Lækkun stýrivaxta ekki seinna en strax er réttmæt krafa

Við búum í kerfi sem er ein heild. Í dag er almenningur gramur stórum hlutum atvinnugeirans. Bönkunum fyrir algert arðrán, fyrirtækjunum fyrir að hafa nýtt sér mörg hver ástandið til þess að lækka laun eða hækka ekki samkvæmt samningum og það jafnvel á sama tíma og þau eru að greiða út arð vegna góðs gengis.

Kerfið er eftir sem áður ein heild og almenningur jafn háður fyrirtækjunum eins og fyrirtækin eru háð almenningi.

Lækkun stýrivaxta er án nokkurs vafa stærsta framfara skref sem ríkisstjórnin gæti stigið núna strax í efnahagsumbótum. Gríðarlegt vaxtaálag ofan á allt sem á undan er gengið er fásinna. Það má nánast líkja því við að taka ekki bara matinn heldur að smella í stólpípumeðferð í leiðinni bara svona til að vera viss um að "hreinsa" allt út sem mögulega er til mun hraðar.

Enginn virðist kannast við að stýrivaxtaákvörðunin sé þeirra - má þá ekki bara taka af skarið og lækka ekki seinna en núna?


mbl.is Svigrúm til stýrivaxtalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband