Finnst þér að eitt saklaust sveitarfélag eigi að taka ákvörðun fyrir alla þjóðina??

Er þetta ekki einfaldlega með eindæmum fáránlegt? Að ætla Hafnfirðingum það vald að geta tekið ákvörðun fyrir hönd allrar þjóðarinnar, já og reyndar bara allra þeirra sem þrífast á jörðinni okkar og þurfa súrefni, um það hvort að eigi að stækka álverið??

Að leyfa þeim að velja hvort að eigi að nánast tvöfalda Co2 útblástur landsmanna??

Að leyfa þeim að velja hvort að eigi að virkja neðri hluta Þjórsár?

Jú, þetta mál snýst nefnilega alls ekki um það hvort að eigi að byggja stærra hús í Hafnarfirði, þetta snýst um stórkostlega almanna hagsmuni og ætti alls ekki að fá að vera í valdi örfárra atkvæða......

Er það nokkuð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi vilja sjá þjóðaratkvæðagreiðslur um svona álver alltaf, eitt skal yfir alla ganga, reyndar langar mig að flytja í hafnarfjörðinn til að hafa atkvæðarétt, ætli það sé hægt að flytja bara lögheimilið í smátíma? :D

Elsa (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 18:56

2 identicon

Bara ótrúlegt að láta okkur bera ábyrgðina!  Auðvitað á þetta að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu!  Ætla rétt að vona að hræðsluáróðurinn sem er í gangi hérna í bænum hafi ekki áhrif. 

Bára (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband