MÓTMÆLI BOÐUÐ Á AUSTURVELLI FRÁ KLUKKAN 14:50 Í DAG VEGNA ICESAVE SAMNINGA

Sjá umfjöllun mína hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/892231

Persónulega mun ég mæta þarna til þess að mótmæla því að það standi til að skrifa undir samninga sem við sem samfélag getum afar erfiðlega staðið undir.

Þingmennirnir þurfa okkar hvatningu til þess að fylgja eigin sannfæringu í stað flokkslínunnar sem búið er að gefa út varðandi samninginn.

Krefjumst þess saman á morgun að ekki verði skrifað undir langtíma skulda-þrældóm þjóðarinnar.


mbl.is Boða til fundar um greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég gerast svo djörf að spyrja hvað þú vilt gera í staðinn?  Telurðu okkur ekki bera ábyrð?  Telurðu að neita að borga sé raunhæf leið?  Telurðu að við séum sjálfbær þjóð?

Mig langar líka að fá málefnalegt álit á meðfylgjandi mismunandi skoðunum?

A. http://fridrik.eyjan.is/

B. http://www.visir.is/article/20090607/FRETTIR01/642505710/-1

C. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/07/boda_til_fundar_um_greidsluverkfall/

D. http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/891985/#comments

Væri fróðlegt að heyra annars vegar málefnalega skoðun þína á upphafspistli Láru Hönnu og svo mjög svo áhugaverðum pistli Bjargar F. athugasemd 4 (Björg F, 7.6.2009 kl. 12:28)

Takk fyrir

ASE (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þetta snýst fyrst og fremst um vextina, innheimtuaðferðina og samningagerðina. Svo er það bara blekking að segja að skuldin lækki ef gengið styrkist. Ekki fækka pundin eða evrurnar ef gengið styrkist. Blekkingaleikur vinstrimanna hefur aldrei verið jafn ógeðfelldur.

Reynir Jóhannesson, 8.6.2009 kl. 02:22

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ég mun mæta á morgun!

Reynir Jóhannesson, 8.6.2009 kl. 02:22

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Okurvextir, afarkostir. Það er ekki að axla ábyrgð, ASE. Það er að láta taka sig í aft... því hin löndin eru stærri en við.

Villi Asgeirsson, 8.6.2009 kl. 08:29

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

ASE: Takk fyrir innlitið. Þú hefur líklega ekki lesið mikið af því sem ég hef skrifað um málið eða sett inn sem athugasemdir annarsstaðar á blogginu, en þar hef ég ítrekað tekið fram eftirfarandi:

1. Það liggur ekki fyrir enn hvort að okkur beri lagaleg skylda til þess að greiða þetta.

2. Ef okkur sannarlega ber að greiða (sem þarf að úrskurða um á lögmætan máta) að þá verður að semja þannig um málið að þjóðin raunverulega GETI staðið við skuldbindingarnar. Annars er mun verr af stað farið en heima setið.Ef við verðum að semja um málið, sem er orðið líklegt, verðum við að semja um það með mun lægri vöxtum og lengri endurgreiðslutíma. Ef svo skyndilega fer að ára gríðarlega vel, eins og ráðamenn keppast við að reyna að telja okkur trú um þó að þeir sjái ekki einu sinni fyrir hvað gerist á næstu örfáum mánuðum, að þá má alltaf greiða hraðar niður höfuðstól svona láns. Hvernig sem fer, megum við ekki semja af okkur á þann máta að Bretar og Hollendingar hafi hér ríkari rétt á eftir. Þá má alls ekki hafa það sem hluta samkomulagsins að við afneitum rétti okkar til að fara mögulega í mál við Breta vegna setningu hryðjuverkalaganna.

Jón Daníelsson segir að Íslendingar verði að standa við skuldbindingar sínar. Þar er ég algerlega sammála honum, ég er hins vegar einfaldlega ekki viss um að þessar skuldbindingar séu sannanlega okkar.

Það kom síðan meira að segja í ljós í morgun í viðtali við Ólaf Elíasson í Indefence hópnum á Útvarpi Sögu (verður endurflutt klukkan 12:30 í dag), að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafi  hringt í hann í nótt mjög ósáttir við hann og þessar aðgerðir allar vegna Icesave málsins, en viðurkenndu svo fyrir honum að það yrði að skrifa undir þetta vegna hótana frá Bretum og AGS. Smekklegt?

Varðandi fundarboðun Hagsmunasamtaka Heimilanna að þá veit ég ekki eftir hverju þú ert að fiska þar frá mér, en get sagt þér að ég hef afar mikla trú á starfi þeirra samtaka og veit sem er að þar fer fólk með þekkingu á málefnunum sem þau eru að takast á við.

Varðandi  Láru Hönnu að þá get ég tekið undir hvert orð hennar sem og reyndar skrif Bjargar í athugasemd 4.

Þetta tónar afar vel við þá stefnuskrá sem að ég var að berjast fyrir ásamt öðrum í Borgarahreyfingunni í síðustu kosningum. Það er ekkert launungarmál að við höfum alla tíð barist gegn því að greiða Icesave skuldina bara sí svona. Hví skyldum við greiða án þess að fyrir liggi um það úrskurður hlutlausra lögfróðra aðila sem dæmi?

Baldvin Jónsson, 8.6.2009 kl. 09:31

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Lagaleg skylda og greiðslugeta eru einmitt útgangspunktarnir. Það að samþykkja 5,5% vexti jaðrar við klikkun.

Til að setja þetta í samhengi þá er núna talað um 150 þús. tonna þorskkvóta fyrir næsta veiðiár. Höfuðstóll IceSave, 650 milljarðar, jafngildir þá öllum þorski sem verður dreginn úr sjó á Íslandsmiðum næstu 17 árin og 8 mánuðina. 

Nú veit enginn hvað kemur til greiðslu af hálfu Íslands, en eignasafnið er ábyggilega ekki eins verðmætt og forsætisráðherra vonar. Þá hefðu Bretar tekið það upp í skuldina og lokað málinu þannig. Þeir vita betur og vilja skotheldar tryggingar: Ríkisábyrgð á okurvöxtum.

Haraldur Hansson, 8.6.2009 kl. 10:26

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

Fyrirgefðu Baldvin, ætlastu virkilega til þess að ég trúi því að "æðstu ráðamenn þjóðarinnar" hringi í Ólaf Elíasson um miðjar nætur til þess að upplýsa hann um ósætti sitt með niðurstöðu samninga ríkisins?

Mín fyrsta spurning er þá að sjálfsögðu: Hverja skilgreinir Ólafur sem æðust ráðamenn? Og í framhaldinu: Af hverju eru þeir að hringja í hann? 

Reynir, þegar skuld í erlendri mynt er yfirfærð í íslenskar krónur á gengi föstudagsins síðasta þá hlýtur skuldin í íslenskum krónum að minnka ef krónan styrkist, það segir sig sjálft og hefur ekkert með vinstri menn að gera, eins mikið og þig langar að gera lítið úr þeim.

Elfur Logadóttir, 8.6.2009 kl. 13:41

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæl Elfur, þú verður að eiga trú þína eða vantrú við Ólaf Elíasson. Þetta eru hans orð.

Þegar að skuldin lækkar við gengisstyrkingu, eins og Jóhanna gefur í skyn að gæti gerst lækka einnig ætlaðar eignir Landsbankans erlendis á móti enn frekar. Gengisbreytingar munu því hvorki laga stöðuna mikið né gera hana mikið verri. Ekki nema þetta með erlendar eignir reynist vera hreint ofmat.

Baldvin Jónsson, 8.6.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband