Ótrúlegt hvað mér finnst svona fréttir alltaf forvitnilegar

Athyglisverðast þarna er þó að sjálfsögðu afskaplega stuttur væntanlegur líftími rússneskra karla.

Rifjaði upp fyrir mér að lesa þessa frétt leiðtogafundur austurs og vesturs sem var haldinn hérna í Höfða um árið. Leiðtogarnir ræddu þar ýmislegt sem komst að hluta til í fjölmiðla, en eitt af því sem þeir ræddu, skv. heimildum mínum frá Bandarískum þjónum í AA samtökunum þar vestra, var gríðarlegur áfengisvandi í Rússlandi, sérstaklega á meðal rússneskra karla.

Ætli þetta tvennt tengist?

Þegar leiðtogafundurinn var haldinn hérna, að mig minnir 1986, þá var talið að rúmlega 20% rússneskra karlmanna eldri en 40 ára að mig minnir, væru þegar á 5. stigi alkóhólisma, þ.e.a.s. lokastigi alkóhólisma. Það er stigið þar sem nánast engar líkur eru taldar á mögulegum bata, stigið þar sem að menn eru meira og minna fastir í eigin hugarheimi og ofskynjunum. Það er þegar menn eru orðnir geðveikir með lítilli von um lækningu.  Við þekkjum þessa menn yfirleitt hérna heima sem göturóna.

Verður þetta ekki að teljast sterklega sem ein möguleg skýring á skömmum líftíma rússa?


mbl.is Íslenskir karlar verða karla elstir í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ekki ólíklegt að þetta sé skýringin. 

SigrúnSveitó, 28.3.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband