Blessaður kallinn hann Gústi...

Agust_Fylkisson

Karlgreyinu varð of heitt í hamsi í hita leiksins og eðlilega verða að vera einhver viðurlög við því að ráðast gegn lögregluþjóni að störfum. Þó að mér finnist reyndar fáránlegt að vera að taka það sérstaklega fram við fréttaflutning að um hafi verið að ræða sumarstarfsmann í Lögreglunni eins og ítrekað kom fram. Hvaða máli skiptir það? Við verðum að sjálfsögðu að geta treyst á það að lögregluþjónar, hvort sem er í fullu starfi eða sumarstarfi, valdi starfinu.

En þegar ég sá þessa frétt fyrst varð mér hugsað til þess tíma þegar að ég kynntist Gústa í Miðfirðinum, þar sem að við vorum báðir í sveit. Ég á Barkarstöðum og hann að Bjargi. Við þekktumst þar aðallega í gegnum sameiginlegan áhuga okkar á því að komast á böllin í grendinni. "Grendin" gat reyndar í sumum tilfellum verið nánast 200 km. akstur aðra leiðina, vegarlengdir eru eitthvað svo teygjanlegar í sveitinni.

En mér varð hugsað til þessa tíma með Gústa vegna þess að þegar að ég var þarna fyrir norðan sem unglingur var mér sögð saga af manni úr Víðidalnum að mig minnir. Maður þessi, nefnum engin nöfn ef ske kynni að þetta sé skröksaga, var þekktur sem ljúfmenni en rann þó á hann æði eisntaka sinnum ef honum fannst um verulegt óréttlæti að ræða. Kannski svona svipað og Gústa fannst um þessa framkomu yfirvalda við mótmælum.

Eitt sinn er sagt að þessi ónefndi maður hafi tryllst fyrir utan Víðihlíð, sem er samkomuhúsið í Víðidalnum, eftir að hafa verið fleygt út vegna einhverja saka sem að hann vildi ekki kannast við. Rann þá á hann þvílíkt æði að hann greip í fang sér tæplega 20 feta vel tjargaðan rafmagnsstaur sem lá þarna á hlaðinu, og hljóp með hann í gegnum hurðina á Víðihlíð og áleiðis beint inn á dansgólf sem var beint inn af fordyrinu. Svona staurar lágu þarna víða á þessum tíma vegna þess að verið var að skipta þeim út fyrir rafmagns möstrin sem við þekkjum betur í dag. Þorði víst engin að eiga við þennan ónefnda mann það sem eftir lifði kvölds.

Daginn eftir var hins vegar hringt í hann og hann beðinn að koma og fjarlægja staurinn af dansgólfinu. Verkefni sem að 2 þræl hraustir dyraverðir höfðu víst reynt í sameiningu en ekki náð að hreyfa staurinn. Sá ónefndi mætti skömmustulegur skömmu síðar, því eins og fyrr sagði var hann almennt hinn dagfarsprúðasti og vænsti drengur. Nú vildi hins vegar þannig til, að meira að segja hann sjálfur náði ekki að hreyfa mikið staurinn, sem að hann hafði sjálfur komið með hlaupandi inn í fanginu kvöldið áður.

hvammstangi-93-18507En ég er að segja ykkur þessa sögu vegna þess að stuttu síðar var þessi maður fenginn til að ganga í Lögregluna á Hvammstanga, segir sagan, vegna þess að þeir ákváðu að það væri besta leiðin til að halda friði á uppákomum í sveitinni. Það réðst ekkert við hann í þessum ham, en í búningnum var hann alltaf hinn hugljúfasti á sama tíma og allir báru virðingu fyrir honum og datt ekki í hug að reyna á hann í líkamlegum burðum. (Myndin er fenginn af vef www.ismennt.is 04.09.08).

Mér datt sem sagt sí svona í hug, var Gústi kannski bara, minnugur þessarar sögu, að reyna að fá inn í Lögregluna í Reykjavík?

Annað sem kom mér í huga í gær við að sjá þessa frétt var að nú liggur þá líka fyrir fordæmi gagnvart blessuðum lögreglumanninum sem veittist að unglingspiltinum í 10-11 með hálstaki og var svo óheppinn að atvikið náðist á hreyfimynds upptöku. Ætti hann ekki að fá svipaðan dóm?

 


mbl.is Í fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband