Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Virkilega góð ástæða til að kjósa með réttlætiskenndinni
6.5.2007 | 21:16
Það er ekki verið að tala um að taka þetta frá velferðarmálunum, hvorki Háskólanum, lífeyrissjóðunum eða heilbrigðiskerfinu. Frá árinu 2004 hafa tekjur ríkissjóðs aukist um 120 milljarða og núverandi ríkisstjórn í allri "velferðinni" sem þið gortið ykkur stöðugt af hefur eytt þessum fjármunum í neyslu.
Ekki til uppbyggingar eða í eitthvað sem skilar samfélaginu einhverju til baka, heldur bara í neyslu. Neyslu til að sýna öllum allsstaðar hvað gengur rosalega vel.
Við í Íslandshreyfingunni viljum ekki búa til samfélag þar sem að þeir sem verst hafa það eiga að bera okkur á herðum sér. Það er ekki hægt að réttlæta það með neinu móti ef menn hafa lágmarkssamvisku að skattleysismörk hafi ekki fylgt vísitölu í 12 ár.
Íslandshreyfingin er bara að færa jafnrétti til þeirra sem minna mega sín. Ef að 51 milljarður af auknum tekjum ríkisins eru peningar sem hafa verið teknir af þeim sem mest þurfa á þeim að halda, já þá er erfitt að réttlæta að skila þeim ekki aftur.
Viljum við búa í samfélagi þar sem við byggjum velferð okkar á fólki sem er ekki að þéna lágmarkstekjur??
Setjum X við I - kjósum með réttlæti og gegn ranglæti.
Íslandshreyfingin vill að skattleysismörk verði 142.600 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
DÉSJAVÚ - sagan endurtekur sig
2.5.2007 | 20:49
Úrslitaleikurinn 2005 er án vafa dramatískasti fótboltaleikur sem ég hef horft á, engin spurning.
Voru ekki margir okkar púlara upplitsdjarfir í "hléinu" í Háskólabíó þar sem leikurinn var sýndur gjaldfrjálst á stóru tjaldi. En við munum flestir hvernig fór síðan. Unnum okkur upp úr 0-3 í hálfleik í að sigra leikinn, annað eins fótbolta rush man ég bara ekki eftir að hafa upplifað. Jú, mögulega þegar íslendingar komust 1-0 yfir á móti frökkum stuttu eftir heimsmeistarakeppnina.
Áfram Liverpool - verður afar spennandi úrslitaleikurinn, engin spurning.
Ps. Sorry strákar af skrifstofunni, United bara hefur þetta ekki núna :)
AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af hverju að kjósa Íslandshreyfinguna 12. maí?
2.5.2007 | 16:46
Já, góð vísa er sjaldan of oft kveðin
Hvað eigum við græningjar að kjósa sem hugnast ekki t.d. hugmyndir VG?
Við sem styðjum einkavæðingu og minni afskipti ríkis af rekstri?
Hvað eigum við að kjósa sem styðjum aðildarviðræður við ESB eins og mikill meirihluti þjóðarinnar gerir greinilega?
Við sem viljum frelsi, minni ríkisafskipti, aukinn stuðning við atvinnulífið og óbreytt kerfi fjármagnsskatta en jafnframt umhverfisvæna ríkisstjórn, hvað getum við kosið?
Við sem viljum hagræðingu í ríkisrekstri, en engan frekari niðurskurð í mennta- og heilbrigðismálum.
Við sem viljum styðja við aukna byggð á landsbyggðinni með öðrum lausnum en einstrengingslegum stóriðjuloforðum núverandi ríkisstjórnar.
Við sem trúum á frelsi atvinnulífisins. Við sem vitum að stuðningur við atvinnulífið í landinu skilar sér beint aftur í ríkiskassann og sérstök áhersla á landsbyggðina í nýsköpunarverkefnum myndi skila miklum árangri sbr. þá reynslu sem er komin á það hjá grönnum okkar Dönum.
Við erum komin með frábæran valkost, Íslandshreyfingin er algerlega sniðin að okkur. Takk fyrir það Ómar, Margrét & Co., þetta er algerlega það sem mig og stóran hluta fólks í kringum mig vantaði. Þið hafið gefið okkur kost á að kjósa með sannfæringu okkar BÆÐI í umhverfismálum og buddunni.
Kjósum með buddunni af náttúrulegri skynsemi - setjum X við I
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tilfinning sem bara venst ekki :)
1.5.2007 | 23:16
Til hamingju kæru Liverpool félagar. Nú er bara að fara alla leið
Ps. Sorry Jónas.....
Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |