Hvernig stendur á því að það er fyrst og fremst yngra fólk sem ber hag framtíðar fyrir brjósti sér?

Sá þessa frétt á sjónvarpshluta ruv.is

Vakti athygli mína sérstaklega að það er fyrst og fremst ungt fólk sem er í meirihluta þeirra sem gætu hugsað sér að kjósa með bættum aðbúnaði aldraðra og umhverfinu???

Erum við orðin svona samdauna?  Kjósum við bara af gömlum vana?  Látum við gömlu leiðtogana endalaust teyma okkur áfram?  Margar spurningar, en vekur hjá manni furðu að þau okkar sem jafnvel eru bara ansi stutt frá því að þurfa að nýta þjónustu dagvistunar skuli samt ekki kjósa með þeirri þjónustu núna. Vekur kannski minni furðu að yngra fólkið skuli vilja kjósa með umhverfinu, það eru jú þau sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða okkar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vaff

Unga fólkinu er ekki sama um framtíðina vegna þess að það verður ennþá lifandi í framtíðinni, við hin verðum flest dáin. 

Vaff, 24.3.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband