Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Helga Vala kom svo sannarlega fram fyrir mína hönd í dag! - Geir telur sig starfa í umboði hverra??
20.1.2009 | 20:06
Ég var alveg gáttaður gjörsamlega að heyra tilsvör forsætisráðherra á þingi í dag. Hann er hreinlega móðgaður bara yfir því að þing fái ekki að starfa í friði??
Í friði fyrir hverjum?!?
Geir lýsir því drjúgur yfir, fullur af hroka og jólasteik, að vantrausttillaga hafi verið felld á þingi og að ríkisstjórnin starfi í umboði þingsins. Hvaða heilhveitis bull er þetta Geir?? Ríkisstjórnarflokkarnir sitja með um 70% atkvæða þingheims, hvernig gat slík tillaga öðruvísi fallið? Hvað hefðir þú gert þínum þingmönnum sem hefðu kosið gegn þér?
Flokksræðið er dautt og þessi ömurlegi valdhroki er sterkasta birtingarmynd þess.
LEIKHÚS FÁRÁNLEIKANS var fullkomnað á Alþingi í dag þegar að þingmenn mættu aftur eftir afar afar langt jólafrí og hófu umræðu um hvort ætti að selja áfengi í verslunum?? Hvar í heiminum gæti slíkt hent?
Fólk var að bíða eftir þessum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heigulsháttur og valdsýki Geirs Haarde og Samfylkingarforystu er alger
20.1.2009 | 17:05
Ég var að koma heim úr miðbæ Reykjavíkur. Stemmningin var vægast agt stórfengleg og gríðarleg samstaða meðal fólks. Allan tímann sem ég var þarna sá ég engan beita ofbeldi nema lögregluna, þar sem að hún að virðist óskipulega og af hentugleika yfir hópinn sem stóð í garði Alþingishússins.
Ég finn fyrir nýjum krafti og afar sterkri samhyggð, við megum ekki gefast upp.
Þessir sjálfshyglissjúku ráðamenn okkar verða að beigja sig fyrir kröfum fólksins. 70% þjóðarinnar vill stjórnina frá. Hversu marga þarf til þess að þeir bregðist við??
Heigulsháttur og valdsýki Geirs Haarde og Samfylkingarforystu er alger
20.1.2009 | 17:03
Ég var að koma heim úr miðbæ Reykjavíkur. Stemmningin var vægast agt stórfengleg og gríðarleg samstaða meðal fólks. Allan tímann sem ég var þarna sá ég engan beita ofbeldi nema lögregluna, þar sem að hún að virðist óskipulega og af hentugleika yfir hópinn sem stóð í garði Alþingishússins.
Ég finn fyrir nýjum krafti og afar sterkri samhyggð, við megum ekki gefast upp.
Þessir sjálfshyglissjúku ráðamenn okkar verða að beigja sig fyrir kröfum fólksins. 70% þjóðarinnar vill stjórnina frá. Hversu marga þarf til þess að þeir bregðist við??
Margir fengu piparúða á sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heigulsháttur og valdsýki Geirs Haarde og Samfylkingarforystu er alger
20.1.2009 | 17:02
Ég var að koma heim úr miðbæ Reykjavíkur. Stemmningin var vægast agt stórfengleg og gríðarleg samstaða meðal fólks. Allan tímann sem ég var þarna sá ég engan beita ofbeldi nema lögregluna, þar sem að hún að virðist óskipulega og af hentugleika yfir hópinn sem stóð í garði Alþingishússins.
Ég finn fyrir nýjum krafti og afar sterkri samhyggð, við megum ekki gefast upp.
Þessir sjálfshyglissjúku ráðamenn okkar verða að beigja sig fyrir kröfum fólksins. 70% þjóðarinnar vill stjórnina frá. Hversu marga þarf til þess að þeir bregðist við??
Allt á suðupunkti við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða gefnar út um 14.000 handtökuskipanir á Höfuðborgarsvæðinu?
20.1.2009 | 01:02
Þetta eru skelfilegar fréttir, þetta er líklega nærri 6% íbúa Árnessýslu sem þarna eru valdboðaðir til fjárnáms. Handtökuskipun hljómar að sjálfsögðu illa, en er um það að ræða engu að síður þegar að lögreglan má svipta þig frelsinu til þess að færa þig til Sýslumanns. Um 6% íbúa Hbsv væri nálægt 14.000 manns. Það sjá allir að það væri engin glóra.
Ég óska FORMLEGA eftir stefnu stjórnvalda, það getur varla verið að það sé stefna þeirra að bankarnir eignist á endanum allar eignir okkar er það?
Eða er þetta bara hluti af einkavinavæðingar ferlinu sem kemur næst??
Hátt í 400 handtökuskipanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég bið og vona að tími NÝRRA tíma sé kominn!
20.1.2009 | 00:10
Þetta lag var reyndar samið um fráfarandi forseta, Bush kallinn, en mér finnst það bæði afspyrnu gott og góð áminning á sama tíma um að gæta þess að falla ekki í sama farið.
Gríðarleg öryggisgæsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig fórum við að því að missa United fram úr okkur?
19.1.2009 | 22:51
Þetta er ömurlegt, þið getið ekki ímyndað ykkur skætingin sem ég þarf nú að þola frá vinum og vandamönnum. Það er eiginlega alveg hreint ótrúlegt hvað mér hefur tekist að vingast við marga United hauga. Þetta ætti eiginlega héðan í frá að vera ein fyrsta spurningin. Liverpool eða United?
Það er þá hægt að taka þá strax úr minninu í símanum er það ekki?
Úff maður, það er útlit fyrir spennandi keppni fram undan. Líklega þá skemmtilegustu og mest spennandi í áratug fyrir okkur Liverpool menn.
Cahill jafnaði og Liverpool ekki á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þetta alter egó nýs formanns Framsóknar?
19.1.2009 | 13:00
Var bent á þetta á netinu, finnst þetta fyndið.
Untitled from Pall Hilmarsson on Vimeo.
Ábyrgð á efnahagshruninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég ítreka - megin vandinn VAR og er lítið sem ekkert EFTIRLIT!!!
19.1.2009 | 11:43
Bankar, eins og ég hef komið inn á áður, eru einfaldlega fyrirtæki með það að markmiði að græða sem mesta peninga. Þeir höfðu væntanlega á launaskrá hundruði manna sem höfðu engan annan starfa en að finna nýjar leiðir til þess að þéna peninga. Og þeir fundu margar góðar leiðir blessaðir, en að virðist afar margar mjög vafasamar líka.
En hvernig verður sannað að þetta sé ólöglegt? Jafnvel þótt að fyrir lægi vissa um að þarna voru þeir bara að smyrja peningum á reikningana sína í peningaparadísum einhversstaðar (sem sagt STELA peningum) að þá virðist manni nánast ómögulegt að sanna eitthvað.
Nú er því bara eftir að höfða til sómatilfinningar starfsmannanna sem tóku þátt í gjörðunum. Ég bið ykkur einlæglega, stígið fram - upplýsið um verknaðinn - hagur og framtíð þjóðarinnar næstu 20 árin er undir!!!
Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
STÖÐVUM AÐFÖR AÐ HEIMILUM LANDSINS STRAX!!!
19.1.2009 | 00:43
Það er alger lágmarkskrafa að aðfararbeiðnir og framhalds innheimtuaðgerðir verði settar á ís í gærnum hvelli. Þangað til að núverandi ríkisstjórn (eða vonandi sú næsta bara) kemur fram með heildstæðar tillögur að lausn vandans verður að eyða þeirri óvissu sem að heimilin í landinu búa við í dag.
Það er þvílíkur fjöldi fólks í kringum mig á brúninni í dag, og sér fólk enga von framundan. Það liggur ljóst fyrir að samfélagið hefur ekki efni á því að hirða eignirnar ofan af öllum þessum aragrúa fjölskyldna sem ráða ekki við núverandi ástand. Það er því samfélagsleg ábyrgð okkar að finna sameiginlega lausn byggða á meðalhófi og samhyggð.
Stöndum vörð um heimili landsmanna - það er ljóst að annars missum við stóran hluta fjölskyldna úr landi og það gerir erfitt ástand einfaldlega algerlega óviðráðanlegt.
Heimili að verða gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |