Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Ég vil nota þetta grátbroslega tækifæri og skora hér með á Samfylkinguna um að standa við stóru umhverfisloforðin sem féllu fyrir kosningar í vor!!!
12.9.2007 | 15:57
Hefði varla trúað því að hið "græna" og fagra Ísland ætti ekki einu sinni möguleika á umhverfis viðurkenningum í samkeppni við Norðurlöndin?? Hefðir þú trúað því?
Nú vil ég fara að sjá framkvæmdir Ingibjörg Sólrún Gissurardóttir. Eitthvað annað en þann málamynda gjörning að kalla heim friðargæsluliða frá Írak örfáum dögum áður en hún átti að koma heim hvort eð er.
Hvar er "Fagra Ísland"?? Á að túlka allt í stíl fyrri ríkisstjórnar núna? Eru stóru loforðin orðin skyndilega að orðalagi eins og heyrðist svo gjarnan frá B lista í síðustu ríkisstjórn? Þar var ítrekað talað um t.d. "virðingu gagnvart náttúrunni" sem þýddi að virðist hjá þeim á íslensku "að gjörnýta allar auðlindir á sem skemmstum tíma".
Samfylkingin er vonarneistinn okkar núna í umhverfismálum. Standið þið undir því??
Ekkert íslenskt sveitarfélag tilnefnt til umhverfisverðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta þykir mér arfaslök blaðamennska!
12.9.2007 | 13:21
Hvað þýðir þessi frétt eiginlega? Hvaða "stórvægilega pólitíska framvinda" hefur orðið sem ekki er getið um í fréttinni? Hvernig breytist stjórnsýslan til aukinna valda fyrir Putin ef aðstoðarforsætisráðherra tekur við embætti forsætisráðherra?
Þetta er ekki frétt, þetta er gáta.
Putin fellst á afsögn ríkisstjórnar Rússlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki að ég fíli Kris Kristoffersen svona vel, en textinn virkilega náði mér í þessu....
11.9.2007 | 11:30
INTRO: D
D
Read about the sorry way he done somebody's daughter
A D
Chained to a heavy thing and threw her in the water
D
And she sank into the darkness with their baby son inside her
A D
A little piece of truth and beauty died
D
Burnin' up the atmosphere and cuttin' down the trees
A D
The billion dollar bombin' of a nation on its knees
D
Anyone not marchin' to their tune they call it treason
A D
Everyone says God is on his side
D G
See the lightnin' hear the cries
A D
Of the wounded of a world in holy war
G
Mortal thunder from the skies
A D
Killin' everything they say they're fightin for
D G
Broken babies, broken homes
A D
Brokenhearted people dyin' everyday
G
How'd this happen, what went wrong
A D
Don't blame God I swear to God I heard Him say
D G
"Not in My name, not on My ground
A D
I want nothin' but the endin' of the war
G
No more killin' or it's over
A D
And the Mystery won't matter anymore"
D G
Broken dreamers, broken rules
A D
Brokenhearted people just like me and you
G
We are children of the stars
A D
Don't blame God I swear to God He's cryin' too
D G
"Not in My name, not on My ground
A D
I want nothin' but the endin' of the war
G
No more killin', or it's over
A D
And the Mystery won't matter anymore"
D
Read about the sorry way he done somebody's daughter
A D
Chained her to a heavy thing and threw her in the water
D
And she sank into the darkness with their baby son inside
A D
A little piece of truth and beauty died
Vona að Guð gefi að kanarnir sjái aðeins að sér þegar Bush stígur frá......
Held að það hafi verið Gandhi sem sagði: "Peace is easy, just stop fighting"
Velti því fyrir mér hvort að sé ekki lengur skilgreindur munur á forræðishyggju og siðferði?
11.9.2007 | 10:25
Var að lesa bloggið hjá henni Sunnu Dóru, frænku minni. Hef svo sem engan sérstakan áhuga á Britney Spears, en vangaveltur hennar frænku minnar upphófu athyglisverð skoðanaskipti í athugasemdunum hjá henni. Hérna eru mínar vangaveltur þaðan, fannst þessi hugleiðin eiga skilið sitt eigið blogg hjá mér.
Velti fyrir mér hvort að sé ekki lengur skilgreindur munur á forræðishyggju og siðferði?
Á að leyfa algjörlega allt af því að allt annað er forræðishyggja? Eigum við aldrei að þora að setja mörk af ótta við að skerða áður fengið frelsi?
Ég vil ekki forræðishyggju. Ég vil ekki að dóttir mín þurfi að alast upp við að vera matreidd af því að stelpur eigi að vera "sætar", "góðar", "kynþokkafullar", "hógværar", og hvað þetta bull allt segir.
Ég vil reyndar heldur ekki að sonur minn þurfi að trúa því að hann verði að vera "duglegur", "harður", "íþróttamaður", "klár", "töffari" o.s.frv.
Ég vil að börnin mín fái að velja sjálf, en það er mitt að innleiða þeim mörk og siðferði í uppeldinu. Á svo sem lítinn möguleika, en við verðum að gera okkar besta.
En ef það er forræðishyggja að vilja velja að þau þurfi ekki að samþykkja klám ÁÐUR en þau hafa þroska til að skilgreina eigið siðferði, þá vil ég heldur forræðishyggjuna. En það er ekki svoleiðis. Það er öfga túlkun á hugtakinu forræðishyggja að ætla því að standa fyrir öll boð og bönn.
Sumt á bara að vera bannað því annars skaðar það okkur stórlega. Við bönnum mörg fíkniefni, árásir, kynferðislegt ofbeldi, manndráp, andlegt ofbeldi, einelti og svona mætti lengi telja. Af hverju er það þá ekki forræðishyggja??
Ef þú ert Kristinn, hvar skorar þú í þessu skemmtilega prófi?
9.9.2007 | 23:38
Mín útkoma var þessi:
You scored as Emergent/Postmodern, You are Emergent/Postmodern in your theology. You feel alienated from older forms of church, you don't think they connect to modern culture very well. No one knows the whole truth about God, and we have much to learn from each other, and so learning takes place in dialogue. Evangelism should take place in relationships rather than through crusades and altar-calls. People are interested in spirituality and want to ask questions, so the church should help them to do this.
What's your theological worldview? created with QuizFarm.com |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Las góða hugleiðingu á blogginu hjá honum Hemma kokk sem vekur mann til þægilegrar umhugsunar....
9.9.2007 | 15:17
Þarna segir m.a.: "Hvenær sem þú ert óánægður og ósáttur í lífinu, getur þú verið viss um að það er af því að þú hefur hætt að hugsa um aðra og orðið of upptekinn af sjálfum þér."
Amen, segi ég nú bara. Naglinn á höfuðið og allt það. Smellpassar við líf mitt og svo margra í kringum mig.
Verð upptekinn af mér, finnst "þið" ekki nógu upptekin af mér, missi húmorinn fyrir mér en finnst "þið" samt vera að hlægja að mér (ekki með mér).
Leiðinlegt líf get ég vottað. Og lausnin svo einföld (Svo leiðinlega einföld þegar ég er á röngum stað með hugann). Bara að hugsa meira um aðra en mig, og þá hugsið "þið" um mig
Já, Guð er góður. Ég þarf bara að velja að taka þátt í leiknum eins og lífið er.
Áfram Laugalækjarskóli!!! Til hamingju með glæsilegan árangur :)
9.9.2007 | 15:07
Var sjálfur í Laugalæk og þvi miður á þeim tíma engin fyrirmyndar nemandi. Er einmitt að bæta úr því núna á "gamalsaldri" með skólagöngu í fjarnámi við Háskólann á Bifröst.
En frábært að sjá árangurinn hjá strákunum (af hverju engar stelpur??). Virkilega flottur árangur.
En finnst þeir samt helst til gamlir orðnir í liðinu, svona miðað við ártölin í svigunum aftan við nöfnin þeirra?? Þetta slær nú út Séð & Heyrt (24) o.s.frv. Engir krakkaaukvisar hér á ferð.
Skáksveit Lauglækjaskóla:
1. Daði Ómarsson (1951) 3 v. af 5
2. Vilhjálmur Pálmason (1904) 3,5 v. af 5
3. Matthías Pétursson (1919) 5 v. af 5
4. Einar Sigurðsson (1784) 3 v. af 3
5. Aron Ellert Þorsteinsson (1847) 2 v. af 2
Liðsstjórar: Torfi Leósson og Sigríður Ström
En svona að öllu gamni slepptu, til lukku strákar. Frábær árangur.
Laugalækjaskóli norðurlandameistari grunnskólasveita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst þeir leita langt yfir skammt þarna ;)
9.9.2007 | 14:56
Hefðu að sjálfsögðu átt heldur að fjárfesta í hlut í okkur strákunum í Gogogic ehf
Veljum íslenskt og tökum saman yfir heiminn. Kannski aðeins okkur sjálfum að kenna,
höfum jú ekki enn boðið þeim hlut í okkur líklega og erum ekki á almennum markaði.
En sem sagt, ekkert verra að tilkynna það hérna líka að það eru hlutir til sölu í okkur
ef þið eruð að leita að afar góðum fjárfestingartækifæri.
Fá væntanlega 40 milljónir punda ef tilboði FL Group er tekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góður leikur í marga staði....
8.9.2007 | 23:58
Skellti mér á völlinn ásamt Axel vini mínum. Virkilega góð stemmning bara og mikil skemmtun.
Fannst þó afar athugavert hvað leikurinn spilaðist gróft á köflum, og það voru því miður frekar "við" en "þeir" sem gáfum tóninn með það í upphafi leiks. Að ég held 3 gul og eitt rautt (sem Arnar Þór svo lystilega veiddi).
Árni Gautur átti óvenju góðan dag í markinu bara, Emil Hallfreðs spilaði hreint frábæran leik að mínu mati. Ekki bara að hann skoraði, heldur gaf hann sig virkilega vel í allan leikinn og barðist sem ljón í fullar 94 mín.
Synd eiginlega að Jóhannes Karl átti sendinguna á Emil, annars hefði ég tætt hann alveg í mig eftir þennan
leik. Viljugur drengur og duglegur að hlaupa, en las leikinn virkilega illa í kvöld og átti erfitt með að standa á
fótum að virtist. Missti út úr mér þarna í stúkunni að hann væri eiginlega orðinn nógu lélegur og gamall til
þess að KR-ingar gætu farið að hafa not fyrir hann. Gott ef ekki bara sem þjálfara??
Grétar Rafn átti verulega góðan leik og hefði efalaust sett hann í því sem hefði getað orðið besta færi
seinni hálfleiks þegar að hann dansaði aleinn í langan tíma á hægri kantinum frammi, en Jóhannes Karl
sá hann ekki fyrr en 90% Spænska liðsins var komið til baka í vörnina.
Og Eyjólfur, af hverju í ósköpunum stillum við upp 10-1 leikkerfi með Gunna greyið algerlega einan í
heiminum frammi í stöðunni 1-0?? Hefði ekki mátt spila áfram til sigurs? Pökkuðum öllu til baka í seinni
hálfleik og leyfðum Spánverjum algerlega að stjórna leiknum eftir það. Vond hugmynd það.
En heilt yfir góð skemmtun, takk fyrir mig strákar.
En svona til að klikkja út á smá tuði. Mikið afskaplega finnst mér það lélegt af KSÍ að ekki sé hægt að nálgast leikskýrslur á vellinum?? Hvað er það? Voru 2 af 3 skiptingum íslenska liðsins t.d. í seinni hálfleik,
þar sem komu inn á strákar númer 14 og 16 og ENGINN í stúkunni í kringum mig hafði minnstu hugmynd
um hvaða drengir voru þar á ferð. Það má nú bæta þetta verulega KSÍ!!! Koma svo.
Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 9.9.2007 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú er líka hægt að kaupa sér Luftgítar ....
8.9.2007 | 12:19
Eru kannski ekki alveg að ná þessu luftgítar feeling með þessu, en þetta er
samt skemmtilegt hugmynd. Hinsvegar vitum við að sjálfsögðu allir að við
spilum auðvitað mikið betur á luftgítar en þessir dúddar
En heyri oft yfirlýsingar um að stelpur spili ekki á luftgítar, stelpur?? Getur það verið?
Japani fimastur með luftgítar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)