Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Enn eitt dæmið um hvað samtakamátturinn er sterkur - það eru breyttir tímar og tími gríðarlegrar misskiptingar eru voða 2007
15.5.2009 | 22:10
Mikið ofsalega er ég ánægður með hann Ragnar Þór félaga minn og meðstjórnendur hans hjá VR. Þó að líti út fyrir að nýji formaðurinn þeirra skilji ekki alveg hvað samþykkt var á stjórnarfundinum þeirra með hans undirtektum (sjá hér og hér), að þá er ljóst að stjórnin er tilbúin til þess að taka skrefið inn í nýja tímann, tíma þar sem starfsmenn verkalýðsfélaga og lífeyrissjóðanna þeirra eiga að sæta því að búa við launakjör innan eðlilegra sanngirnis marka.
Þorgeir vill meina að uppsögn sín sé vegna breytinga á baklandinu. Það er vel líklegt, þar spilar væntanlega stærstan þátt að baklandið vill taka til, uppræta spillingu og brjóta niður fílabeinsturnana.
Burt með 2007 - tiltekt og auðmýkt er voða 2009
Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gústi frændi nældi sér í risa-urriða í Þingvallavatni
15.5.2009 | 21:17
Það er svo sem ekki mikið meira um það að segja, væri hægt að segja margt en mér finnst myndin af honum segja það allt.
Urriðatröll úr Þingvallavatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við erum svikin um stóra málið - stjórnlagaþing - og í staðinn á að gefa dúsu um persónukjör í sveitarstjórnarkosningum
13.5.2009 | 09:54
Þetta er ómaklega af stað farið hjá ríkisstjórn sem lýsir því yfir að lýðræðisumbætur eigi að vera mikilvægur þáttur í stjórnarsamstarfinu.
Að setja af stað stjórnlagaþing sem verður hvorki fugl né fiskur, heldur aðeins "ráðgefandi", eru einfaldlega tilraunir þeirra sem valdið hafa til að friða lýðinn og reyna að losna við málið í þeirri von að margir skilji ekki þessa grundvallar breytingu á stjórnlagaþings hugmyndinni.
Ég fagna öllum hugmyndum um persónukjör - en gef einfaldlega skít í þessa umræðu "nýju" ríkisstjórnarinnar um stjórnlagaþing.
Verði stjórnlagaþing ekki sett af stað sem sjálfstæð stofnun sem ætlað er að endurskoða gagngert stjórnarskránna okkar og leggja svo tillögurnar fyrir þjóðaratkvæði beint en ekki fyrir Alþingi, þá mun ég persónulega beita mér fyrir því að byltingin haldi einfaldlega bara sitt eigið stjórnlagaþing og komi núverandi ríkisstjórn frá hið allra fyrsta.
Tilgangur búsáhaldabyltingarinnar var ekki að koma til valda nýjum valdasjúklingum!
Persónukjör á næsta ári? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Boða samdrátt í ríkisrekstri - staðreyndin er hins vegar að virðist að ríkisútgjöld munu aukast samkvæmt áætluðum útgöldum þetta árið
11.5.2009 | 11:49
Já, það getur eðlilega stundum verið erfitt að skilja þessa tík sem kennir sig við pólitík.
Við lesum um það stöðugar fréttir að mikið verði að spara og draga saman til þess að fylla upp í fjárlagagatið, sem er nú okkar að virðist í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er metið á 150-170 Ma.kr.
Þegar rýnt er í útgjalda áætlun ríkissjóðs fyrir þetta ár má hins vegar sjá, að í stað samdráttar, er gert ráð fyrir aukningu frumútgjalda ríkisins um 34 Ma.kr. á árinu. Samdráttur?
Undir "styrkri efnahagsstjórn" Sjálfstæðisflokks jukust ríkisútgjöldin um rúmlega 50% á 12 ára tímabili. Nú virðist sem ný ríkisstjórn muni bæta enn í og auka hluta ríkisins í VLF upp í 38,4%, eins og segir í fréttinni.
Þetta er eiginlega alger brandari bara, þó að hann sé því miður ekki einu sinni fyndinn. Þegar að maður les í gegnum þessa frétt sér maður að:
A: Auka eigi tekjur með þrepaskiptu skattkerfi (áætlaðar tekjur hafa verið nefndar 2-4 Ma. kr.) en að samt sé ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ríkisins muni aukast. (Samdrátturinn útskýrir það).
B: Að draga eigi úr útgjöldum með hagræðingu (aukning útgjalda um 34 Ma.kr. hér að ofan??) en samt ekki segja upp einum einasta ríkisstarfsmanni.
Ég spyr bara eins og einfeldningur, hvernig á að hagræða og draga saman ef hvergi má skera niður í rekstri ríkisins??
Svarið við spurningunni fyrir mér er augljóst, en Jóhanna og Steingrímur hafa ekki viljað sjá þann einfalda sannleik hingað til. Það þarf einfaldlega að bæta hressilega stöðu heimilanna, auka þar með neyslu og koma atvinnulífinu af stað. Það er eina leiðin til þess að hér verði aftur komið í gang kröftugri verðmætasköpun á næstu árum.
Mikil þrautaganga framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þar kom skýringin - það er kaffið sem gataði á mér heilabúið!
11.5.2009 | 01:23
Ef satt reynist, því svona niðurstöður eru jú gjarnan birtar löngu áður en rannsókn er raunverulega lokið, að þá er ég í verulega vondum málum. Sit á skólabekk á gamals aldri og þarf mikið á því að halda að finna leiðir til þess að muna meira - en ekki minna.
Hef hingað til verið einlægur kaffisvelgur, og það langt langt úr hófi fram. Kannski að það skýrist að hluta til af þessum niðurstöðum, ég bara muni hreinlega ekki hvort að ég sé búin að drekka nóg af kaffi eða ekki í dag?!
Nú er bara að leita upplýsinga um hvort að þessi "dauðu" svæði í hausnum á mér eigi sér endurreisnarvon eða hvort að þetta sé bara "dead for good"
Tel allavega mjög mikilvægt að héðan í frá drekka almennt ekki kaffi eftir miðnætti
Kaffi skaðar heilann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðing fyrir sporafólkið mitt
10.5.2009 | 12:15
Mótmæli núna - Heimilin í forgang!
Núna, föstudaginn 8. maí 2009 verða mótmæli vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna í landinu.
Staðsetning Alþingishúsið klukkan 13:00
Fjölmennum því á morgun við Alþingishúsið klukkan 13:00, göngum síðan upp að Stjórnarráði þar sem ríkisstjórnin mun sitja að störfum og látum í okkur heyra.
Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú Skjaldborg sem slá átti um hemilin sé hvergi sjáanleg.
Þolinmæði flestra íslendinga er að þrotum kominn!
Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna landsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar.
Margir sjá sér ekki annara kosta völ en að fara i greiðsluverkfall.
Slagorð:
1. Aðgerðir eru valkostur!
2.- Greiðsluverkfall - lokaúrræði?
3. Skjalborg óskast!
4. Björgum heimilunum!
5. Heimilin í forgang!
Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld hlustað þegar að almenningur fjölmennir og mótmælir, reynslan hefur sýnt okkur það og kennt okkur það að samstaða er það eina sem skiptir máli.
Sýnum samstöðu - Mætum öll!
f.h Nýrra Tíma
Sigurlaug Ragnarsdóttira
Rafbílavæðing - er það möguleg lausn á efnahagsvanda heimsins?
7.5.2009 | 14:01
"Skemmtileg" tilviljun í framhaldi af niðurstöðu SÍ um ófærar leiðir til leiðréttingar
7.5.2009 | 11:59
Ég bloggaði um það mál hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/871648
Í örstuttu máli sem sagt er starfshópur Seðlabankans þar sem sagt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé þjóðhagslega óhagkvæmt að færa niður lán heimilanna vegna þess hve mikils virði húsnæðið okkar er í dag.
Það fannst mér of hátt mat hjá þeim - nú nokkrum dögum síðar birta þeir síðan upplýsingar um spá þar sem gert er ráð fyrir 46% lækkun húsnæðisverðs.
Ég spyr, tala deildir Seðlabankans ekkert saman?
46% raunlækkun fasteigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Júlíus Vífill stórmóðgar Ólaf F. Magnússon
6.5.2009 | 23:45
Ég get ekki að því gert að velta fyrir mér hvort að þetta hafi verið svona "Freud'ian slip" eins og það er oft kallað þegar að einhver óvart segir upphátt þar sem að hann hefði betur aðeins geymt sem hugsun.
Gæti verið að Júlíus Vífill hafi óvart bara sagt upphátt það sem hin voru að hugsa?
Ég veit það ekki og hef ekki þekkingu til þess að taka afstöðu til veikinda eða heilbrigðis Ólafs F. en ég velti því þó óneitanlega fyrir mér hvort verið geti að það séu alltaf allir á móti honum og hann sá eini sem er í lagi, eða hvort að það sé kannski öfugt?
Segir af sér sem varamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |