Og bloggheimur furðar sig á þessu upp til hópa

Það er svona bara, bloggheimurinn hefur að miklu leyti tekið við af þjóðarsálinni góðu. Það er lítið af hlutlausum skoðunum hér í þessum heimi, það eru allir annað hvort hetjur eða skúrkar, allir hlutir stórkostlegir eða fáránlegir.

Hvers vegna skyldi einhvern undra að það komi til vandræða inn á milli?

Er ekki eðlilegt að sumir geti bara ekki meir?  Ég óttast eiginlega meira aðgerðir þeirra sem enn eru bara með þetta allt vaxandi innra með sér. Hvað gerist þegar að afleiðingarnar fara loks að verða verulega sýnilegar í samfélaginu, þegar að fyrirtæki fara að loka í hrönnum og fólk verður án atvinnu í stórum stíl á sama tíma og aldrei hefur verið meiri þörf á tekjum?  Hvað gerist þá?

Verst þykir mér að nú mun þessi einstaki atburður ráða fréttatímum kvöldsins væntanlega en ekki ágætis samkoma á Arnarhóli þar sem ýmislegt gott kom fram.

Ráðamenn heyra ekkert fyrr en þeir geta nýtt sér það, það er bara þannig.  Nýta sér það til að gera lítið úr mótmælum, nýta sér það til að sitja áfram.


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 1.12.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Hlédís

Merkilegt með fjölmiðlana! Ég sat í bílnum á leið heim af fundinum, er heyrði annarsvegar í útvarpinu frétt um borgarafundinn þar sem "að mati lögreglu" höfðu hangið ríflega 800 manns - Rétt á eftir hét það, eitthvað á þessa leið: "Borgarafundurinn fór úr böndunum- og nú eru um 150 manns að ráðast á Seðlabankann!" Eitt veit ég - það er að borgarafundinum var slitið á venjulegan hátt og fór ekki úr neinum "böndum" - Á fundinum var alltof fátt fólk  - þó fleira en 800. Fjölyrði ekki um framtak þeirra er vildu ræða við Davíð O. eftir fundinn. Hann hafði að sjálfsögðu lokið sínum vinnudegi!    Hinsvegar var mjög misráðið að boða til mikilvægs fundar svo löngu fyrir vinnutímalok almennings. Margir hafa vinnu enn sem betur fer, og það komast ekki allir frá eins snemma og DO.

Hlédís, 1.12.2008 kl. 18:40

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er mikið til í þessu hjá þér Baldvin. Fjölmiðlar segja ekki frá nema að það komist út sem æsifrétt. Það er ekki frétt ef fólk mótmælir friðsamlega. Það er meira fútt í því að segja frá eggjakasti og slíkum aðgerðum. Fréttir eru nátengdar sölumennskunni nefnilega. Fréttin þarf að skila áhorfi eða blaðinu meiri sölu.  Bloggheimar hér er orðinn dómstóll götunnar ef svo má að orði komast. Sambland af eins og þú nefnir þjóðarsálinni og svo dómstóll götunnar. Hér er reyndar oft ansi ruddalega farið með menn og málefni og margir dæmdir af almúganum án þess að geta svarað fyrir sig eða borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekk réttmætt. En í þessu ástandi nú sem er rétt að byrja. Já, ég segi rétt að byrja! Verslanir eiga eftir að gefa upp laupana í umvörpum eftir áramótin þegar jólavertíð lýkur. Þá koma miklu fleiri uppsagnir. Á sama tíma er uppsagnarfrestur margra út runnin og atvinnuleysið tekur við. Við erum bara að finna smjörþefinn af þessu. Krónan hangir á horriminni og verðbólgan á eftir að aukast enn frekar. Við það hækka enn frekar íbúðalán fólks sem ekki gengur til baka þó betur ári. Óafturkræfar hækkanir. Það á eftir að kreppa meira að og fólk á eftir að verða miklu reiðara. Við ættum að huga að okkar minnsta bróður fyrr en seinna og vera vakandi yfir velferð hvers annars.

Sigurlaug B. Gröndal, 1.12.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband