Kreppan iðnaðarmönnum holl?

Þekki varla kjaft sem var ekki farið að ofbjóða stórkostlega verðlagning verktaka við viðhald og endurnýjun. Sögðu mér m.a.s. margir verktakar að þeir væru farnir að geta boðið bara nánast hvað sem væri, fólk væri svo desperat að fá menn í verkið, að það samþykkti bara verðin snurðulaust.
Einn sagði mér að hann hefði vanið sig á að reikna bara út ca. hvað verkið ætti að kosta og tvöfalda svo þá upphæð á tilboði. Svona virkar bara lögmál framboðs og eftirspurnar.

Kreppan verður okkur öllum, ekki bara iðnaðarmönnum, holl að þessu leyti. Við vorum orðin algerlega fyrrt mörg gagnvart peningum og verðmætum. Lærum nú vonandi að fara með aftur.

T.d. bara þessa einföldu hluti eins og að slökkva ljósin á eftir okkur í mannlausum herbergjum og rýmum.


mbl.is Innheimti fjórðungi of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Ómar Ingi, 19.11.2008 kl. 21:19

2 identicon

Því miður hittirðu naglann hárrétt á hausinn. Því miður segi ég af því þekki marga iðnaðarmenn sem hef áhyggjur af á komandi mánuðum (misserum/árum). En veit líka að þeir (héldu sig) upplifa "góðæri" um tíð.

Og eins og þú réttilega bendir á, ekki einir um að hafa lesið kolrangt í stöðuna. Í staðinn fyrir að vera ríkasta þjóð í heimi, þá vorum við sú skuldugasta. Og nú er komið að skuldardögunum.

En vonandi uppgötvum við aftur hvaða gildi það eru sem virkilega skipta máli, við vorum orðin aðeins áttavillt sem þjóð að mínu mati.

ASE (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband