Heigulsháttur og valdsýki Geirs Haarde og Samfylkingarforystu er alger

Ég var að koma heim úr miðbæ Reykjavíkur. Stemmningin var vægast agt stórfengleg og gríðarleg samstaða meðal fólks. Allan tímann sem ég var þarna sá ég engan beita ofbeldi nema lögregluna, þar sem að hún að virðist óskipulega og af hentugleika yfir hópinn sem stóð í garði Alþingishússins.

Ég finn fyrir nýjum krafti og afar sterkri samhyggð, við megum ekki gefast upp.

Þessir sjálfshyglissjúku ráðamenn okkar verða að beigja sig fyrir kröfum fólksins. 70% þjóðarinnar vill stjórnina frá. Hversu marga þarf til þess að þeir bregðist við??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

second ðatt

Óskar Þorkelsson, 20.1.2009 kl. 17:34

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Einmitt!

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:49

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ertu ekkert að vinna Baddi minn eða ertu alfarið farinn að snúa þér að stjórnmálum ?

Bíð spenntur eftir að sjá hvað þarna gerðist í fréttunum þar að segja ef rétt verður sagt frá í slöppum fjölmiðlum okkar lands.

Ómar Ingi, 20.1.2009 kl. 18:04

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Einhverju verður að fórna fyrir breytingar Ómar, vinnum bara meira seinna

En er annars að megin "starfi" nemi við Háskólann á Bifröst í fjarnámi þannig að ég er svo heppinn að ráða tíma mínum ansi mikið sjálfur bara.

Baldvin Jónsson, 20.1.2009 kl. 18:08

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Ótrúlegt að Össur segi svo "Ég get ekki séð að kröfurnar séu skýrar ..."

Fólk vill að tilteknir ráðamenn og embættismenn víki. Að það verði kosið til þings og trúverðugleiki endurvakinn. Hvað er Össur að fara? Að mótmælendur eigi að vera tilbúnir með fjárlagafrumvarp fyrir 2010? Eða fullmótaðar hugmyndir um nýjar reglur fyrir bankakerfið?

Haraldur Hansson, 20.1.2009 kl. 18:47

7 Smámynd: Ómar Ingi

Góður

Ómar Ingi, 20.1.2009 kl. 19:16

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hlýtur að vera niðurlægjandi og erfitt að vera lögga á Íslandi í dag'

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband