Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Er rétt að einkavæða auðlindirnar? Hver trúir því sem ekki hefur hagsmuna að gæta?

Þetta mál allt saman er hið mesta bull. Er algerlega búið að missa marks í umræðunni og umræðan farin að snúast um algerlega ranga hluti.

Fyrir komandi kynslóðir mun það ekki skipta máli hverjum það var að kenna að auðlindir landsins voru seldar(gefnar) auðmönnum til leiks á braskborðinu.  Fullyrðingar eins og: "....það verður að nýta tekjurnar sem að þessi orka getur gefið af sér...." og "....það er á okkar ábyrgð að nýta orkuna okkar til að bjarga Kínverjum frá kolamengun...." eru klisjur sem auðmenn eru farnir að slá um sig með til að eignast það litla sem þjóðin á eftir.

Við nánast gáfum frá okkur bankana, er rétt að gefa þeim líka orkuna?  Það eina sem eftir er á Íslandi sem er ekki glæpsamlega dýrt er rafmagn og heitt vatn.

Hvað viltu að það kosti í framtíðinni?  Hvað þarf að hækka heitt vatn um mörg % til að hluthafarnir (sem að allir virðast hafa miklar skyldur gagnvart í nútíma þjóðfélagi skv. fréttaflutningi) græði nóg?  Aumingja greyin sem þéna ekki nema einhverjar tug milljónir á mánuði.  Fréttaflutningur er orðinn svo litaður af græðgishyggjunni að leikmenn eru farnir að trúa því að þeir hafi einhverjum skildum að gegna gagnvart hluthöfum.

Hver viltu að stjórni því hvort að þú hafir aðgang að heitu vatni í framtíðinni??


mbl.is Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án vafa fyrsta skrefið í að færa "Blaðið" í innblað Morgunblaðsins - er þetta skúbb?

Verður að teljast afar líkleg framkvæmd, sparar verulega við starfsmannakostnað, skipulag, utanumhald og þeim hjá Blaðinu hefur að virðist gengið afar illa að haldast á starfsfólki. Líður a.m.k. varla sú vika að ekki sé auglýst þar eftir t.d. sölumönnum.

Alveg er ég viss um að Blaðið / 24 stundir verði innan tíðar orðið innblöðungur hjá Morgunblaðinu og sé þeirra hugmynd að sóknarfæri gegn Fréttablaðinu og velgengni þess á auglýsingamarkaði.

Þetta er fréttastofan korter af frægð, sem kveður.....


mbl.is Nafni Blaðsins breytt í 24 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf gaman að fara í Þórsmörk :)

Hérna er myndband af Klemenz félaga mínum þar sem að hann stórmannlega reynir við Markarfljótið, sem væri svo sem ekki alger bilun, nema af því að hann er líka með eitt stykki kerru aftan í bílnum.

Alltaf gaman að reyna sig við náttúruna er það ekki?  Rétt að taka fram að manni, bíl og náttúru heilsast ágætlega og allt fór vel að lokum.

http://video.google.com/videoplay?docid=5633688728464649945


Lausnin fyrir Britney 'n then some......

Sá þetta hjá Axel vini mínum, algert möst að horfa á!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband