Af hverju að kjósa Íslandshreyfinguna 12. maí?

Já, góð vísa er sjaldan of oft kveðin 

Hvað eigum við græningjar að kjósa sem hugnast ekki t.d. hugmyndir VG?

Við sem styðjum einkavæðingu og minni afskipti ríkis af rekstri? 
Hvað eigum við að kjósa sem styðjum aðildarviðræður við ESB eins og mikill meirihluti þjóðarinnar gerir greinilega?

Við sem viljum frelsi, minni ríkisafskipti, aukinn stuðning við atvinnulífið og óbreytt kerfi fjármagnsskatta en jafnframt umhverfisvæna ríkisstjórn, hvað getum við kosið?

Við sem viljum hagræðingu í ríkisrekstri, en engan frekari niðurskurð í mennta- og heilbrigðismálum.
Við sem viljum styðja við aukna byggð á landsbyggðinni með öðrum lausnum en einstrengingslegum stóriðjuloforðum núverandi ríkisstjórnar.

Við sem trúum á frelsi atvinnulífisins. Við sem vitum að stuðningur við atvinnulífið í landinu skilar sér beint aftur í ríkiskassann og sérstök áhersla á landsbyggðina í nýsköpunarverkefnum myndi skila miklum árangri sbr. þá reynslu sem er komin á það hjá grönnum okkar Dönum.

Við erum komin með frábæran valkost, Íslandshreyfingin er algerlega sniðin að okkur.  Takk fyrir það Ómar, Margrét & Co., þetta er algerlega það sem mig og stóran hluta fólks í kringum mig vantaði. Þið hafið gefið okkur kost á að kjósa með sannfæringu okkar BÆÐI í umhverfismálum og buddunni.

Kjósum með buddunni af náttúrulegri skynsemi - setjum X við I Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Afhverju bjóðum við ekki Tyrkjum aðild að EFTA?

Björn Heiðdal, 5.5.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband