Um niðurstöður Seðlabanka Íslands um skuldir heimilanna - enn ein vanhæf greiningardeildin þarna á ferð??

Niðurstöður starfshópsins má lesa hér: http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6922

Þetta er eflaust að sumu leyti ágætis úttekt hjá Seðlabankanum, en það grefur algerlega undan faglegri niðurstöðu hópsins að þarna er verið að miða við eitthvert fasteignaverð sem er fantasía en ekki raunveruleiki.

Raunvirði fasteigna hefur dregist saman um 15-40% að meðaltali, aðeins misjafnt eftir markaðssvæðum og staðan er því (því miður) enn verri en skýrsla SÍ segir til um og væntanlegur kostnaður sem lendir á þjóðarbúinu því væntanlega mikið mun hærri heldur en ráð er gert fyrir.
 
Þess vegna þarf að skoða óhefðbundnar leiðir til lánaniðurfærslu,, þrátt fyrir að það sé ríkissjóði og fjármagnseigendum afar dýrt. Það er að mér skilst, samt mun ódýrara en að standa undir gjaldþrotahrinunni sem óhjákvæmilega annars fylgir og brottflutningi borgaranna úr landi.

Góður félagi minn benti mér sérstaklega á þessa setningu:

Ljóst er að kostnaður við flata afskrift skulda yrði að vera borinn af
ríkissjóði eða erlendum kröfuhöfum að fengnu samþykki þeirra.
Hvers konar aðgerðir sem fela í sér einhliða tilfærslu kostnaðar yfir á
kröfuhafa er ófær.

Starfshópnum finnst sem sagt algerlega ófært að upp kæmi sú staða að fjármagnseigendurnir sjálfir þyrftu mögulega að bera einhvern hluta kostnaðarins af hruninu. Það væri jú mikil synd ekki satt?


mbl.is Ekkert búið nema allt sé búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jú það væri mikil synd að láta kröfuhafa axla ábyrgð á sinni áhættu.

Arinbjörn Kúld, 6.5.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Stefán, fyrir mér snýst málið þó mikið um réttlæti og jafnræði borgaranna.

Stjórnvöld, þessi sömu og bera ábyrgð á því að vernda okkur, voru að stórum hluta ábyrg fyrir því hverst hart bankahrunið kom niður á landanum. Hefðum við fengið réttar uplýsingar strax í ársbyrjun 2008, hefði mikið af fólki alls ekki farið svona illa út úr verðtryggðum lánum og gengistryggðum lánum.

Er ekki réttlætis mál að gerendur beri ábyrgð? Er ekki réttlætismál að fjármagnseigendur séu ekki að stórgræða á því að landinn lenti í fjárhagslegum hamförum?

Mér finnst það

Baldvin Jónsson, 6.5.2009 kl. 23:32

3 identicon

Það er fróðlegt að fylgjast með umræðunni þegar kemur að skuldurum þessa lands.Bankastjórarnir stíga fram ásamt spekingum og tala um skuldir heimilanna eins og þær séu allar settar undir þann hatt þér var nær vitleysingurinn þinn.Hittt er og forðast er að ræða það að hvr einstaklingur á að eiga þann rétt að geta brauðfætt sig og sína. Þarna á þessum mörkum stoppar enginn skuldakrafan tekur ekkert mið af þessari grunnþörf sem myndi í öllum siðuðum ríkjum             teljast átroðsla á persónurétt einstaklingsins. 'Í öllum siðuðum ríkjum er varnargirðing sem enginn má fara inn fyrir með skuldakröfur. Það á að vera hverjum banka augljóst að fólk þarf að fæða sig og klæða og lánveitingar sem krefjast greiðlu skulda inn fyrir þessi mörk að vera hreint ábyrgðarleysi frá hendi bankanna.Það segir í íslenskum lögum sá sem að veit og lánar manneskju sem ekki er borgunarhæf geti sjálfum sér um kennt og þýðir ekki að varpa þeirri ábyrgð á skuldarann. Hér er höfðað til þess að allir skullu vera ábyrgir gerða sinna. Sem einfalt dæmi ætti banka ekki að koma á óvart að greiðlufall yrði hjá gjaldþrota einstaklingi því aðstæður hans og eftirbreytni hefðu strax í upphafi leiks borið með sér hvert stefndi. Þessi girðing sem ég talaði hér áður þessi vernd gæti numið í dag þeirri upphæð sem væri lágmarksframfærsla ca. 90 þúsund eftir skatta. Og að lokum fyrir mann með 200 þúsund á mánuði og með með 150 þúsund eftir skatta getur mest verið skráður fyrir 6 milljón króna skuld. Allt um fram það er bæði ábyrgðarleysi bankans og einstaklingsins. Ef við viljum nýtt Ísland þá verðum við að horfa á málverkið eins og listamaðurinn að hafa á hreinu að hvert málverk hefur sína grunntóna!! Látum kreppuna ekki senda börnin okkar á vígvöllinn segjum nei við ESB.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:23

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Baldvin, hefurðu upplýsingar um hvaða fasteignaverð er miðað við í þessu minnisblaði? Geturðu þess vegna fullyrt að "þarna er verið að miða við eitthvert fasteignaverð sem er fantasía en ekki raunveruleiki."

Er ekki miklu líklegra að gengið sé út frá fasteignamati, sem er eina skráða verðmæti allra eigna á Íslandi? Ég get sagt fyrir mig að fasteignamat minnar íbúðar er ca. 60% af því verði sem ég hefði fengið fyrir hana í október 2007 - hefði ég selt. Ég hugsa m.a.s. að íbúðin mín myndi í dag seljast á allt að 20% yfir fasteignamati.

Er það þess vegna ekki nokkuð raunhæft verðmat á eignunum?

Elfur Logadóttir, 7.5.2009 kl. 12:31

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það kemur fram í skýrslunni Elfur að miðað sé við markaðsvirði fasteigna.

Baldvin Jónsson, 7.5.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það er ekki rétt Baldvin, það kemur hvergi fram í minnisblaðinu sem þú ert með tengil í hér að ofan, á hvaða virði fasteignirnar séu metnar.

Ég ítreka að eina mögulega skráningin sem til er fyrir allt húsnæði á landinu - og það viðmið sem notað er við skattauppgjör - er fasteignamat. Þess vegna eru allar líkur til þess að það sé virðið sem notað er í þessari greiningarvinnu Seðlabankans.

Elfur Logadóttir, 7.5.2009 kl. 13:30

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

Á vef Seðlabankans má finna fyrstu niðurstöður frá 11. mars 2009. Powerpoint skjal sem fer yfir ýmsar tölur og á hvaða gögnum greiningarvinnan er unnin, þar kemur fram á glæru 3: "Húsnæðiseign er byggð á fasteignamati frá desember 2008, (leturbr. mín)"

Þannig er ekki verið að vinna með óeðlilega hátt markaðsverðmæti fasteigna, heldur einmitt eins og ég sýndi fram á í athugasemd nr. 5 að verið er að vinna með afar raunhæfar tölur sem gefa okkur nokkuð rétta mynd af stöðunni.

Elfur Logadóttir, 7.5.2009 kl. 13:35

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Rétt hjá þér Elfur, ég biðst afsökunar. Las skýrsluna aftur og þar er engin tilvísun í hvaða verð sé miðað við. Mín mistök, ég hef hlaupið á mig í hita leiksins og talið þetta vera markaðsvirði.

Það kemur hins vegar heldur ekkert fram um að miðað sé við fasteignamat.

Fasteignamats verð þróast hins vegar mun hægar en markaðurinn. Ég myndi því ekkert fullyrða hérna um hvort að skráð fasteignamat sé mun lægra heldur en þú fengir fyrir íbúðina þína í dag. Þegar að hreyfing á fasteignamarkaði er sama sem engin er afar erfitt að meta á nokkurn faglegan máta raunvirði. Það virðist þó allt benda til þess að verð hafi þegar lækkað um allt að 20-25% og að þróunin sé áframhaldandi niður á við.

En hefur einhver reiknað saman á faglegan máta hver kostnaðurinn er fyrir samfélagið ef 15.000 heimili fara í þrot? Eða hver kostnaðurinn er af því að missa héðan 20% af vinnuaflinu vegna lítillar framtíðar fyrir þau á næstu árum hér heima?

Ástæða þess að ég tala ítrekað út frá réttlætis kröfunni sem nú er uppi er að megninu til sú að ég óttast að það að missa stóran hluta vinnandi fólks úr landi valdi því einfaldlega að við náum aldrei að greiða skuldir þjóðarbúsins en missum samt í millitíðinni stóran hluta verlferðarkerfisins okkar.

Baldvin Jónsson, 7.5.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband