Þetta er náttúrulega bara einfaldlega óþolandi ástand.....

Ef við viljum byggja okkur samfélag þar sem að við förum öll í þjónustuíbúðir á efri árum þá þarf ríkið að sjálfsögðu að axla þar ábyrgð og bjóða þeim, sem ekki hafa möguleika á (að borga 40% umfram markaðsvirði hefðbundinna fasteigna) að kaupa sér þjónustuíbúð á markaði, dagvistunarrými.

Mér finnst það alger skelfing að árið 2007 þegar þjóðin er orðin ríflega þrjúhundruð þúsund manns, að ekki sé meira framboð á rýmum en um 700 rými í HEILDINA á landsvísu.  Þetta ætti í versta falli að vera framboðið bara í t.d. Kópavogi.

Mér finnst það ekki vera til hróss, heldur til vans að slá sér á öxl vegna 75 nýrra rýma. Skorturinn er þvílíkur að þetta má ekki vera nema bara brot af því sem við getum gert á komandi misserum.


mbl.is Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna hitturðu naglann á höfuðið Baddi. Við fjölskyldan vorum einmitt að ræða þetta í dag. Ættingi okkar fjarskyldur hefur verið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur og blessunin er komin með vægt alsæmer.  Börnin hennar geta ekki tekið við henni og eru að vinna í því baki brotnu að koma aldraðri móður sinni fyrir á heimili fyrir aldraða en þau vilja ekki og hafa efni á að fá hana vistaða á heimili aldraðra. Þar sem hún er núna vilja læknarnir að hún fari og eru orðnir pirraðir. Það er greinileg pressa í gangi að fá hana út en hún getur ekki verið ein. Það er bara ekki til pláss fyrir hana í kerfinu á Íslandi. Eina leiðin er að bíða eftir að einhver deyr og þá kemst hún kannski að og þá að þeir sem bíða deyji líka. Þetta er hræðilegt og oft eru ættingjar ekki undirbúnir.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband