Nú teygir Eva Hauksdóttir sig í gamla þjóðhætti í von um árangur

Ekki veit ég til þess að þjóðin hafi búið við mikla hagsæld á þeim tímum er fólk treysti á þulur til árangurs, en vissulega er þetta skemmtiatriði örugglega ágætis viðbót í litróf gjörninga undanfarinna vikna.

En hver er trúverðugleiki þessara ítrekuðu yfirlýsinga um að bera mann og annan út úr húsum?  Hver er tilgangur þessara yfirlýsinga? Eru þær líklegar til annars en að byggja samhyggðar samstöðu MEÐ ráðamönnum og þar með snúast í höndum þeirra sem vilja breytingar?

Við verðum að gæta að okkur, vil verðum öðru fremur að halda fast um samstöðu okkar sem erum að berjast fyrir breyttum tímum. Málstaður okkar missir marks um leið og skuggaráði Sjálfstæðismanna og annarra tekst að teikna af okkur þá mynd að við séum í besta falli undarleg samkoma fólks sem hefði betur mætt í vinnu.

Nú segja fréttir að örfá hundruð manna séu á Arnahóli á mótmælum dagsins í tilefni Lýðveldisdags Íslands. Er það ekki til marks um að við séum mögulega að ofgera markaði mótmælenda? Þegar að framboð verður of mikið fellur eftirspurnin niður.  Gætum þess að ofgera ekki, ef við dreifum kröftum okkar of mikið verða aðgerðir okkar fljótt veiklulegar.

Ég hefði þó í dag, í tilefni afmælis Lýðveldis okkar, viljað sjá mun fleiri mæta, en þeir hafa efalaust alveg eins og ég, einhverja afsökun sem að þeir notast við til þess að komast ekki.

Vil ekki vera þusandi neikvæður alltaf endalaust. Við þurfum núna SAMSILLT ÁTAK, SAMSTÖÐU, SAMRÆMDAR AÐGERÐIR, SAMTILLTAR YFIRLÝSTAR KRÖFUR.

Þar fer fremst krafan um KOSNINGAR Í VOR


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þessi kona (norn og stjórnleysingi) Eva Hauksdóttir mælir með því að kornabörnum fé fórnað af mæðrum þeirra með því að leggja þau fyrir vinnuvélar til að stöðva virkjunarframkvæmdir. 

Sjá nánar: http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/

Lesið ekki bara innganginn, heldur athugasemdirnar og tilsvör Evu Hauksdóttur þar sem hún mælir með slíkum kornabarnamorðum!!!

Með kveðju, Björn bóndi.  

Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband