Skv. þessum lista á ég mér ekki líf......

Skv. lista yfir kvikmyndir sem ég sá á síðu hérna á blogginu og fullyrðingum um "skort á lífi" ef maður hefur séð yfir 85 myndir af listanum, já þá er augljóst að ég á mér ekkert líf.

Hef séð 132 myndir af listanum þarna.....

En er þessi fullyrðing ekki bara tilkomin af börnum?  Shocking

Hafa ekki allir kvikmyndaáhugamenn sem eru orðnir 30+ búnir að sjá a.m.k. 100 myndir þarna?


En hvað er til ráða?

Ég hef svo oft velt þessu fyrir mér.  Það er auðvelt að tala um þessi mál bara með gremju og reiði og áfellisdómum.

En þannig er það bara að strákar á aldrinum 17-24 u.þ.b. eru svo afspyrnu lélegir bílstjórar að þeir skekkja jöfnuna skelfilega. Þ.e.a.s. kynjajöfnuna sem oft er vitnað í. Skv. þeirri skýringu eru konur í raun mun betri bílstjórar en karlar.  Ég er algerlega sannfærður um að það sé að miklu leyti vegna þess hversu strákar eru lélegir bílstjórar.

Hvað meina ég?  Þeir eru ekki lélegir að keyra eftir þrautabraut t.d.  Ekki endilega.  Það sem gerir þá svona lélega og þar með stórhættulega bílstjóra er alger sannfæring um að þeir séu frábærir bílstjórar.  Óbilandi trú á eigin hæfileikum.  Það er svo merkilegt að það er einfaldlega stórhættulegt að efast ekki um sig sem bílstjóra og þá jafnframt hina bílstjórana líka.

En hvað er til ráða?

Þarf ekki reglur um hámarksþyngd bíla og afl?  Er það ekki ein lausn?  En henni þarf samt að fylgja þá eitthvað annað sem hefur hraðatakmarkandi áhrif vegna þess að það er alveg staðreynd að litlir og kraftlausir bílar komast samt mjög hratt líka. Þeir eru bara lengur að komast á hraða.

Ég tala af reynslu. Þegar ég var á þessum aldri hefði einfaldlega átt að banna mig í umferðinni og það að opna fyrir menn með þessar hraðakstursþarfir leysir ekki nema lítinn hluta vandans.

Kannski er engin lausn. Kannski er hormónaframleiðslan bara óviðráðanleg á þessum aldri. Kannski þarf þá bara að hækka líka lágmarksaldurinn til að keyra hefðbundna bíla.

Mér finnst þetta óttahjal mitt hérna hljóma skelfilega sjálfum. Ég er ekki maður sem vill fúslega banna allt, en hvernig er hægt að bregðast við? Hvað á að drepa marga fyrst?


mbl.is Ofsaakstur ungra ökumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að prófa og staðsetja sig svona í aðdraganda kosninga....

þennan hlekk á mun styttra próf um pólitíska stöðu á síðunni hjá Hirti.

Merkilegt nokk þá skora ég mjög svipað úr þessu en stærra prófinu sem ég var að tala um hérna í gær.

politicstand

Er samt eins og ég hef áður sagt ekki tilbúinn að kjósa S vegna stöðugs óstöðugleika þar á bæ....

Ómar, Margrét og Jón Baldvin eru líklega mín besta von, er það ekki?


Alveg þrælgóð kynning um hvernig á að byggja upp skemmtilegan rekstur...

Er um 45 mínútna langt samt....... > Virðist ekki koma hérna inn Google video þannig að hérna er linkurinn Viðskipti eru ekki bara viðskipti, þau eru líka skemmtun  

Trúir þú því að Kjalvegur sé umhverfisvænn??

Ómar (ásamt mörgum öðrum) hefur þegar bent á að það væri fyrir minna fé og án þess að hreinlega gefa einkaaðilum Kjalveg, hægt að stytta núverandi veg norður svo að ekki myndi muna nema um 20 km. frá styttingunni sem Kjalvegur gæfi. Ég skil vel að...

Ferlegt stjórnleysi er þetta hjá Gunners

Þetta er nú eitthvað annað en friðsömu golfleikararnir hjá mínum mönnum ha!? Þeir spila nú bara af yfirvegun og taka svo einn tvo hringi með níu járni í fríinu..... Áfram Liverpool

Ekki leiðinlegt að skora svipað og Ghandi og Mandela ....

Kíkti á http://www.politicalcompass.org/questionnaire  sem að Börn Ingi var að segja frá Er væntanlega mjög amerískt og þ.a.l. flestir Íslendingar líklega frekar til vinstri, en gaman að þessu samt. Ég skoraði -3,88 í economics og -4 í Social.  Er sem...

Baugsmálið, á ég enga vini??

Hvernig er það, er ég ekki orðinn sá eini sem hefur ekki verið kallaður til að bera vitni í þessu máli? Er það ekki slæmt dæmi um einelti??

Er þetta ekki gott dæmi um þörf okkar á innihaldslausri afþreyingu?

Fyrir mörgum árum eftir að hafa séð nánast ekkert nema myndir um sifjaspell og heimilisofbeldi í bíó í einhverja mánuði þá fór ég að sjá bíómynd sem hét Tommy Boy og var úr smiðju nokkurra af Saturdaynight Live hópnum. Myndin var algerlega laus við...

Slóðin á nafnlausa bréfið....

Þetta er nú bara að mörgu leyti afskaplega athyglisverð lesning..... http://www.visir.is/assets/pdf/XZ196223.PDF Eða er það ekki?

Þessi auglýsing var bönnuð í USA, er bara nokkuð góð finnst mér....

hvatning til forerldra um gott uppeldi ...... Eða hvað?      

Já, þetta er að láta ekki persónulegar skoðanir standa í vegi fyrir sigri liðsheildarinnar ...

Áfram Liverpool

Var að lesa nokkrar línur hjá henni Marsibil.......

Kannski hún hafi bara misst af því að það eru umhverfismálin og gegndarlaus eyðing náttúru sem valda áhyggjum okkar. Þegar ríkisstjórn situr nógu lengi til að missa jarðsambandið og þar með sambandið við kjósendur þá er nú ekki að undra þó að komi...

Finnst þér að eitt saklaust sveitarfélag eigi að taka ákvörðun fyrir alla þjóðina??

Er þetta ekki einfaldlega með eindæmum fáránlegt? Að ætla Hafnfirðingum það vald að geta tekið ákvörðun fyrir hönd allrar þjóðarinnar, já og reyndar bara allra þeirra sem þrífast á jörðinni okkar og þurfa súrefni, um það hvort að eigi að stækka álverið??...

Mjög uppörvandi fannst mér.....

Já, nú kalla ég bara eftir umhverfisframboði. Ómar, Margrét og síðast en alls ekki síst, Jón Baldvin. Látum nú sverfa til stáls og til okkar heyra. Hægri sinnaður græningjar bíða spenntir........

Ályktun landsfundar D frá 2005 um umhverfis- og skipulagsmál....

Er einhver sem getur lesið út úr þessu að þeir hafi ætlað að raunverulega gera eitthvað?? Afritað af vef Sjálfstæðisflokksins: Landsfundur 2005: Ályktun um umhverfis- og skipulagsmál Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú sem endranær áherslu á hinar sérstæðu...

Þessi staða myndi nú væntanlega benda til D og S saman í ríkisstjórn.....

En hvað veit maður.  Í borginni valdi D að taka með sér algerlega fylgislausan B lista og fela honum rúmlega 40% af völdum borgarinnar að mér skilst. En það væri ekki nóg, þeir þyrftu þá einhvern annan með sér til að ná meirihluta og vonandi engir nema F...

Loftlagsmengun í rauntíma.....

Úff þetta er náttúrulega bara skelfilegt http://www.breathingearth.net/

Er þetta versta tónlistarmyndband sögunnar?

  Passaðu þig, lagið festist auðveldlega http://video.google.com/videoplay?docid=-8610362188397291938 Ætti kannski að vera framlag Finna til Evróvisjón næsta áratuginn eða svo.... Hvað finnst þér?

Bara svona ef þér leiðist.....

Hér er ágætis leið til að skilja leiðtogana betur: http://www.andyfoulds.co.uk/amusement/bushv2.htm Er þetta ekki bara ansi táknrænt?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband