Er svo sem skiljanlegt að embættið kjósi frekar að maðurinn tjái sig í eigin nafni....

Ef að Axel hefur sent athugasemdina í nafni embættisins en ekki í sínu eigin er eðlilegt að gerð sé athugasemd við það.  Prestinum sem einstaklingi er þó að sjálfsögðu fyllilega frjálst að hafa allar þær skoðanir sem að hann vill á virkjanaframkvæmdum í Þjórsá.

Prestar mega vera pólitískir, prestar mega taka afstöðu og það í störfum sínum innan eigin safnaðar. Prestar mega nota eigin predikun til að koma í samhengi við boðskapinn eiginn hugðarefnum á framfæri.  En prestar mega að sjálfsögðu ekki nýta sér embættið í þeim tilgangi að skapa pólitískan þrýsting.

Ertu ekki sammála mér með það?


mbl.is Dró til baka athugasemd vegna tilmæla vígslubiskups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna hittir höfundur naglann á höfuðið!

En,hvers vegna skyldi vera að þetta er ekki útskýrt í fréttum RUV 

Gunnar Egilsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að pólítískar skoðanir prests eigi ekkert erindi inn í prédikanir hans. Mér leiðist þegar afdala prestur fær einu sinni á ári úthlutað úrvarpsmessu og notar tækifærið til að vera með pólítískar hnýtingar og leiðindi. Hlutverk prestsins í prédikun er að uppörva og hvetja. Sjá allt hið góða og fagra eins og kærleikurinn sem ekki er upptekinn af skuggunum heldur bendir á ljósið. Og hananú, þar með lýkur minni stuttu prédikun. Annars bara furðu hress.

Jóhann Þorsteinsson, 27.3.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Prestar eiga og mega hafa skoðun á þjóðmálum.  Þrátt fyrir að viðhorf kirkjunnar séu oft ótrúlega á eftir tímanum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband