Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Eru að bætast við fleiri kreppur?

Var ekki nóg að þurfa að takast á við skelfilegar afleiðingar fjármálakreppunnar þó að við þurfum ekki núna að takast á við stjórnmálakreppu í ofanálag?

Stjórnvöld eiga skilyrðislaust að lýsa því yfir að gengið verði til kosninga í vor. Miðað við fréttaflutning undanfarna daga og vikur eiga núverandi stjórnarflokkar alveg sömu möguleika og VG á miklu fylgi. VG hefur nefnilega nákvæmlega ekkert lagt til málanna undanfarið annað en þus og tuð. Eina ástæða fylgisaukningar þeirra er að margt fólk telur sig ekki samvisku sinnar vegna, getað viðurkennt stuðning við annan hvorn stjórnarflokkinn í dag meðan að ekki sér út úr þessum ólgusjó.

Mín spá er sú að hver sá flokkur, núverandi eða komandi, sem leggur fram raunhæfar tillögur að lausnum til uppbyggingar muni gjörsigra næstu kosningar. Stjórnarflokkarnir ættu því að nýta tímann fram að kosningum til þess að hætta að fela og breyða yfir, og fara heldur að róa að því fullum árum að skapa og leggja fram eitthvað til málanna sem þjóðin hefur trú á.

Leiðin er sem sagt þessi eins og fyrr hefur komið fram: Sjá að sér, biðjast fyrirgefningar, bæta fyrir.

Yfirbótin getur t.d. vel falist í því að leggja eitthvað til sem við uppbyggingu, bætir skaðann.


mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hérna er málið í hnotskurn

Ég hef svona almennt ekki hrifist af því þegar menn eru í bloggum bara að endursegja fréttir, en þetta er bara einfaldlega mergurinn málsins. Hér er vitnað í Ragnar Aðalsteinsson hrl. 

Ragnar sagði að ekki sé heimild í lögum fyrir handtöku á þessum forsendum. Hver maður sjái hversu hættulegt það væri að heimila stjórnvöldum, lögreglu eða dómsmálaráðuneyti, slíkar aðferðir því þá gætu þau margskipt refsingum og hagað því þannig að hinn seki vissi aldrei hvenær hann gæti búist við refsingu og hvenær hann yrði settur inn. Slíkt sé óbærilegt og standist ekki í réttarríki.

Ragnar segir að tilkynna hefði þurft manninum með þriggja vikna fyrirvara að hann þyrfti að hefja afplánun að nýju. (Leturbreyting er höfundar) Lögreglan hafi hins vegar verið öllu liðlegri þegar manninum var sleppt í gær, enda hafi lögreglunni ekki verið stætt á að halda honum lengur þegar sekt hans hafi verið greidd.

Hér er sem sagt um að ræða skýrt dæmi valdnýðslu. Lögreglan, eftir ábendingar væntanlega að ofan einhversstaðar, tekur upp á því að fremja lögbrot og handtaka Hauk án undangenginna viðvarana og það einungis til þess að senda skýr skilaboð. Það virðast flestir sammála um það.

Vopnin snerust hins vegar heldur betur í höndum þeirra og er það að mínu mati til marks um breytta tíma. Valdhafar þurfa nú á hraðnámskeið í stefnumótun og breytingastjórnun. Tímarnir eru gjörbreyttir og við munum ekki láta bjóða okkur valdnýðslu yfirvalda á erfiðleika tímum.

Nú er kominn tími lýðræðis á Íslandi. Lýðræði STRAX.


mbl.is Engin lagaheimild fyrir handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðu mátt fylgja þessari frétt....

upplýsingar um það hvort að starfsfólkinu sem nýverið var sagt upp hjá Odda vegna samdráttar, hafi verið endurráðið nú þegar verkefnastaðan er svona góð.

Það er skammt stórra högga á milli og veitir ekkert af jákvæðum fréttum þessa dagana, en eðlilegt væri að fréttamenn leituðu þá aðeins lengra og fjölluðu um hlutina í samhengi við nýlegar fréttir í sama samhengi.

Fréttir af uppsögnum hjá Odda voru með þeim fyrstu sem komu fram eftir fall bankanna. Það væri því afar fróðlegt að mínu mati að fá að vita hvort að fyrirtækið hafi séð sóma sinn í því að draga þær uppsagnir til baka nú þegar verkefnastaðan virðist vera orðin mjög góð, og aukning frá fyrra ári.


mbl.is Mikil aukning í Odda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslakt PR hér á ferð

Hvaða frétt er fólgin í þessu? Yfirlýsingar frá manni um að vera bara hress og sýna okkur að allt sé í lagi koma líklega heldur seint fram. Geir er alls ekki búinn að vera neitt sérstaklega hress er það?

Og honum hefur augljóslega alls ekki tekist að sýna okkur fram á að hann sé með stjórnina.

Hann ætti kannski að fá sér fleiri stragetíska snillinga?


mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg fyrirsögn hérna...

Fyrirsögnin leiðir mann að þeirri hugmynd að Maggi hafi verið vel handfylli fyrir Jackie Chan. En raunin er síðan sú að Maggi hafi verið svo óreyndur að hann hafi ítrekað meitt Chan kallinn vegna reynsluleysis.

En það litla sem að ég þekki eða hef heyrt af Magga, að þá myndi ég þora að veðja miklu um mikla framför hjá honum á þessu sviði ef bara einhver manaði hann til þess að láta vaða.


mbl.is Íþróttaálfurinn lét Jackie Chan finna fyrir því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki þarna komið kærkomið sóknarfæri í ferðaþjónustu?

Erum þarna með aðgang að markhópi sem virðist almennt hafa nokkuð mikið sparifé. Er ekki um að gera að sækja á hann og ná aurunum til okkar í tekjum tengdum ferðaþjónustu?

Það er líka um að gera að reyna að sýna þessum elskum hvað við erum nú yndæl inn við beinið.


mbl.is Greitt af Icesave reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, nú er lag að viðurkenna hið augljósa í þeirri von að byggja hjá fólki trúverðugleika

Þetta er gamalgróin aðferð, segðu fólkinu ítrekað það sem að það veit að er rétt og vonandi fer fólkið þá að skilgreina þig sem traustsins verðann mann sem talar sannleikann.

Gallinn bara er sá að nú er öldin önnur. Nú er upplýsinga öldin og ALLT sem opinberlega hefur verið látið falla er geymt en ekki gleymt.  Geir, ábyrgðin er þín án nokkurs vafa. Sem forsætisráðherra okkar þegar að sá fyrir um að holskeflan væri væntanleg hefðirðu átt að bregðast harkalega við og skoða málið í kjölinn.

Nei, í stað þess var ráðinn sérfræðingur til þess eins að rekja allar þessar fullyrðingar sem komu aðallega frá erlendum sérfræðingum. Já og frá Davíð, skv. nýjustu fréttum þar um.

Davíð hefði hins vegar að sjálfsögðu sem Seðlabankastjóri, sem nú þykist hafa haft þetta allt á hreinu allan tímann, átt að t.d. hækka verulega bindisskyldu bankanna og draga þar með verulega úr lánveitingum hjá þeim. Davíð hefði líka átt að róa að því öllum árum ásamt ríkisstjórninni að verulega auka gjaldeyrisforða þjóðarinnar. En öðru fremur hefði Davíð að sjálfsögðu átt að fá sér til liðsinnis sérfræðinga á þessu sviði OG fylgja ráðum þeirra. Ekki bara hræða menn til þess að fá út þá niðurstöðu sem hentaði Davíð best.

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Björgvin G. Sigurðsson koma síðan fram í dag og viðurkenna einnig hið augljósa, að kjósa þurfi í vor. Það er loksins að einhverjir ráðamenn Samfylkingar taka undir með sínu fólki. Grasrótin í Samfylkingunni er gjörsamlega að verða raddlaus af því að kalla þetta til þeirra.

Þarna eru þó væntanlega þau bæði að gera það sama og Geir, að viðurkenna og endurtaka hið augljósa í þeirri von að fólki finnist þau þá trúverðug.

Ég hef reyndar ekkert við Þórunni að sakast, held að í flestum málum hafi hún lent milli steins og sleggju. Sinnar sannfæringar og stefnunni Fagra Ísland annars vegar og svo "seljum allar hugsjónir okkar fyrir stjórnarsetu til Sjálfstæðisflokksins" hins vegar.

Björgvin hinsvegar hefur augljóslega flotið algjörlega steinsofandi að feigðarósi, og lýgur svo ítrekað að þjóðinni að hann hafi víst verið vakandi. Ekki ósvipað barni sem neitar því að vera sofnað yfir sjónvarpinu.

Hvernig gastu ekki heyrt varúðarhrópin Björgvin?


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljómar voða fallega - en er að sjálfsögðu fyrir þá bara spurning um að halda kúnnanum sínum eða ekki

Þegar verið er að berjast við sívaxandi umferð af opnum hugbúnaði og svo fjármálakreppu í ofanálag að þá er eðlilegt að fyrirtækið reyni að sporna við með einhverju móti og halda þannig einhverjum kúnnum eftir.

En þetta er snilldar markaðssetning. Í stað þess að segja: "Microsoft á Íslandi gefur afslátt" að þá hljómar svo mikið þjóðernislegar að segja "Microsoft tekur stöðu með krónunni".  Snilldar lína, gæti jafnvel dregið að slatta af nýjum kúnnum.

 

Var annars að þennan sendan:
Af hverju er ekki búið að gefa út frímerki með Davíð Oddssyni?

Því að þá myndu Sjálfstæðismenn ekki hafa lengur hugmynd um hvora hliðina ætti að sleikja.


mbl.is Microsoft tekur stöðu með krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, nú reynir á - það er næsta víst

Þetta er að mínu mati algerlega síðasti prófsteinn þessarar ríkisstjórnar.
Verður lánið notað til einhverrar uppbyggingar eða ætla þau að henda því bara í hítina?

Er þetta ekki líka prófsteinn á okkur hin? Ætlum við að segja núna: "lánið komið, en frábært" eða ætlum við að halda því til streytu að ná í gegn breytingum?


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan iðnaðarmönnum holl?

Þekki varla kjaft sem var ekki farið að ofbjóða stórkostlega verðlagning verktaka við viðhald og endurnýjun. Sögðu mér m.a.s. margir verktakar að þeir væru farnir að geta boðið bara nánast hvað sem væri, fólk væri svo desperat að fá menn í verkið, að það samþykkti bara verðin snurðulaust.
Einn sagði mér að hann hefði vanið sig á að reikna bara út ca. hvað verkið ætti að kosta og tvöfalda svo þá upphæð á tilboði. Svona virkar bara lögmál framboðs og eftirspurnar.

Kreppan verður okkur öllum, ekki bara iðnaðarmönnum, holl að þessu leyti. Við vorum orðin algerlega fyrrt mörg gagnvart peningum og verðmætum. Lærum nú vonandi að fara með aftur.

T.d. bara þessa einföldu hluti eins og að slökkva ljósin á eftir okkur í mannlausum herbergjum og rýmum.


mbl.is Innheimti fjórðungi of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband