Góður leikur í marga staði....

Skellti mér á völlinn ásamt Axel vini mínum.  Virkilega góð stemmning bara og mikil skemmtun.

Fannst þó afar athugavert hvað leikurinn spilaðist gróft á köflum, og það voru því miður frekar "við" en "þeir" sem gáfum tóninn með það í upphafi leiks. Að ég held 3 gul og eitt rautt (sem Arnar Þór svo lystilega veiddi).

Árni Gautur átti óvenju góðan dag í markinu bara, Emil Hallfreðs spilaði hreint frábæran leik að mínu mati.  Ekki bara að hann skoraði, heldur gaf hann sig virkilega vel í allan leikinn og barðist sem ljón í fullar 94 mín.

Synd eiginlega að Jóhannes Karl átti sendinguna á Emil, annars hefði ég tætt hann alveg í mig eftir þennan
leik. Viljugur drengur og duglegur að hlaupa, en las leikinn virkilega illa í kvöld og átti erfitt með að standa á
fótum að virtist.  Missti út úr mér þarna í stúkunni að hann væri eiginlega orðinn nógu lélegur og gamall til
þess að KR-ingar gætu farið að hafa not fyrir hann. Gott ef ekki bara sem þjálfara??

Grétar Rafn átti verulega góðan leik og hefði efalaust sett hann í því sem hefði getað orðið besta færi
seinni hálfleiks þegar að hann dansaði aleinn í langan tíma á hægri kantinum frammi, en Jóhannes Karl
sá hann ekki fyrr en 90% Spænska liðsins var komið til baka í vörnina.

Og Eyjólfur, af hverju í ósköpunum stillum við upp 10-1 leikkerfi með Gunna greyið algerlega einan í
heiminum frammi í stöðunni 1-0??  Hefði ekki mátt spila áfram til sigurs?  Pökkuðum öllu til baka í seinni
hálfleik og leyfðum Spánverjum algerlega að stjórna leiknum eftir það.  Vond hugmynd það.

En heilt yfir góð skemmtun, takk fyrir mig strákar.

En svona til að klikkja út á smá tuði.  Mikið afskaplega finnst mér það lélegt af KSÍ að ekki sé hægt að nálgast leikskýrslur á vellinum??  Hvað er það?  Voru 2 af 3 skiptingum íslenska liðsins t.d. í seinni hálfleik,
þar sem komu inn á strákar númer 14 og 16 og ENGINN í stúkunni í kringum mig hafði minnstu hugmynd
um hvaða drengir voru þar á ferð.  Það má nú bæta þetta verulega KSÍ!!!  Koma svo.


mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ekki vináttulandsleikur...

Atli (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Óskar

né vináttu landsleikur heldur. Þetta var the real thing. Verð bara að segja fyrir mitt leiti að íslenska liðið spilaði mjög vel...miðað við getu. Ég myndi vilja spyrja Eyjólf akkúrat sömu spurningar og þú spurðir Eyþór

Óskar, 9.9.2007 kl. 05:37

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

O silly me   var viss um að þetta hefði verið vináttu leikur.

Var líklega að skrifa þetta aðeins og seint í gærkveldi ;)  Geri mér fulla grein fyrir því að Eyjólfur er þjálfari liðsins.  Það er svona að prófarka lesa ekki það sem maður skrifar.

Er þessi leikur þá í Evrópukeppni Landsliða?

Baldvin Jónsson, 9.9.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband