Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Kosningaloforðin búa til falska tiltrú á ríkið og draga úr trúnni á markaðinn sem þó mun alltaf á endanum borga brúsann
30.4.2009 | 13:24
Þetta er enn eitt neikvætt birtingarform þessara venju sem kosningaloforðin eru. Flest gerum við okkur grein fyrir því að þau eru í besta falli ýkjur, stundum hreinlega lygi, en samt er fólk að láta glepjast til að kjósa eftir þessum yfirlýsingum lýkt og um einhverja fegurðarsamkeppni sé að ræða. Sætasta fólkið með sætasta loforðið vinnur.
Já eða þannig hefur það almennt verið, að þessu sinni var einn keppandinn bara búinn að gera svo ofsalega upp á bak fyrir kosningar, að stóru loforðin þeirra um að ríkið myndi skapa 20.000 ný störf, dugðu ekki einu sinni til þess að koma í veg fyrir gríðarlegt fylgishrun á þeim bænum.
En trúir því einhver að ríkið búi til störfin?
Ef þú trúir því, hefurðu þá velt því fyrir þér hver borgar fyrir þau?
Staðan er einföld, án kraftmikils framtaks markaðarins eigum við enga möguleika á því að vinna okkur út úr þessari gríðarlegu niðursveiflu sem við erum nú að eiga við. Fyrst varð hrun, kreppa ofan á það og núna er markaðurinn á fjölda vígstöðva algerlega frosin og lítil sem engin verðmætasköpun að verða nema að einhverju leyti í útflutningi.
Þetta er því augljóslega eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Það er ekki að lofa störfunum, heldur að skapa hér aðstæður til þess að hinn frjálsi markaður geti þrifist og skapað bæði störf og verðmæti. Það verður að lækka stýrivexti hið snarasta og það verður að finna leið út úr myntvanda þjóðarinnar.
Neyslu hér heima eigum við hins vegar að auka með bráðaaðgerðum fyrir heimilin. Ef við losum fjölskyldur landsins úr þeirri skuldagildru sem þjóðin er nú föst í fáum við almenna neyslu á markaði aftur í gang og þar með hjól atvinnulífsins líka. En án þess að lækka stýrivextina erum við hins vegar bara að lengja örlítið í hengingaról þeirra fyrirtækja.
Hættum að rífast um ESB, einbeitum okkur fyrst að því sem mest liggur á.
Trú Íslendinga á virkni markaðarins hefur minnkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krafan er Persónukjör! En verður maður ekki að þakka sérstaklega þá athygli sem að Borgarahreyfingin fær hér fram yfir aðra?
29.4.2009 | 12:32
Guðlaugur Þór virtist eiga fastlega von á þessari niðurstöðu þegar að leið á kosninganóttina. Hann hefur að virðist fengið af því einhvern pata innan úr talningaherbergi Reykjavík suður að mikið væri af útstrikunum á nafninu hans. Reyndar eiga upplýsingar ekki að berast út úr talningarherberginu að undanskildum upplestri á tölum, en það virðist nú leka þarna eins og á svo mörgum öðrum stöðum í kerfinu.
En vonandi er þessi mikla útstrikun og breytingar á kjörseðlum til marks um það að fólk sé almennt að verða opnara fyrir hugmyndinni um persónukjör. Samkvæmt þessari frétt voru að minnsta kosti 7.197 yfirstrikanir eða breytingar gerðar í Reykjavík suður og eru þá ekki taldar upp þær breytingar sem gerðar voru á listum D, S, V og F að undanskildum þeim sem fengu fleiri en 100 yfirstrikanir, þannig að breytingarnar voru án vafa mun fleiri.
Borgarahreyfingin fær í fréttinni ásamt Framsókn, alveg sérstaka athygli og ber að þakka fyrir það Augljóst þó miðað við fáar breytingar að kjósendur okkar voru afar sáttir við listann okkar eins og hann var.
Borgarahreyfingarinnar bíður nú það erfiða verkefni að viðhalda sér sem grasrótarsamtök þrátt fyrir góðan árangur og 4 þingmenn. Nú fer því í hönd mikil vinna við að endurskipuleggja uppbyggingu hreyfingarinnar, ákvarða hvernig vinnsla frumvarpa og álita eigi að fara fram, hvernig boðleiðir hreyfingarinnar verða og svo framvegis.
Við ætlum okkur að ná að halda því markmiði okkar lifandi að starfa áfram sem hreyfing en ekki hefðbundinn flokkur og erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að ná því markmiði.
Guðlaugur Þór niður um sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Frjálslyndir innan sem utan flokksins boðnir hjartanlega velkomnir í Borgarahreyfinguna :)
27.4.2009 | 23:43
Við erum bara rétt að byrja og mikil vinna framundan við að skipuleggja grunnstarf hreyfingarinnar, málefnahópa, frumvarpsvinnu og svo framvegis.
Þetta verður skemmtilegt og spennandi starf þar sem höfuðáherslan er á það að gera hlutina öðruvísi en hingað til hefur tíðkast. Við viljum breyta pólitíska litrófinu, breyta aðferðarfræðinni sem hingað til hefur viðgengist.
Vinnum saman eftir algeru gegnsæi og lýðræði. Tökum höndum saman um að útiloka "shortcu'in" - lýðræðið tekur stundum meiri tíma en það er á endanum engu að síður réttlátara kerfi.
Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að kúka í kjörklefanum er augljóst einkenni geðsýki
27.4.2009 | 14:47
Að vera geðsjúkur er staðhæfing sem hefur mörg stig. Sú skilgreining sem mér líkar best kemur frá kana sem ég hef gjarnan hlustað á fyrirlestra hjá en hann segir:
"Sanity is to be FULL up there - Insanity is to be not ALL there".
Maður þarf sem sagt ekkert að vera mjög áberandi galinn til þess að vera geggjaður, það þarf bara að vanta þá stundina eitthvað í samskiptin í höfðinu á manni.
Að kúka í kjörklefanum getur ekki talist til yfirvegaðs heilbrigðs verknaðar. Það er geggjun. Það sama má segja um að skeina sér á seðlinum. En ég spyr, fyrst enginn fann seðilinn við talningu, fyrst enginn sá hann setja seðilinn í kjörkassann. Hvað varð af seðlinum??
Á Facebook var stór grúppa orðinn til um fólk sem ætlaði að borða kjörseðilinn....
Skeindi sig með kjörseðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vondur tapari hann Ástþór - er einhvern tímann eitthvað í lífinu ALLT öðrum að kenna?
26.4.2009 | 18:04
Já, mögnuð nótt að baki. Ég var raunverulega inni sem þingmaður í tæpa 6 klukkutíma í nótt og mikil spenna í loftinu. Vissi þó undir niðri vegna mikilla yfirstrikana á Gulla Þór í RS að líklegt væri að fylgið okkar þar myndi minnka undir morgun þegar að þau atkvæði kæmu inn í hlutfallið. Engu að síður frábær árangur hjá hreyfingu sem að er 9 vikna gömul og frábær persónulegur sigur fyrir mig líka finnst mér. Við erum komin inn með þau málefni sem hafa á okkur, og stórum hluta þjóðarinnar, undanfarna mánuði og ætlum okkur að halda þau í heiðri, að koma þeim skýrt í umræðuna á nýju þingi.
Einhver benti mér á að við hefðum náð styrkleika Carlsberg Elephant, eða 7,2%, og því yrði nú afar erfitt að hunsa FÍLINN í salnum, þegar við yrðum þar með skýr skilaboð um að segja bara satt. Flestir flokkanna hafa þegar tekið undir okkar málefni og það ætti því að vera hægðarleikur fyrir okkur að láta þá standa við stóru orðin og koma hér á gagngerum lýðræðisumbótum.
En hvað með Ástþór? Jú, mér þætti afar gaman að sjá hann ná árangri í framboði einhversstaðar einu sinni. Bæði vegna þess að hann yrði hressandi viðbót við hversdagsleikann, en líka vegna þess að mér leikur forvitni á því að vita hvort að árangurinn verði þá líka alfarið einhverjum öðrum að kenna?
Borgarahreyfingin varð til úr mörgum hópum og því kannski flókið fyrir marga að skoða söguna, en Ástþór taldi ég hins vegar það skýran að hann myndi skilja. Ástþór er hins vegar svo upptekinn við að kenna einhverjum um allar eigin ófarir að honum er að virðist byrgð sýn á raunveruleikann og eigin aðkomu að hlutunum.
Gangi þér vel á nýjum vettvangi Ástþór - hvað sem sagt verður þá var þetta að minnsta kosti hressandi barátta með þér og mig langaði bara að þakka þér fyrir það.
Lýðræðishreyfingin líklega fram á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er Fréttamynd ársins!! - og Kosningavaka Borgarahreyfingarinnar
25.4.2009 | 20:29
Þór Saarí átti án vafa umræðu þátt gærkvöldsins og mikið af fólk búið að hafa samband í dag og lýst því yfir að hann hafi gert útslagið með að þau kusu okkur í dag, glæsilega að verki staðið þar.
Þessi sena í gær samt, þar sem hann bara hreinlega getur ekki meira, hallar sér aftur og hreinlega stingur fingrunum í eyrun á sér var toppurinn. Segir meira um innihald og gæði umræðunnar en 1000 orð.
Borgarahreyfingin er með kosningavöku í kvöld í Iðnó fyrir alla sem vilja. Byrjum klukkan 22:00 og bíðum spennt eftir fyrstu tölum :)
Einhverjar léttar veitingar og barinn opinn fyrir þá sem vilja þar versla.
Ástþór illur út í RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dautt atkvæði? Ertu hrædd/ur við að atkvæðið þitt skili ekki árangri hjá litlu framboði?
25.4.2009 | 11:31
Ég hef alltaf verið mikill talsmaður þess að maður á ekki að láta aðra segja sér hvernig mann eigin atkvæði sé best varið, við eigum ALLTAF að fylgja eigin sannfæringu.
En ég er samt í kosningabaráttu og því vill ég leyta leiða til að hafa áhrif á val þitt í dag ef ég mögulega get. Ég er að sjálfsögðu sannfærður um það að atkvæði greitt Borgarahreyfingunni er atkvæði afskaplega vel varið og trúi því af festu að við munum geta haft mikil áhrif inni á þingi sem rödd fólksins.
Við munum starfa náið áfram með grasrótinni og þingflokkurinn okkar verður ekki vald heldur framkvæmdaaðilinn! Það er nýmæli og gefur þér færi á að hafa mun beinni áhrif heldur en möguleiki hefur verið á hingað til nokkurn tímann.
Ég hvet þig til að fylgja eigin sannfæringu en skelli hér engu að síður inn tveimur skýringarmyndum til að hrista aðeins upp í þessu og reyna með því að hvetja þig til að kjósa Borgarahreyfinguna frekar, ef valið stendur hjá þér um minni framboðin.
Þitt atkvæði hefur líklega aldrei haft meira vægi en í dag, ef þú kýst Borgarahreyfinguna!
Þitt atkvæði í dag ásamt örfáum öðrum gæti talið 2-3 þingmenn í stað ekki neins!
En eins og hún vinkona mín, oddviti listans míns í Reykjavík suður sagði í dag, POWER TO THE PEOPLE!
Ljúkum þessum gagnsæja áróðri á lokaorðum hins ágæta Þórs Saarí úr lokaþætti RÚV á framboðskynningunum og borgarafundunum, sem var sjónvarpað í gær:
Þór Saari, Borgarahreyfingunni
Við verðum að muna eftir því hvers vegna er verið að kjósa á morgun. Það er verið að kjósa á morgun af því að hér varð algjört efnahagshrun. Stjórnvöld á Íslandi brugðust almenningi algerlega og sveipuðu efnahagsmálin hér í leyndarhjúp, þannig að heimilin lentu á vonarvöl.
Við megum ekki gleyma því.
Þessi sömu stjórnvöld þau sitja hér í kvöld, allt í kringum mig og bjóða almenningi upp á það að láta kjósa sig aftur á morgun. Við vitum hvað gerðist, hvernig það gerðist og við vitum hverjir bera ábyrgðina. Við megum ekki gleyma því heldur. Það er algjört grundvallaratriði. Ástæðan fyrir því að hlutirnir enduðu eins og þeir enduðu er þó kannski fyrst og fremst sú að við hættum að skipta okkur sjálf af stjórnmálum. Við gleymdum því, við sváfum á verðinum. Við megum ekki gera það. Á morgun þegar við göngum inn í kjörklefann, þá skulum við ekki spyrja okkur þessarar spurningar, aftur og einu sinni, hvað gerðist og hvernig gerðist það. Við vitum hvað það var.
Við skulum spyrja okkur þeirrar spurningar, hvað er það sem ég get gert og hvað er það sem mér ber að gera á morgun.
Bjarni Ben kaus fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lokaorð þáttarins en Borgarahreyfingin hefur svo sannarlega ekki sagt sitt síðasta
25.4.2009 | 03:27
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
MUNDU AUTT ER DAUTT - BORGARAHREYFINGUNNI SPÁÐ 12% RAUNFYLGI
24.4.2009 | 20:31
Eftir að hafa verið á ferðinni á meðal fólks flest alla daga undanfarnar 2 vikur heyrist mér að fólk almennt spái okkur 8-15% fylgi þegar talið verður upp úr kössunum. Flestir hafa haft á því orð sérstaklega að fylgi okkar myndi án vafa taka stökk um leið og fólki væri orðið ljóst að fylgið okkar væri komið tryggilega yfir 5% mörkin.
Ert þú búin/n að ákveða hvort þú ætlar að kjósa gamla "trausta" DBS, eða ætlarðu að prófa eitthvað nýtt?
Autt er Dautt - sértu ekki sáttur við eitthvað á listum framboðanna geturðu strokað út þá sem þér líkar ekki við. Ef þú ætlar að kjósa turnana yfir okkur áfram bið ég þig samt að skoða það vandlega að strika út það fólk sem bar augljósa ábyrgð á hruninu sem hér varð.
Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem ekki eru með þetta á hreinu:
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er eitthvað sem allir ættu að velta vel fyrir sér. Borgarahreyfingin mælist allra flokka stærst í könnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þessari könnun er fólk að svara sem er ALVARLEGA BÚIÐ AÐ SKOÐA HVAÐ FLOKKARNIR ÆTLA AÐ GERA FYRIR HEIMILIN.
Ert þú búin/n að skoða það vel? Hvað þú kýst á morgun er á þína ábyrgð, en hvað sem þú gerir KJÓSTU og í guðanna bænum ekki kjósa AF ÞVÍ BARA eða "bara þetta gamla góða".
Taktu gagnrýna upplýsta ákvörðun
Hér má nálgast frekari upplýsingar um Borgarahreyfinguna - og svo að sjálfsögðu víðsvegar um þetta blogg mitt hérna.