MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI Á MORGUN KLUKKAN 15:00 - STÖÐVUM LANDRÁÐALIÐIÐ
7.6.2009 | 19:57
NÚ ER ÞAÐ Á OKKAR ÁBYRGÐ AÐ LÁTA ÞETTA LANDRÁÐA LIÐ VITA AF ÞVÍ AÐ ÞETTA SAMKOMULAG VERÐI EKKI - ALLS EKKI - GERT Í OKKAR NAFNI EÐA MEÐ OKKAR SAMÞYKKI!!!
Steingrímur J. stórsvikari með æðstu gráðu að virðist mun ræða um Ices(l)ave þvingunar-samning á Alþingi á morgun klukkan 15:00
Nú verðum við að mæta öll - þverpólitískt. Ekkert okkar getur látið þetta möglunarlaust yfir sig ganga.
Er með einhverju móti réttlætanlegt að taka á okkur aukalega yfir 400 MILLJARÐA í vaxtakostnað ofan á allt annað? Vaxtakostnað sem við getum illmögulega greitt án þess að skera niður nánast allt mannúðlegt til dæmis í kerfinu okkar.
Skuldbindingar sem mjög líklega er að miklu leyti Bretum sjálfum að kenna vegna setningar hryðjuverkalaganna á sínum tíma - aðgerðar sem að íslenska ríkisstjórnin ætlar nú að lofa að fyrirgefa og gera ekkert frekar í við undirskrift þessa samkomulags.
Getum við setið aðgerðarlaus hjá meðan að þessi dusilmenni ofurselja okkur og börnin okkar endanlega á skuldaklafa?
Láttu sjá þig - við berum ábyrgðina!
Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 358725
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Hlustið hér....
...ekki ráðast á fólkið sem "mokar flórinn"?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.6.2009 kl. 20:05
Hvað annað er í stöðuni en að semja um greiðsluna og gangast við okkar suldbindingum Baldvin ?
hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 20:19
Hilmar, það er ljóst að þetta samkomulag er ekki til lausnar heldur til enn meiri vanda.
Ef engin leið er fær frá því að semja um málið, sem enn hefur ekki verið látið reyna á, verður að sjálfsögðu að semja á þann máta að þjóðinni sé gerlegt að standa undir samkomulaginu.
Ef við göngumst að þessu er það endi velferðarkerfið á Íslandi í áratugi. Erum við ekki búin að fylgjast með því undanfarið hversu stórkostlega erfitt það virðist þessari ríkisstjórn að spara þó ekki sé nema um 20 milljarða á þessu ári. Samt þykir þeim í lagi að leggja á okkur 50 milljarða í vaxtagreiðslur af skuldbindingum sem líklega eru ekki á okkar ábyrgð!!
Þetta er einfaldlega engin glóra og Steingrímur J. hefur snúist 180° á sveif með óreiðu- og landráðamönnum á algerum mettíma.
Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 20:28
Er þetta í alvöru málflutningur ykkar í Borgarahreyfingunni? Landráðamenn og stórsvikarar?
Er ekki í lagi?
Svala Jónsdóttir, 7.6.2009 kl. 21:07
Baldvin. Hvað vilt þú gera í málinu? þú hljómar svolítið eins og Davíð blessaður í den.
Hann jók bara á vandann. Ekki ætlar þú að mæla með meiru slíku eða hvað? það gaf nú ekki góða raun.
Við verðum aldeilis gott bitbein eins og þá ef við ætlum ekki að læra af hans mistökum og fara að haga okkur eins og við skiljum ábyrgð þjóðarinnar gagnvart öðrum þjóðum, sem hafa svo sannarlega ástæðu til að efast um ábyrgðartilfinningu þjóðarinnar.
Engin lagasetning getur afmáð skuldastöðuna en ef við sýnum alla vega samstarfs og samningavilja getur margt færst til betri vegar.
Ekki líst mér of vel á að landinu verði stjórnað frá Austurvelli í framtíðinni.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2009 kl. 21:15
já Baldvinn ég ætla mér að mæta og vona að aðrir geri slíkt hið sama.
Ef ég fer í bankann og tek lán þá fæ ég ábyrðarmenn til að skrifa undir það að þeir séu samþykkir því að borga ef ég klikka.
Hvar er mín undirskrift eða barnana minna ég hef engan áhuga á að borga fyrir annara skuldir og ætla mér ekki að gera það og ef þetta verður samþykkt þá er ég farin af þessu landi
Gyða Dröfn Hannesdóttir, 7.6.2009 kl. 21:16
Ég mæti. tek þetta ekki þegjandi.
Anna B. M: ég læt ekki yfirvöld nota mig eða börnin min sem skúflu til að moka florinn.
Heidi Strand, 7.6.2009 kl. 21:26
Heidi, Anna B. setti inn hlekk á Spaugstofu myndbandið þar sem vísað er til þess að óreiðumennirnir sjálfir skuli moka eigin flór.
Svala: Þetta er í alvöru málflutningur MINN. Ekkert sem ég skrifa hér á síðunni er á ábyrgð annarra en mín eigin. Að skrifa undir samkomulag sem þrælbindur þjóðina til að væntingum eilífrar skuldsetningar eru landráð að mínu viti.
Steingrím vísa ég til sem stórsvikara einfaldlega vegna þeirrar algeru breytingar sem hann hefur sýnt gagnvart málinu. Það eru afar skýr svik við þá sem hann kusu.
Anna Sigríður: Ég hef bent víða á að A) ekki liggur enn fyrir lagaleg niðurstaða um að okkur raunverulega beri að greiða þetta og B) ef svo er, verðum við að sjálfsögðu að semja á þann máta að samfélagið geti mögulega staðið undir þeim skuldbindingum án þess að það þýði endalok velferðarkerfis hér, eða stórs hluta þess, í áratugi.
Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 21:37
Steingrímur hefur væntanlega þurft að sveigja upphaflegu afstöðu sína eftir þeim staðreyndum og upplýsingum sem komið hafa í ljós í samningaviðræðunum, þannig að þegar upp er staðið eru valkostirnir sennilega ekki aðrir en þessir. Það er ekkert óeðlilegt við það.
Eftir stendur að við skuldbundum okkur til þess að ábyrgjast greiðslurnar
Baldvin ekki það að ég ætti von á miklu frá ykkur, en þessi málflutningur þinn segir mér aðeins það, að þið virðist ætla að nærast á upphrópunum og staðreyndarafneitun líkt og hinir tveir stjórnarandstöðuflokkarnir, í stað þess að sýna ábyrgð og horfast í augu við staðreyndir. Það mun endast ykkur illa.
Nær væri að þið beinduð spjótum ykkar að höfundum ástandsins þ.e samflokkum ykkar í stjórnarandstöðu.
hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 21:54
eg mæti kl 9 í fyrramálið og verð þegar þetta á sér stað frekar að allir mæti til mótmæla þá...... annars verðum við nokkur bíst ég við
inga vigdís guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 21:56
Þetta eru þakkirnar sem það fólk fær sem er að streitast við að halda landinu á floti. Landráð og stórsvik -- eins og það sé líklegt að SJS eða JS hafi skrifað undir IceSafe samninga með glöðu geði. En fólk neitar að horfast í augu við staðreyndir og allar tilraunir til að vinna sig út úr vandanum eru púaðar niður með búsáhöldum. Hið sama mun örugglega gerast þegar sparnaðartillögur verða settar fram sem þýða að alls konar þjónusta sem við teljum nauðsynlega verður skorin niður. Það er víst lítil von til þess að við réttum nokkurn tíma úr kútnum á meðan fólk hugsar á þennan hátt -- því miður eru fórnir eina leiðin til að vinna traust umheimsins á ný.
Ps. Þeir sem tala hæst um að lagaleg niðurstaða hafi ekki fengist í málinu ættu að muna að hún gæti allt eins orðið sú að við þyrftum að greiða 1600 milljarða eins og að við slyppum við að greiða þessa 670 eða hvað þeir voru margir. Bretar og Hollendingar halda því fram að Íslendingar eigi með réttu að greiða allar innistæður í IceSafe -- eða ábyrgjast ekkert til íslenskra sparifjáreigenda umfram það sem til var í ábyrgðarsjóði innistæðueigna.
GH, 7.6.2009 kl. 22:03
Hilmar, ég endurtek það sem ég benti á hér í athugasemd ofar. Ég er ekki "við, ykkur að þið". Ég er bara ég og hef á þessu máli sterkar skoðanir.
Endurtek einnig það sem ég svara hér að ofan, ef satt reynist að ekki sé annað hægt en að greiða þetta að þá verður augljóslega að semja þannig um það að þjóðin eigi þess möguleika að standa við þær skuldbindingar.
Ef þér þykja það vera "upphrópanir og staðreyndarafneitun" þá þú um það. Mér þykja það vera heldur úthugsaðir kostir sem ég hef bent hér á.
Þetta mál er ekki "þitt lið" og önnur lið. Stjórn og stjórnarandstaða. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bera á þessu mikla ábyrgð og Samfylkingin þar með.
VG munu hins vegar í minningunni verða sökudólgarnir hjá stórum hluta þjóðarinnar, verði gengið að þessu samkomulagi í ykkar nafni af ykkar formanni og leiðtoga.
Þetta er ekki "í hvaða liði ertu" mál, þetta er mál heillar þjóðar - hvar í flokki eða ekki í flokki, sem fólk kýs að staðsetja sig.
Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 22:04
GH: ég endurtek enn einu sinni. Sé það eina færa leiðin að gera um málið samkomulag, þarf það samkomulag augljóslega að vera mun mun betri samningur en sá sem nú liggur fyrir.
Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 22:06
Ef Alþingi íslendinga samþykkir þennan fáranlega nauðarsamning þá er eflaust um "stórasta klúður” sem sést hefur í þessu stjörnukerfi síðan JÚDAS (XS) misskildi rómverska hermenn (UK) með þeim skelfiegum afleiðingum að félagi Júdas tók sitt líf. Verði þessi gjörningur að veruleika þá má í raun segja að verið sé að taka íslensku þjóðina (Jesús) af lífi á mjög lúmskan & ósmekklegan hátt...!"
Kv. Heilbrigð skynsemi Jakob Þór Haraldsson, 7.6.2009
Jakob Þór Haraldsson, 7.6.2009 kl. 22:37
Sæll Björn, ég hef reyndar held ég til margra ára ekki talið mig vera alveg í lagi - en hef reyndar litið á það sem kost fremur en hitt.
Þór er skoðanabróðir minn vissulega í mörgum málum, en heilaþvegið mig hefur hann ekki - a.m.k. ekki enn.
Ég ætla að mótmæla vegna þess að ef engra undankomu er að vænta eins og þú vilt meina að þá verður skilyrðislaust að semja á þann máta að við verði ráðið. Til þess þarf þá til dæmis væntanlega sérfræðinga en ekki útbrunna pólitíkusa.
Baldvin Jónsson, 7.6.2009 kl. 23:14
Já þessi samningur er landráð. Hér er verið að fremja valdarán - ég mæti.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:15
Blessaður Baldvin og takk fyrir skelegga grein.
Í grunninum skiptir það ekki máli, eins og þú bendir réttilega á, hvort Ísland sé skylt samkvæmt EES samningnum að greiða þessar ábyrgðir. Enginn alþjóðasamningur getur haft það að markmiði að knésetja sjálfstæði þjóðar. Komi þær aðstæður upp þá hefur hingað til gilt þær reglur í samskiptum lýðræðisríkja, að þær semji um slík mál þannig að báðir aðilar geti við unað. Og ef ágreiningurinn er um túlkun eða framkvæmd samnings eins og EES, þá eru sérstækir dómstólar (EFTA dómur og Evrópudómur) til að leysa úr þessum ágreiningi.
En kjarni alþjóðlegs réttar er sá að ekkert stjórnvald geti gert bindandi íþyngjandi samning án þess að þjóð geti gripið til neyðarréttar ef sjálfstæði hennar er í húfi. Um þetta þarf ekki að deila.
En hér að framan koma fram órökstuddar fullyrðingar um að þetta séu skuldbindingar Íslands eða íslenskra stjórnvalda. Og GH klikkir út einni draugasögunni að hugsanlega geti við verum dæmd til að greiða 1600 milljarða. Sem sagt að einkabankar, óháðir íslensku þjóðinni geti skuldbundið hana um rúmlega þjóðarframleiðslu án þess að um slíkt hafi nokkurs staðar verið samið eða slík ábyrgð veitt. Að sjálfsögðu rökstyður GH ekki þessa fullyrðingu sína og vitnar ekki í neina lagatexta eða lögfræðiálit máli sínu til stuðnings. Svona bull er sett fram í trausti þess að fólk hafi ekki kynnt sér málið eða lesið þá lagatexta sem um ræðir.
En það hefur lagaprófessorinn Stefán Már Stefánsson gert og hann hefur afsannað svona fullyrðingar sem bábiljur að ætt þjóðsagna. Ekkert af því sem GH setur hér fram stenst neina skoðun.
Tryggingasjóður innlána er sjálfseignarstofnun ( eins og GH getur lesið sér til um ef hann nennti að lesa viðkomandi lög ) með sjálfstæðan fjárhag. Ef íslenska ríkið væri í ábyrgð þá kæmi það fram í viðkomandi lögum. Og að sjálfsögðu kæmi það fram í tilskipun Evrópusambandsins. En á það er hvergi minnst.
Varðandi ruglið um að íslensku neyðarlögin valdi einhverri mismunun milli íslenskra og erlendra sparifjáreiganda þá er hvergi sagt í lögum og reglum Evrópusambandsins að þjóðir megi ekki setja í lög réttindi umfram það sem að lágmarki skal tryggja samkvæmt tilskipun sambandsins. Telji þjóð sig vera nauðbeygða (eins og Írar og Íslendingar) að ábyrgjast innlán innan sinna landamæra, þá er það þeim fullkomlega heimilt án þess að þurfa í leiðinni að ábyrgjast innlán allra hinna þjóða EES. Eins er það með félagsleg réttindi eins og atvinnuleysistryggingar, sjúkrabætur eða félagslega aðstoð. Sjálfstæðum þjóðum EES er fullkomlega heimilt að ráðstafa sínum skattpeningum eins og þeim hentar. Þetta vita allir og fáránlegt að halda öðrum fram.
Allar þær bábiljur sem stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar halda fram í þessu máli eru án rökstuðnings og byggjast undantekningalítið á þjóðsögum um eitthvað sem stenst enga skoðun. En hver ein og einasta fullyrðing Stefáns Más Stefánssonar er rökstudd með tilvísun í lög, reglur og reglugerðir og réttarvenju og hefðir. Aðeins gagnrök með tilvísun í aðra texta eða önnur fordæmi geta hnekkt rökstuddum skoðunum hans. Það hlýtur að segja öllu hugsandi fólki að þegar Stefán Már Stefánsson setti fram sitt lagaálit þá urðu hin meintu gagnstæðu lagaálit utanríkisráðuneytisins að trúnaðarmáli og ekki séð dagsins ljós síðan.
Rétt skal vera rétt þó það sé ekki aðalmálið í þessu sambandi. Þjóðin ræður ekki við þessar kröfur. Það er aðalatriði málsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 23:15
Þið sem finnst þetta frábært samkomulag megið borga minn part og allrar minnar fjölskyldu. Ég mæti hinsvegar á morgun og mun gera HVAÐ SEM ER til að komast hjá því að borga skuldir sem ég er í engum ábyrgðum fyrir, skrifaði aldrei uppá og ber engin skylda til að borga.
Ég hef reyndar einn lokakost ef allt bregst: Að flytja burt úr landinu eins og fleiri.
Baldvin Björgvinsson, 8.6.2009 kl. 00:10
Glæpagengið eru stórsvikararnir. Og þó ég vilji alls ekki borga skuldir þeirra líkar mér ekki orðalagið stórsvikarar yfir fólk eins og Steingrím J. Held ekki að hann sé svikull. Það hlýtur að vera e-ð þarna sem við ekki vitum. Yfirvöld verða að laga skuldir venjulegs fólks þó, þ.e. þeirra sem ekki voru með í ofur-eyðslu.
EE elle (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 00:27
Það er merkilegt að sjá hvað varðhundar S og VG eru duglegir að verja sitt fólk fram í rauðan dauðan, nánast allveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. Þessir varðhundar hafa lagt undir sig blogg-heima og ráðast á öll frjáls skoðanaskipti um starfsaðferðir vinstri manna.
Þetta er reyndar þekkt fyrirbæri þar sem vinstri menn hafa nýtt sér mátt fjölmiðla á mun áhrifaríkari hátt en aðrar stjórnmálastefnur.
En tími ykkar kom og þið klúðruðuð því... leyfið nú ábyrgum aðilum að komast að... þverpólitískum aðilum sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti.
Guðmundur (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 10:30
Allavega er ég ekki varðhundur neinna, Guðmundur, þó ég vilji ekki kalla Steingrím J. svikara. Ég er ekkert vinstri neitt og vil ekkert borga þetta neitt. Og ekki heldur milljóna-þýfið sem bankarnir bæta ofan á skuldir venjulegs fólks. Með stuðningi yfirvalda, bæði hægri og vinstiri. Kannski geturðu sagt okkur hvað við getum gert? Og af hverju við komumst þangað í fyrstunni?
EE elle (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:41
Mér er nákvæmlega sama um hvort fólk er til vinstri eða hægri í pólitík. En mér er alls ekki sama um hvernig búið verður að þjóðinni næstu áratugi. Börnin okkar, barnabörnin .... hvað eiga þau í vændum hér?
Algjörlega ómögulegt fyrir okkur að greiða þessa Ice-save skuld og til vara þá a.m.k. með lægri vöxtum.
Mætum því öll á Austurvöll kl. 15:oo daglega þessa viku þó ekki væri nema til þess að sýna ÖLLUM þingmönnum að við erum ekki sátt við að koma komandi kynslóðum í slík vandræði sem allt stefnir í að verði.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 9.6.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.