þessi maður fenginn til að ganga í Lögregluna á Hvammstanga, segir sagan, vegna þess að þeir ákváðu að það væri besta leiðin til að halda friði á uppákomum í sveitinni. Það réðst ekkert við hann í þessum ham, en í búningnum var hann alltaf hinn hugljúfasti á sama tíma og allir báru virðingu fyrir honum og datt ekki í hug að reyna á hann í líkamlegum burðum. (Myndin er fenginn af vef www.ismennt.is 04.09.08).

Mér datt sem sagt sí svona í hug, var Gústi kannski bara, minnugur þessarar sögu, að reyna að fá inn í Lögregluna í Reykjavík?

Annað sem kom mér í huga í gær við að sjá þessa frétt var að nú liggur þá líka fyrir fordæmi gagnvart blessuðum lögreglumanninum sem veittist að unglingspiltinum í 10-11 með hálstaki og var svo óheppinn að atvikið náðist á hreyfimynds upptöku. Ætti hann ekki að fá svipaðan dóm?

 


mbl.is Í fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er raunverulega meining orðanna "varúð" og "náttúru umhyggja" hjá hæstvirtum Iðnaðarráðherra

Hæstvirtur Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, talaði fyrir því á Alþingi í dag að ríkisstjórnin styðji álver á Bakka. Hann nefndi ekkert stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland og svaraði engu fyrirspurnum þingmanna VG þar um. Hann sagði hins vegar í ræðu sinni: "að ríkisstjórnin myndi halda áfram að byggja upp íslenskt atvinnulíf með því að nýta auðlindir Íslands af varúð og um leið umhyggju gagnvart náttúrunni sjálfri."

Mér leikur forvitni á að vita, hvað þýðir þetta Össur? Þetta eru fögur orð, gildishlaðin en þýða þó í raun nákvæmlega ekkert. Er stefna ríkisstjórnarinnar að nýta núna á skömmum tíma stærstan hluta orku auðlinda þjóðarinnar fyrir iðnað sem skilar okkur með allra lægstu tekjum mögulegum per Mw? 

Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðiflokks í suðurkjördæmi, talaði um að umræðan hér fæli frá. Tekur líka sem dæmi Búrfells virkjun og mótmæli þá og að við værum öll bara að vinna við niðursuðu á fiski í dósir í dag, ef að ekki hefði verið virkjað þá. Ég spyr þig Kjartan Ólafsson, telur þú raunverulega að aðstæður á Íslandi í dag séu á einhvern hátt sambærilegar við ástandið hér fyrir 30, 40 eða 50 árum síðan??  Ef svo er ráðlegg ég þér eindregið að koma út úr moldarkofanum fyrir austan og stíga inn í 21. öldina með okkur hinum.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í suðvestur kjördæmi, sveiflaði sér í tölfræði og vill meina að íslendingar séu náttúruverndar þjóð vegna þess að aðeins um 2% af landinu fari undir virkjanir og framkvæmdir þeim tengdum meðan að um 20% lands sé friðland og þjóðgarðar. Þetta hljómar afar fallega Jón, en er blekkingar leikur engu að síður. Í rekstri þarf að skoða hvað skilar rekstrinum bestum árangri og þá framlegð. Tölfræðin sem hér skiptir megin máli er sú, að gangi núverandi virkjana og álvers plön eftir, í skjóli smávægilegs samdráttar, verða um 85% af nýtanlegri orku þjóðarinnar framseld til erlendra fyrirtækja. Fyrirtækja sem skila okkur afar litlum arði af orkunni í samanburði við hvað flest annað myndi gera.

Ég hef nefnt þessar tölur við fjöldann allan af erlendum gestum sem ég hef verið með á ferð hér um landið, þar á meðal mikið af Bandaríkjamönnum sem eru flestir afar stóriðju þenkjandi. Gestunum finnst undantekningarlaust hreinlega fásinna að svo stór hluti af auðlindum þjóðar sé eða eigi að verða framseld til erlendra aðila.

Önnur hugleiðing er líka, ef að álið er málið hérna, af hverju erum við þá bara að framleiða hráefni en ekki með stór framleiðslu á vörum úr áli?

Af hverju er alltaf talað um gufuafl sem endurnýjanlega orku? Þó að sú orka vissulega muni LÍKLEGA endurnýjast á löngum tíma eftir að virkjun á svæðinu er HÆTT, er það ný skilgreining á endurnýjanlega hugtakinu? Er ekki í raun virkjun straumvatna, þar sem ekki fyllast lónin af aur á afar skömmum tíma, mun frekar endurnýjanleg orka, eða öllu heldur sjálfbær? Að minnsta kosti svo lengi sem að hnatthlýnun þurrkar ekki landið okkar þeim mun meira. Meðan að rignir og snjóar hérna eitthvað nálægt því sem hefur verið í meðal ári hingað til að þá eru straumvötn líklegri til langframa, til að vera sjálfbær orkugjafi.

En hver er megin ástæða þess að ég fann hjá mér þörf til að skrifa um þessar umræður á Alþingi í dag? Jú, megin ástæðan er sú að ég á alveg óskaplega erfitt með að skilja hvernig það leysir núverandi efnahagsvanda að skapa meiri þenslu.

Við erum núna að upplifa þynnkuna sem af því hlýst að hafa gengið of langt undanfarin ár. Hagkerfið okkar þandist allt of hratt á mjög skömmum tíma og slíkum tímum fylgir óhjákvæmilega niðurtúr. Ef nú á að framlengja partíið í nokkrar vikur/mánuði/ár í viðbót með frekari ofneyslu, hvernig á þá að bregðast við næst?

Er lausnin við óhófi afréttari?

Langisjor_Haukur_Snorrason_tok_myndinaÉg myndi heldur mæla með því að jafna sig eftir sukkið með því að jarðtengja sig aðeins aftur. Stíga út úr kassanum og fara aðeins út fyrir og njóta þess besta sem Ísland hefur fram að færa. Hefurðu t.d. komið nýlega eða yfir höfuð einhvern tímann að Langasjó?  (Haukur Snorrason tók þessa mynd sem að ég fékk af vef Landverndar). Kíktu við, þú finnur hvernig orkan þar nýtist á nánast yfirnáttúrulegan hátt til að endurhlaða þín batterí.

Má ekki skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir? Eitthvað annað en örfoka mela sem meðal annars hafa orðið til við miklar virkjana framkvæmdir á hálendinu. Örfoka mela og auðnir sem eru orðin afar stór hluti af af landinu okkar, sem Jón Gunnarsson þingmaður tók af einhverjum ástæðum ekki fram í ræðu sinni þrátt fyrir að hann hafi augljóslega verið að skoða nýtingu landsins tölfræðilega.

Ef þú kæri lesandi, lýtur inn á við og spyrð þig einlæglega. Trúir þú því þá í raun að partíið verði að halda áfram með þessu óhófi?


mbl.is Stjórnin styður álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband