Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Hæstvirtur Forsætisráðherra Geir Haarde
30.9.2008 | 12:31
Mig langar til þess að nota þetta tækifæri til þess að biðla til þín í einlægni.
Þannig er mál með vexti að ég, eins og stór hluti þjóðarinnar, á skuldir meðal annars í erlendum gjaldeyri. Nú er svo komið að blessaður bíllinn sem að stendur sem veð að baki skuldinni hríðlækkar í verði sökum þess að það er nákvæmlega engin bílasala að mér skilst, á sama tíma og skuldin sjálf hækkar gríðarlega dag frá degi, og er ástandið reyndar orðið grátbroslegt bara. Á meðan að ég horfi á höfuðstólinn nálgast fasteigna skuldina mína les ég um að gengisvísitalan sé að slá ný met á hverjum degi. Það er efalaust alltaf gaman að slá ný met, en þetta eru þó án vafa met sem að koma að virðist engum vel.
Mig langar því að biðja þig, hæstvirtur forsætisráðherra, að stíga nú fram og gangast við hlutskipti þínu. Okkur vantar ekki góðan framkvæmdastjóra sem situr hjá og leyfir staffinu sínu að njóta frelsis til sköpunar. Okkur vantar Forstjóra sem stígur fram og tekur ábyrgð. Forstjóra sem að eigin frumkvæði leggur eitthvað til málanna (eitthvað annað en bankarán þ.e.a.s.).
Ert þú tilbúinn að vera þessi Forstjóri Geir?
Gengisvísitalan yfir 190 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefði Davíð brugðist eins við ef Jón Ásgeir hefði ekki verið einn stærsti eigandinn?
29.9.2008 | 23:44
Þetta er spurning sem að mér finnst í raun merkilegt að hafi ekki verið varpað hreinskilningslega fram í umræðunni í dag. Það er af ýmsum búið að ýja að því, en af hverju til dæmis spurði Simmi ekki bara Geir hreint út um það í Kastljósinu?
Hvað finnst þér? Heldurðu að Davíð/Seðlabankinn hefði kosið þessa leið ef Jón Ásgeir væri ekki einn af stærstu eigendum?
Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gaman að sjá þennan erlenda áhuga á Íslandi
29.9.2008 | 09:38
https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ic.html
Engar áhyggjur, þeir eiga að sjálfsögðu svona prófíl yfir öll lönd heimsins.
Þetta er algert bull hjá Helga blessuðum og verulega vanhugsað.
24.9.2008 | 20:10
Hvernig heldur hann að hægt sé að fá betri kjör en þau mínus kjör sem t.d. Kárahnjúkavikjun býr við í dag með því að bæta við millilið? Það eru fastir samningar við orkukaupendur á föstum kjörum. Ef einhver milliliður tekur yfir vill hann væntanlega fá eitthvað fyrir sinn snúð sem þýðir þá að þjóðin fær enn minna. Það er ekki hægt að skipta sömu krónunum oftar en virði þeirra er.
Sóknarfæri að selja virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábær samantekt Yngvi Örn....
24.9.2008 | 08:59
Takk fyrir það. Virkilega vel og skýrt frá sagt. Svona á að flytja til okkar upplýsingar. Á tungumáli sem að við "hin" getum skilið.
Spurningin hérna heima hefur síðan hins vegar verið varðandi Seðlabankann, hvort að verkfæri hans einfaldlega virki í okkar litla hagkerfi? Útgáfa peningaseðla til að hleypa lífi í hagkerfið skapar verðbólgu og stýrivextir eiga að halda niðri verðbólgu en virðast ekki gera það.
Ég er ekki sérstakur fylgismaður evrunnar, en virðist þetta samt ekki sýna fram á að krónan sé einfaldlega orðin of lítil?
Yngvi Örn: Alvarlegasta kreppa sem ég hef upplifað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Getur þú lesandi góður útskýrt fyrir mér hver er mögulegur ávinningur Íslands af því að fá setu í Öryggisráðinu???
22.9.2008 | 14:43
Þetta mál er mér með öllu óskiljanlegt eins og er að minnsta kosti.
Búið að eyða í þetta verkefni væntanlega yfir hálfum milljarði og til hvers?
Til þess að halda að við höfum eitthvað gildi?
Er þetta allt fyrir egóið?
Tala fyrir framboði Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stundum virðist borga sig á endanum að skulda bara bankanum nógu óskaplega mikið...
19.9.2008 | 19:04
Landsbankinn þarna einungis að reyna að verja veðið sitt augljóslega.
Vonandi þó að Nýsir starfi áfram gangi þetta eftir. Skemmtilegir framherjar þar á ferð að mínu mati.
Bankar bjóða í eignir Nýsis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig skyldi standa á því.....
19.9.2008 | 13:15
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er nú ekki mikið mál fyrst að farið er að sjatna aðeins í þessu.....
18.9.2008 | 12:57
Að senda þarna 3 vel útbúna Econolinera eða 2 góða fjallatrukka. Skemmdir vegir yrðu seint til að stoppa alvöru tæki þarna inn úr.
Ég gæti væntanlega vel reddað þessu á mínu ekta Patrol, en það þyrfti væntanlega ansi margar ferðir yfir meðan að ekki komast nema 6 farðþegar í bílinn í einu.
Finnst þó vanta í fréttina hver neyðin er raunverulega. Eru t.d. krakkarnir að verða matarlausir?
Er hérna að keyra eftir veginum/Hvanná á leiðinni út úr Þórsmörk síðasta vetur, en það var nú ekki mikill vöxtur í ám reyndar þá.
Reynt að koma fólki úr Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gulldrengurinn Gerrard :)
17.9.2008 | 14:57
Það er bara einfaldlega í svona leikjum sem að maður man svo skýrt hvers vegna hann er einn af bestu knattspyrnumönnum heims.
Í ekkert sérstaklega hressilegum leik minna manna gerði Gerrard einfaldlega það sem til þurfti.
Stórkostlegt mark hjá Gerrard | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)