Er rétt að einkavæða auðlindirnar? Hver trúir því sem ekki hefur hagsmuna að gæta?

Þetta mál allt saman er hið mesta bull. Er algerlega búið að missa marks í umræðunni og umræðan farin að snúast um algerlega ranga hluti.

Fyrir komandi kynslóðir mun það ekki skipta máli hverjum það var að kenna að auðlindir landsins voru seldar(gefnar) auðmönnum til leiks á braskborðinu.  Fullyrðingar eins og: "....það verður að nýta tekjurnar sem að þessi orka getur gefið af sér...." og "....það er á okkar ábyrgð að nýta orkuna okkar til að bjarga Kínverjum frá kolamengun...." eru klisjur sem auðmenn eru farnir að slá um sig með til að eignast það litla sem þjóðin á eftir.

Við nánast gáfum frá okkur bankana, er rétt að gefa þeim líka orkuna?  Það eina sem eftir er á Íslandi sem er ekki glæpsamlega dýrt er rafmagn og heitt vatn.

Hvað viltu að það kosti í framtíðinni?  Hvað þarf að hækka heitt vatn um mörg % til að hluthafarnir (sem að allir virðast hafa miklar skyldur gagnvart í nútíma þjóðfélagi skv. fréttaflutningi) græði nóg?  Aumingja greyin sem þéna ekki nema einhverjar tug milljónir á mánuði.  Fréttaflutningur er orðinn svo litaður af græðgishyggjunni að leikmenn eru farnir að trúa því að þeir hafi einhverjum skildum að gegna gagnvart hluthöfum.

Hver viltu að stjórni því hvort að þú hafir aðgang að heitu vatni í framtíðinni??


mbl.is Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

ÞÚ !!

Óskar, 10.10.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband