Hefðu mátt fylgja þessari frétt....

upplýsingar um það hvort að starfsfólkinu sem nýverið var sagt upp hjá Odda vegna samdráttar, hafi verið endurráðið nú þegar verkefnastaðan er svona góð.

Það er skammt stórra högga á milli og veitir ekkert af jákvæðum fréttum þessa dagana, en eðlilegt væri að fréttamenn leituðu þá aðeins lengra og fjölluðu um hlutina í samhengi við nýlegar fréttir í sama samhengi.

Fréttir af uppsögnum hjá Odda voru með þeim fyrstu sem komu fram eftir fall bankanna. Það væri því afar fróðlegt að mínu mati að fá að vita hvort að fyrirtækið hafi séð sóma sinn í því að draga þær uppsagnir til baka nú þegar verkefnastaðan virðist vera orðin mjög góð, og aukning frá fyrra ári.


mbl.is Mikil aukning í Odda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Finnst þér það líklegt Baddi

Ómar Ingi, 22.11.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er nú alltaf nóg að gera í prentsmiðjum rétt fyrir jólinn.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband